Majid Eskafi

  • Majid Eskafi

Hafnarverkfræðingur Ph.D.


Hafnarverkfræðingur Ph.D.


Höfundur er nýdoktor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands og hafnarverkfræðingur hjá EFLU.


20.6.2023 Fagið : Hafnarskipulagsgreining fyrir uppbyggingu Grindavíkurhafnar til skemmri og lengri tíma

Grindavíkurhöfn er ein af stærri fiskihöfnum landsins og hlutur hafnsækinnar starfsemi í atvinnulífi Grindavíkurbæjar er mikill. Framlag Grindavíkurhafnar til íslenskra hafnartekna var rúm 2.2% árið 2021 og höfnin er því mikilvæg fyrir bæði nærsamfélagið og landið allt. 

24.2.2023 Fagið : Vestmannaeyjahöfn skipulagsgreining

Vestmanneyjahöfn er ein af stærri höfnum landsins og tilheyrir grunneti samgangna á Íslandi og er hlutur hafsækinnar starfsemi í atvinnulífi Vestmannaeyjabæjar mikill.

blogg-unnid-1

7.11.2022 Fagið : Að takast á við óvissu í hafnarskipulagi

Hafnir eru flókin kerfi sem innihalda mismunandi innviði þar sem hver hefur sína sérstöku virkni/tilgang. Flækjustig kerfisins mótast af viðskiptaneti þess, löngum líftíma, fjölda hagsmunaaðila (sjá Skipulagsgerð fyrir hafnir og skilvirk þátttaka hagsmunaaðila), nærsamfélagi og umhverfi og þjóðhagsstærðum (sjá Greining á farmflæði).

Mynd1-majid

12.7.2022 Fagið : Spá um afköst hafna

Spálíkön fyrir afkastagetu hafna gegna mikilvægu hlutverki í skipulagningu og stjórnun hafnarinnviða. Ákvarðanir um nýjar fjárfestingar sem miða að því að auka afköst ættu að byggja á aukinni eftirspurn. Skert afkastageta getur haft áhrif á afkomu og þar af leiðandi samkeppnisstöðu hafnarinnar vegna þrengsla og lengingar á biðtíma. Á hinn bóginn leiðir umframgeta (e. overcapacity) til minni hagkvæmni í hafnarframkvæmdum.

Amedan

27.5.2022 Fagið : Greining á farmflæði

Greining á afköstum hafna er krefjandi verkefni þar sem hún inniheldur flókið samspil margs konar farmtegunda og annarra áhrifaþátta. Að bera kennsl á mikilvægustu farmtegundir hverrar hafnar er mikilvægt fyrir stefnumótun í skipulagi hafnarinnar og auðveldar rekstrarákvarðanir og hagkvæmari eignanýtingu. Rekstraráform og fjárfesting í hafnainnviðum ætti að stýrast af þörfinni fyrir tiltekna flutninga og uppskipun. Réttar fjárfestingarákvarðanir tengdar afkastagetu hafnar með tilliti til skilgreindrar farmgerðar hjálpa til við að vinna markaðshlutdeild og styrkja samkeppnisstöðu hafnarinnar.

5.4.2022 Fagið : Árangur hafnarskipulags

Hafnir eru hlið viðskipta og hafa veruleg áhrif á náttúrulegt umhverfi sitt sem og lífsgæði nærliggjandi samfélags. Skipulag hafna tengist fjölmörgum hagsmunaaðilum með ólík áhugasvið og hagsmuni sem vilja að hafnarskipulagið taki tillit til þeirra markmiða. Til að ná markmiðum hagsmunaaðila ætti árangur að vera skilgreindur í áætluninni. Hins vegar er það krefjandi verkefni að skilgreina árangur í hafnarskipulagi.