Blogg
Samfélagið
Fyrirsagnalisti

Tækifæri í stærstu áskorun samtímans
Framundan er gríðarlegt verkefni orkuskiptanna. Samfélög allra þjóða eiga það verkefni sameiginlegt, enda virða loftslagsmálin engin landamæri. Enginn er stikkfrí – allir þurfa að taka þátt.

Raforkuskortur gæti valdið 3,4% meiri losun

Getur loftræsing dregið úr smithættu?
Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um loftgæði í tengslum við myglu og rakavandamál í byggingum en nú hafa smitleiðir Covid-19 komið inn í umræðuna. Í kjölfarið hefur þeirri spurningu verið varpað fram hvort góð loftræsing dragi úr smithættu.

Notuð eða ný föt - skiptir þetta máli?
Vitundarvakning um neyslumynstur er mikilvæg leið til að draga úr kolefnisspori af mannavöldum. Í greininni er farið yfir einn lið neyslunnar, frá fata og textíliðnaðinum, og þær breytingar sem eru í farvatninu varðandi framleiðslu, áherslur og kauphegðun.

Umferð í samkomubanni
Áhrif samkomubanns á umferð hafa verið umtalsverð. Við vörpum ljósi á umferðarmælingar á höfuðborgarsvæðinu og hversu mikið umferðin hefur dregist saman milli vikna.

Um snjóflóðavarnir
Snjóflóð og varnargarðar hafa verið í umræðunni upp á síðkastið eftir að snjóflóð féllu á Flateyri. Mikilvægt er að efla uppbyggingu snjóflóðavarna á þeim stöðum sem búa við ógn af völdum snjóflóða og nýta þá fjármuni sem eru til í Ofanflóðasjóði. En að mörgu er að huga áður en hægt er að byggja slíka varnargarða og fara verður í gegnum ákveðið ferli sem tekur tíma áður en hægt er að reisa slík mannvirki.

Mikilvægi landtenginga fyrir umhverfi og öryggi
Mikil tækifæri eru fólgin í landtengingu skipa við bryggju, bæði út frá umhverfissjónarmiðum en ekki síður rafmagnsöryggisins vegna. Þannig er hægt að gera skip að vararafstöðvum við hafnir sem mætti nota í staðbundnu rafmagnsleysi. Förum nánar yfir málið.

Öruggara fjarskiptakerfi á landinu öllu
Flest okkar aka í dag í gegnum jarðgöng af öryggi, enda erum við oftar en ekki að sneiða hjá erfiðum fjallvegum og/eða vetrarstormum. Öryggið skapast hins vegar ekki að sjálfu sér en með samstilltu átaki síðustu ár hefur náðst gríðarmikill árangur í að bæta það. Jarðgöngin eru bundin skýrri reglugerð frá Evrópusambandinu sem marka heildaryfirsýn, samræmingu og öryggisráðstafanir. Hins vegar virðumst við vera vanbúin og án stefnumiða þegar kemur að því að byggja upp öflugt öryggis- og fjarskiptakerfi á öðrum stöðum landsins. Förum yfir málið og leggjum línurnar að öruggara fjarskiptakerfi.

Hvað er kolefnisspor?
Mikil vakning hefur orðið í umhverfis- og loftslagsmálum og eftirspurn eftir upplýsingum um umhverfisáhrif vöru eða þjónustu eykst sífellt. Til að draga úr neikvæðum loftslagsáhrifum geta fyrirtæki sett sér markmið um að minnka kolefnisspor eigin reksturs, þjónustu eða vöru. En hvað er kolefnisspor, hvernig er það reiknað út og hvaða forsendur liggja þar að baki?

Fimm hollráð til húseigenda
Mikilvægt er að sinna reglulegu viðhaldi og endurbótum á húsnæði en slíkt dregur úr líkum á rakaskemmdum auk þess sem vel við haldið húsnæði eykur bæði líftíma, virði og notagildi. Við höfum því tekið saman fimm hollráð fyrir húseigendur sem eru til þess fallin að draga úr líkum á rakaskemmdum og myndun gróa eða myglu í húsnæði.

Um endurvinnslu plasts og áskoranir í meðhöndlun
Plast er nánast allt í kringum okkur alla daga. En hvaðan kemur allt þetta plast, hvernig er það flokkað og hvaða máli skiptir endurvinnsla plasts? Fræðumst um málið.

Hvað er CE merking?
Af hverju skiptir máli að vara sé CE vottuð og hvað þarf að gera til að CE merkja? Skoðum málið í stuttri dæmisögu sem varpar ljósi á málið.

Ert þú eldklár fyrir jólin? Sjö góð ráð til að koma í veg fyrir eldsvoða
Hvernig má koma í veg fyrir eldsvoða á heimilum og hvað þarf að hafa í huga ef eldur verður laus? Teknar hafa verið saman nokkrar ráðleggingar til að draga úr áhættu á eldsvoða og einnig er bent á hvaða öryggisbúnað er nauðsynlegt að hafa á heimilum.

Grætur húsið þitt?
Þegar kalt og rakt er úti er algengt að hús gráti. Þannig má sjá vatn eða móðu við glugga, stundum bólgnar málning á veggjum og við útveggi liggja jafnvel taumar. Í greininni er að finna góð ráð til að lágmarka áhættu á rakaskemmdum og varpað er ljósi á hvers vegna hús gráta.

Geta ný hús staðið úti?
Umfjöllun um rakaskemmdir og myglu í húsnæði hefur verið áberandi á undanförnum árum. Ekki er ljóst hvort að aukin umræða sé tilkomin vegna aukins umfangs rakaskemmda eða vegna þeirrar vitundarvakningar um neikvæð heilsufarsáhrif rakaskemmda.