Fréttir


Fréttir

100 MW Gas virkjun í Tanzaníu

15.5.2012

100 MW Gas virkjun, Ubungo Dar es Salaam, fyrir Tanesco (Tanzanian Electric Supply Company) Tanzaníu.
  • 100 MW Gas virkjun í Tanzaníu
Síðastliðið haust fóru tveir starfsmenn Verkfræðistofu Suðurlands til Tansaníu sem eftirlitsmenn og byggingastjórar við byggingu tengivirkis og gasorkuvers. Verkefnið stækkaði þegar komið var á staðinn þar sem gera þurfti hönnunarbreytingar á tengivirkinu svo koma mætti nýrri hönnun fyrir. Verkfræðistofa Suðurlands hefur einnig séð um að vinna sérteiknigar og teikningar fyrir yfirborðsfrágang og dren. Í febrúar tók Verkfræðistofa Suðurlands yfir byggingastjórnun verkefnisins.

Nú í maí var gastúrbína númer tvo gangsett með góðu gengi, en eftir að gas hefur verið sett í pípurnar þrengist um allar athafnir í nágrenninu. Í lok maí rennur út starfssamningur við Jacobsen Elektro AS en mikið hefur áorkast á þeim tíma þar sem starfsmenn okkar hafa verið á svæðinu.

Í Tanzaníu búa um 42 milljónir manna, þar af um 6 milljónir í Dar es Salaam. Þrátt fyrir þennan fjölda er opinber heildar raforkuframleiðsla landsins aðeins um 750 MW sem er heldur minna en Kárahnjúkavirkjun ein skilar. Þessi 100 MW sem nú bætast við eru því veruleg aukning.

tanzania