Nína Gall Jörgensen

  • Nína Gall Jörgensen
Byggingarverkfræðingur M.Sc. 

Helstu málefni


Nína er með M.Sc. gráðu í byggingarverkfræði frá Danmarks Tekniske Universitet (DTU), í Kaupmannahöfn. Nína hefur umfangsmikla reynslu í tölvuvæddum straumfræði hermunum (e. Computational Fluid Dynamics, CFD). 

Nína bjó í Danmörku og starfaði í 6 ár hjá Rambøll í Kaupmannahöfn við CFD hermun á meðal annars staðbundnu vindflæði, vindálögum á mannvirki, loftflæði og hitadreifingu í inniumhverfi og dreifingu á loftborinni mengun og útblæstri í andrúmsloftið. 

Nína hélt til Íslands og EFLU haustið 2018 og starfar á Byggingarsviði EFLU við greiningar á vindafari, CFD hermanir á staðbundnu vindafari í kringum mannvirki og greiningar á vindþægindum í borgarrýmum (e. pedestrian wind comfort).


Hljóðhönnun á Höfðatorgi

16.7.2019 Fagið : Vindafar í byggð

Taka þarf tillit til vindafars við hönnun bygginga og skipulags borgarsvæða. Mikilvægt er að hönnun leiði ekki af sér óþægilegar eða hættulegar aðstæður þar sem byggingar geta myndað staðbundna vindhröðun, vindstrengi og hvirfla sem geta verið óæskilegir fyrir notendur. En hvernig er hægt að herma vindflæði í kringum byggingar og meta vindaðstæður og áhrif þeirra á notendur? Við vörpum ljósi á málið í greininni.