Haukur Ásberg Hilmarsson

  • Haukur Ásberg

Haukur Ásberg Hilmarsson starfar sem hagfræðingur á orkusviði EFLU. Hann lauk grunnnámi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2018 og framhaldsnámi við George Washington University í Washington D.C. 2019, þar sérhæfði hann sig í hagrannsóknum, gagnavinnslu og tölfræðilegri greiningu. 

Haukur fæst við margvísleg verkefni sem tengjast orkuverði, eldsneytismörkuðum, húsnæðismálum, umhverfismálum og tölfræðilegri úrvinnslu.


Raforka

5.12.2022 Fagið : Ræður raforkukerfið við orkuskipti?

Hvernig borðarðu fíl? Með því að taka einn bita í einu. Það segir að minnsta kosti máltæki sem kennt er við Desmond Tutu. Spekin á vel við þegar kemur að flestum stórum verkefnum líkt og metnaðarfullum áætlunum um orkuskipti.

Umferð dregst saman um fjórðun á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar samkomubanns.

20.3.2020 Samfélagið : Umferð í samkomubanni

Áhrif samkomubanns á umferð hafa verið umtalsverð. Við vörpum ljósi á umferðarmælingar á höfuðborgarsvæðinu og hversu mikið umferðin hefur dregist saman milli vikna.