Kristinn Hauksson

  • Kristinn Hauksson

Kristinn er rafeindatæknifræðingur B.Sc. frá Odense Teknikum, með fjarskipti sem aðalnámsgrein, ásamt því að vera með meistararéttindi í rafeindavirkjun. Kristinn hefur umfangsmikla reynslu í fjarskiptum og hefur starfað við ráðgjöf, hönnun, rekstur, eftirlit og viðhald á slíkum kerfum um árabil.

Kristinn starfar á iðnaðarsviði EFLU við fjarskipti og snjallvæðingu í samgöngum. Í fyrri störfum hefur hann starfað við hönnun, mælingar og rekstur á þráðlausum fjarskiptakerfum og ljósleiðurum.


Norðfjarðargöng

20.12.2019 Samfélagið : Öruggara fjarskiptakerfi á landinu öllu

Flest okkar aka í dag í gegnum jarðgöng af öryggi, enda erum við oftar en ekki að sneiða hjá erfiðum fjallvegum og/eða vetrarstormum. Öryggið skapast hins vegar ekki að sjálfu sér en með samstilltu átaki síðustu ár hefur náðst gríðarmikill árangur í að bæta það. Jarðgöngin eru bundin skýrri reglugerð frá Evrópusambandinu sem marka heildaryfirsýn, samræmingu og öryggisráðstafanir. Hins vegar virðumst við vera vanbúin og án stefnumiða þegar kemur að því að byggja upp öflugt öryggis- og fjarskiptakerfi á öðrum stöðum landsins. Förum yfir málið og leggjum línurnar að öruggara fjarskiptakerfi.