Þröstur Thor Bragason

  • Þröstur Thor Bragason

Miðlunarfræðingur Cand.Sc.


Þröstur er með Cand.Sc. í miðlunarfræði frá Álaborgarháskóla og A.Sc. í teiknimyndagerð frá Full Sail University. Að auki lauk hann prófi í tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann hefur unnið við allt frá gerð þrívíðra tómata og karamellusprengja í Latabæ yfir í það að sjá um prófanir tengdar innleiðingu gjaldeyrisskiptakerfa í bönkum.

Í dag starfar Þröstur við verkefni tengd þrívíddargrafík hjá EFLU í víðasta mögulega skilningi orðsins og hefur m.a. komið að verkefnum á borð við talningu Vatnsdalshóla og gerði tölvuleik sem gerði notendum kleift að setja niður sínar eigin stikur til að reyna að telja hólana.

Þröstur hefur búið í Reykjavík, Knoxville, Orlando og Kaupmannahöfn, ýmist við nám eða störf. Þröstur hóf störf hjá EFLU á vormánuðum 2017.


13.6.2023 Framtíðin : Tíminn breytir öllu

Epic Games leikjaframleiðandinn stofnaði Epic Megagrants sjóðinn árið 2019 til að aðstoða leikjaframleiðendur og aðra fagaðila í afþreyingariðnaðinum, nemendur og forritara sem þóttu vera að gera spennandi hluti með Unreal Engine leikjavélinni.

Myndmæling hjá EFLU

24.8.2021 Fagið : Hvað eru stafrænir tvíburar?

Hugtakið stafrænir tvíburar er nýtt af nálinni og er það notað í samhengi við myndmælingar og framsetningu hluta í tölvu. Í þessu bloggi er fjallað um stafræna tvíbura, hvernig þeir eru búnir til, hvaða búnað þarf að nota, hver er ávinningurinn og helstu áskoranir.
HaptX hanskar

18.12.2018 Framtíðin : Sýndarveruleiki – byltingin handan við hornið

Tækniframfarir í sýndarveruleika hafa verið miklar síðustu árin en hvert hefur sú þróun leitt okkur og hvað þýða öll þessi tækniorð? Við tókum stöðuna og veltum fyrir okkur framtíðarpælingum tengdum sýndarveruleika.