Blogg

Ísingarvá á loftlínum á Íslandi
Flutnings- og dreifikerfi raforku verður fyrir mikilli áraun í veðurofsa og þegar mikil ísing hleðst á loftlínur. Þrjár megingerðir ísingar eru slydduísing, skýjaísing og frostregn. Hér á landi hefur slydduísing verið mesti skaðvaldurinn og hún getur myndast hvar sem er, en mismikið eftir svæðum. Tíðni og magn slydduísingar er meira á Íslandi en þekkist í öðrum löndum. Miklar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi á magni, tíðleika og eðli ísingar. Þær eru að frumkvæði Landsnets og undir umsjón Árna Jóns Elíassonar. EFLA hefur komið að ísingarrannsóknum fyrir orkufyrirtækin í um 40 ár. Á undanförnum árum hefur Belgingur einnig komið að þessum rannsóknum. Landsnet, EFLA og Belgingur hafa í sameiningu birt nokkrar greinar um ísingu á alþjóðlegum vettvangi.