Þröstur Thor Bragason
Miðlunarfræðingur Cand.Sc.
Þröstur er með Cand.Sc. í miðlunarfræði frá Álaborgarháskóla
og A.Sc. í teiknimyndagerð frá Full Sail University. Að auki lauk hann prófi í
tækniteiknun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hann hefur unnið við allt frá gerð þrívíðra tómata og
karamellusprengja í Latabæ yfir í það að sjá um prófanir tengdar innleiðingu
gjaldeyrisskiptakerfa í bönkum.
Í dag starfar Þröstur við verkefni tengd þrívíddargrafík hjá EFLU í víðasta mögulega skilningi orðsins og hefur m.a. komið að
verkefnum á borð við talningu Vatnsdalshóla og gerði tölvuleik sem gerði
notendum kleift að setja niður sínar eigin stikur til að reyna að telja hólana.
Þröstur hefur búið í Reykjavík, Knoxville, Orlando og
Kaupmannahöfn, ýmist við nám eða störf. Þröstur hóf störf hjá EFLU á vormánuðum
2017.