EFLA á Degi stafrænnar mannvirkjagerðar

EFLA býður upp á margskonar lausnir þegar kemur að stafrænni mannvirkjagerð.

  • Dagur-stafraenna-mannvirka-2

EFLA býður m.a. upp á þjónustu við að færa hönnunarlíkön yfir í sýndarveruleika. Greining á líkani getur einnig farið fram vélrænt og EFLA hefur hugbúnaðarlausnir til að árekstrargreina hönnunarlíkön.

Auk þess að bjóða upp á hönnun í BIM umhverfi býður EFLA upp á gerð stafrænna tvíbura (e. digital twins) ýmist með lidar skönnum eða myndavélum.

Dagur-stafraenna-mannvirka-3-minni

Lausnir í stafrænum mannvirkjum

- Sjá nánar 

Stafrænir tvíburar

- Sjá nánar 

Skönnun

- Sjá nánar 

Hnitsetning

- Sjá nánar 

Ástandsskoðun

- Sjá nánar
Stafrænn tvíburi Safns Einars Jónssonar

Eitt af verkefnum EFLU er varða stafræna mannvirkjagerð er gagnaöflun og úrvinnslatengd stafrænum tvíburum (e. Digital Twins). Þessa lausn má nýta í hverskyns BIM tilgangi. „Með stafrænum tvíburum fást hárnákvæm hnitsett módel sem gefa raunmynd af stöðu hlutar/verkefnis á þeirri stund sem gagnanna er aflað. Þessi gögn geta t.d. nýst til samanburðar á stöðu verkefnis/svæðis,” segir Þröstur Thor Bragason, miðlunarfræðingur hjá EFLU.

EFLA vann verkefni í samstarfi við Listasafn Einars Jónssonar sem snerist um að færa safnið í heild sinni í stafrænt form sem væri þá aðgengilegt hverjum þeim sem hefur aðgang að tölvu eða snjalltæki. „Útkoman er einstaklega vel heppnuð og gæti t.d. nýst vel við greiningu á viðhaldsþörf,” segir Þröstur Thor.

Sérfræðingar EFLU hafa mjög víðtæka þekkingu í gerð og meðhöndlun stafrænna tvíbura. „Viðfangsefni okkar eru allt frá risastórum samgöngumannvirkjum niður í stafræna tvíbura af styttum og öðrum listaverkum,“ segir Þröstur Thor að lokum.