Jón Skúli Indriðason

  • Jón Skúli Indriðason

Jón Skúli starfar á samfélagssviði EFLU og hefur áratuga starfsreynslu af gerð snjóflóðavarnargarða, bæði hönnun og framkvæmdum.

Jón Skúli er með M.Sc. próf í jarðverkfræði frá Tækniháskólanum í Georgia í USA (Georgia Tech). Hann hefur komið að verkhönnun og framkvæmdaeftirliti margra snjóflóðavarnargarða á Íslandi, svo sem á Bolungarvík, Ísafirði, Flateyri, Patreksfirði, Neskaupstað og Siglufirði. Hann hefur setið í undirbúningshópum til skipulagningar á ráðstefnum um snjóflóðavarnir á Íslandi árin 2008 og 2019.


Þvergarðar og keilur í Neskaupstað - EFLA

21.1.2020 Samfélagið : Um snjóflóðavarnir

Snjóflóð og varnargarðar hafa verið í umræðunni upp á síðkastið eftir að snjóflóð féllu á Flateyri. Mikilvægt er að efla uppbyggingu snjóflóðavarna á þeim stöðum sem búa við ógn af völdum snjóflóða og nýta þá fjármuni sem eru til í Ofanflóðasjóði. En að mörgu er að huga áður en hægt er að byggja slíka varnargarða og fara verður í gegnum ákveðið ferli sem tekur tíma áður en hægt er að reisa slík mannvirki.