Blogg

Hvað er hampsteypa?
Byggingariðnaðurinn er talinn vera ábyrgur fyrir um 39% kolefnislosunar á heimsvísu og því mikilvægt að huga að vistvænum lausnum þegar kemur að efnisvali í byggingaframkvæmdum. EFLA rannsakaði möguleika á nýtingu hampsteypu, framleidda úr iðnaðarhampi, við íslenskar aðstæður en hampsteypa er vistvæn lausn sem getur nýst við mannvirkjagerð. Við förum yfir niðurstöður rannsóknarinnar í greininni og næstu skref varðandi þessa lausn.