Helga Jóhanna Bjarnadóttir

  • Helga Jóhanna Bjarnadóttir

Helga Jóhanna Bjarnadóttir er sviðsstjóri Samfélagssviðs EFLU og fagstjóri umhverfismála. 

Helga er með Civ. Ing. (MSc) í efnaverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn og hefur 26 ára starfsreynslu sem verkfræðingur og verkefnisstjóri. Störf hennar eru einkum á eftirfarandi sviðum; vistvænni hönnun og vottun bygginga, mati á vistsspori með aðferðafræði vistferilsgreininga, umhverfis- og öryggisstjórnun í fyrirtækjum og sveitarfélögum, loftslagsmálefni, mati á umhverfisáhrifum framkvæmda, starfsleyfismál og ýmis ráðgjöf við mengandi starfsemi, umhverfisvöktun, meðhöndlun og endurvinnslu úrgangs og mengaðs jarðvegs. 

Helga er viðurkenndur matsmaður fyrir vistvæna vottun mannvirkja skv. BREEAM og hefur Accredited Professional réttindi fyrir vistvæna hönnun bygginga frá BRE í Bretlandi.


Hvað er kolefnisspor

17.9.2019 Samfélagið : Hvað er kolefnisspor?

Mikil vakning hefur orðið í umhverfis- og loftslagsmálum og eftirspurn eftir upplýsingum um umhverfisáhrif vöru eða þjónustu eykst sífellt. Til að draga úr neikvæðum loftslagsáhrifum geta fyrirtæki sett sér markmið um að minnka kolefnisspor eigin reksturs, þjónustu eða vöru. En hvað er kolefnisspor, hvernig er það reiknað út og hvaða forsendur liggja þar að baki?