Hörður Páll Steinarsson

  • Hörður Páll Steinarsson
Byggingarverkfræðingur M.Sc.


Hörður stundaði nám í reiknilegri straumfræði (e.Computational Fluid Dynamics, CFD) í Imperial College af London og útskrifaðist þaðan með M.Sc. í Advanced Computational Methods for Aeronautics, Flow Management and Fluid-Structure Interaction.

Hann starfaði sem CFD verkfræðingur hjá WSP í London við vindgreiningar sem snúa að CFD hermunum á vindi í kringum byggingar og greiningu á vindumhverfinu m.t.t þæginda vegfarenda (e. pedestrian wind comfort). Þar framkvæmdi hann einnig CFD hermanir á loftflæði í inniumhverfi þar sem hönnun rýma er metið m.t.t. þæginda fólks (e. indoor thermal comfort) auk CFD hermana á reykflæði við bruna þar sem lagt er mat á öryggi fólks og björgunaraðila. 


Hörður starfaði hjá EFLU frá 2019-2020.


Hljóðhönnun á Höfðatorgi

16.7.2019 Fagið : Vindafar í byggð

Taka þarf tillit til vindafars við hönnun bygginga og skipulags borgarsvæða. Mikilvægt er að hönnun leiði ekki af sér óþægilegar eða hættulegar aðstæður þar sem byggingar geta myndað staðbundna vindhröðun, vindstrengi og hvirfla sem geta verið óæskilegir fyrir notendur. En hvernig er hægt að herma vindflæði í kringum byggingar og meta vindaðstæður og áhrif þeirra á notendur? Við vörpum ljósi á málið í greininni.