Blogg

Um snjóflóðavarnir
Snjóflóð og varnargarðar hafa verið í umræðunni upp á síðkastið eftir að snjóflóð féllu á Flateyri. Mikilvægt er að efla uppbyggingu snjóflóðavarna á þeim stöðum sem búa við ógn af völdum snjóflóða og nýta þá fjármuni sem eru til í Ofanflóðasjóði. En að mörgu er að huga áður en hægt er að byggja slíka varnargarða og fara verður í gegnum ákveðið ferli sem tekur tíma áður en hægt er að reisa slík mannvirki.