Stefán Þór Kristinsson

  • Stefán Þór Kristinsson

Stefán útskrifaðist 2017 með meistaragráðu í efnaverkfræði frá EPFL í Sviss. Frá útskrift hefur hann unnið hjá EFLU við rannsóknar og þróunarvinnu. Þar hefur megináhersla hans verið í verkefnum tengdum orkuskiptum, vetnis- og rafeldsneytisframleiðslu ásamt fiskeldi. 

Frá áramótum 2020 hefur Stefán starfað á Samfélagssviði EFLU þar sem ýmiss konar verkefni tengd umhverfismálum hafa bæst við áherslusvið hans.


Hver er framtíð vetnis

30.11.2020 Framtíðin : Hver er framtíð vetnisknúinna bifreiða?

Í umræðu um framtíðareldsneyti er oft talað um annað hvort rafmagn eða vetni sem valkosti eða jafnvel sem andstæða póla sem lausnir í orkuskiptum fyrir bíla og önnur farartæki. Í raun eru þetta samverkandi þættir að hröðum orkuskiptum þar sem sameiginlegur lykill er rafmagnsmótorinn með mikilli orkunýtni og lítilli viðhaldsþörf.