Lúðvík B. Ögmundsson

  • Lúðvík  B. Ögmundsson

Lúðvík er rafmagnstæknifræðingur með rafvirkjun í grunninn og með meistarabréf í iðngreininni ásamt því að hafa öll tilskilin réttindi til að takast á við og hanna hvers konar rafkerfi, háspennu og lágspennu. Lúðvík hefur yfirgripsmikla reynslu í verkefnum sem snúa að raforkukerfum og iðnaði, tölvustjórnkerfum sem og fjarskiptum. Þá hefur hann verið leiðandi aðili í samráðshópi til að efla rekstraröryggi raforkukerfa. 

Lúðvík starfaði á iðnaðarsviði EFLU til ársins 2020 við margs konar konar verkefni bæði hvað varðar hönnun raforkukerfa, stjórnkerfa sem og verkefni tengdu rekstraröryggi rafokukerfa, bæði hérlendis og erlendis. 


Landhelgisgæslan og Þór

23.12.2019 Samfélagið : Mikilvægi landtenginga fyrir umhverfi og öryggi

Mikil tækifæri eru fólgin í landtengingu skipa við bryggju, bæði út frá umhverfissjónarmiðum en ekki síður rafmagnsöryggisins vegna. Þannig er hægt að gera skip að vararafstöðvum við hafnir sem mætti nota í staðbundnu rafmagnsleysi. Förum nánar yfir málið.