Blogg

Orkuskipti í kappi við tímann
Gríðarleg tækifæri felast í orkuskiptum á Íslandi sem munu hafa áhrif á velferð samfélagsins og umhverfisins til framtíðar. En til þess að nýta þau tækifæri og skapa samkeppnisforskot þurfa Íslendingar að hefjast handa við að undirbúa innviði og regluverk til að búa til samkeppnishæfa framleiðslu á rafeldsneyti úr endurnýjanlegri orku. Við förum yfir þetta risavaxna mál sem snertir okkur öll.

Hver er framtíð vetnisknúinna bifreiða?
Í umræðu um framtíðareldsneyti er oft talað um annað hvort rafmagn eða vetni sem valkosti eða jafnvel sem andstæða póla sem lausnir í orkuskiptum fyrir bíla og önnur farartæki. Í raun eru þetta samverkandi þættir að hröðum orkuskiptum þar sem sameiginlegur lykill er rafmagnsmótorinn með mikilli orkunýtni og lítilli viðhaldsþörf.