Fréttir


Fréttir: 2013

Fyrirsagnalisti

11.12.2013 : EFLA verkfræðistofa veitir sjö verkefnum styrk

Samfélagssjóður EFLU 2013
Verkfræðistofan EFLA hefur úthlutað í annað sinn úr Samfélagssjóði sínum. Lesa meira

26.11.2013 : Stefnumót á landsbyggðinni

Hafsteinn Helgason flytur fyrirlestur
Undanfarnar tvær vikur hefur EFLA verkfræðistofa sótt starfstöðvar sínar heim í tilefni af 40 ára afmæli EFLU. Boðið var til málstofu á Austur, Suður og Norðurlandi þar sem viðskiptavinum og samstarfsfólki var boðið að koma og hlusta á fjölbreyttar kynningar um forvitnileg og mikilvæg viðfangsefni. Hér að neðan má skoða kynningarnar og upplýsingar um fyrirlesarana. Lesa meira

25.10.2013 : VN verðlaunuð fyrir lofsvert lagnaverk 2012

Lofsvert lagnaverk
Dótturfyrirtæki EFLU, Verkfræðistofa Norðurlands, með Grétar Grímsson í broddi fylkingar hlaut verðlaun fyrir "LOFSVERT LAGNAVERK 2012". Lesa meira

24.10.2013 : EFLA kemur að endurskoðun aðalskipulags

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur samþykkt að ganga til samninga við ráðgjafahóp Teiknistofu arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar, EFLU verkfræðistofu og Landmótun, um vinnu við endurskoðun aðalskipulags Garðabæjar fyrir nýtt sameinað sveitarfélag. Lesa meira

16.10.2013 : Eflum ungar raddir

Samfélagssjóður EFLU var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og er úthlutað úr sjóðinum tvisvar á ári. Lesa meira

16.10.2013 : Umfangsmikið verkefni í Tyrklandi

Samningar við Zorlu Enerji AS
Undirritaður hefur verið samningur RARIK Orkuþróunar (RED) og EFLU verkfræðistofu við tyrkneska orkufyrirtækið Zorlu Enerji AS um virkjun jarðvarma við fjallið Nemrut í Austur-Tyrklandi. Lesa meira

10.10.2013 : EFLA verkfræðistofa verður á Arctic Circle

Reykjavík að næturlagi
Nýr alþjóðlegur vettvangur, Arctic Circle - Hringborð Norðurslóða, heldur sitt fyrsta þing í Hörpu dagana 12.-14. október. Það var Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson sem ásamt hópi forystufólks í málefnum Norðurslóða, hafði frumkvæði að stofnun þess. Lesa meira

24.9.2013 : EFLA og hátæknisetur Alvogen

Framleiðsla
Nýverið ákvað borgarráð að úthluta Háskóla Íslands lóð við Sæmundargötu 15-19 vegna Vísindagarða. Á lóðinni fyrirhugar alþjóðlega lyfjafyrirtækið Alvogen að reisa um ellefu þúsund fermetra byggingu, hátæknisetur, sem rekið verður sem hluti Vísindagarða Háskóla Ísland. Lesa meira

10.9.2013 : Gildi uppbyggingar flutningskerfis

Búrfellsvirkjun
EFLA verkfræðistofa hefur í samvinnu við Friðrik Má Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík, tekið saman skýrslu þar sem reynt er að meta það hversu mikils virði það er fyrir þjóðfélagið að halda áfram uppbyggingu flutningskerfis raforku. Lesa meira

30.8.2013 : Rannsóknir við Finnafjörð

Starfsmenn á sveitavegi
Allt frá árinu 2012 hefur EFLA unnið að málefnum hugsanlegrar Finnafjarðarhafnar með sveitarfélögunum Vopnafjarðarhreppi, Langanesbyggð og fyrirtækinu Bremenports í Þýskalandi. Lesa meira

28.8.2013 : EFLA verkhannar vindlundi fyrir Landsvirkjun

Undirritun samnings milli Mannvits og EFLU
Landsvirkjun og EFLA hafa skrifað undir samning um verkhönnun vindlunda (vindgarðana) á Hafinu við Búrfellsvirkjun. Hér er um að ræða fyrstu vindlundina sem hannaðir eru á Íslandi en fáeinar stakar vindmyllur hafa verið settar upp hér á landi. Lesa meira

10.7.2013 : Samanburður hávaðavísa

Samanburður Hávaðavísa
EFLA verkfræðistofa hlaut á vordögum styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til þess að vinna verkefnið Samanburður hávaðavísa - hljóðmælingar og greining. Lesa meira

2.7.2013 : Áhættu- og áfallaþolsgreining á óperugöngunum í Osló

Neðanjarðargöng
Norska vegagerðin hefur óskað eftir því að EFLA verkfræðistofa framkvæmi áhættugreiningu og áfallaþolsgreiningu vegna lengingar Óperuganganna (Operatunnelen) í miðborg Osló. Lesa meira

27.6.2013 : Forseti Íslands kynnir verkefni í Finnafirði

Rannsóknarskip frá Bremenports
Sveitarfélögin Langanesbyggð og Vopnafjarðarhreppur hafa gengið til samstarfs við Bremenports í Þýskalandi um rannsóknir og prófanir vegna mögulegrar uppbyggingar athafna- og hafnarsvæðis í Finnafirði. Lesa meira

19.6.2013 : Allir öruggir heim

Allir öruggir heim í vesti
Samfélagssjóður EFLU tók þátt í að styrkja verkefnið "Allir öruggir heim" sem er á vegum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar. Lesa meira

11.6.2013 : Sjö verkefni hljóta styrk úr Samfélagssjóði EFLU

Samfélagssjóður EFLU
Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði EFLU verkfræðistofu í fyrsta sinn. Lesa meira

7.6.2013 : EFLA vinnur að endurbótum í Borgartúni

Loftmynd af Borgartúni
EFLA verkfræðistofa, í samvinnu við landslagsarkitektastofuna Landmótun, hefur unnið að hönnun á endurbótum í Borgartúni fyrir Reykjavíkurborg. Lesa meira

27.5.2013 : EFLA fyrirmyndarfyrirtæki VR 2013

Mynd með Arinbirni, Ástu og Guðmundi
Samkvæmt niðurstöðum viðamikillar könnunar meðal félagsmanna VR og fjölda annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði var EFLA verkfræðistofa í sjötta sæti meðal stórra fyrirtækja og hlýtur því nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki VR 2013. Lesa meira

13.5.2013 : 40 ára afmælishóf EFLU

40 ára afmæli EFLU
Á dögunum héldum við upp á 40 ára afmæli EFLU verkfræðistofu með veglegu samkvæmi í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Höfðabakka 9. Vel var mætt en þegar mest lét voru um 700 gestir í húsinu. Lesa meira

8.5.2013 : EFLA veitir ráðgjöf um jarðgerð

EFLA veitir ráðgjöf um jarðgerð
Í tilefni af þeirri stefnumörkun og hugmyndavinnu sem unnin hefur verið undir nafninu "Grænt Kjalarnes" bauð umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar íbúum á Kjalarnesi til kynningar á jarðgerð og jarðgerðartunnum. Lesa meira

30.4.2013 : Hæsta einkunn í hæfnismati

Samgönguverkefni í Noregi
EFLA verkfræðistofa hefur nú undirritað sjötta rammasamninginn við norsku vegagerðina Statens Vegvesen. Hefur EFLA þá gert rammasamninga við Statens Vegvesen á fjórum af fimm svæðum Noregs á fjölbreyttum sviðum samgönguverkefna. Lesa meira

26.4.2013 : Flóðvarnir fyrir Kvosina

Loftmynd af Kvósinni
EFLA, í samvinnu við Landslag ehf, hlaut á dögunum styrk frá Viðlagatryggingu Íslands til að vinna verkefni um flóðvarnir fyrir Kvosina í Reykjavík. Borgaryfirvöld styrkja verkefnið einnig með mótframlagi. Lesa meira

24.3.2013 : Höfuðstöðvar EFLU fá BREEAM vottun

Breeam vottun EFLU
Höfuðstöðvar EFLU verkfræðistofu er fyrsta endurgerða byggingin á Íslandi sem hlýtur BREEAM vottun. BREEAM er alþjóðleg vottun á sjálfbærni bygginga og er samanburðarhæf um allan heim. Byggingin er í eigu Reita fasteignafélags og leigir EFLA húsnæðið. Lesa meira

22.3.2013 : Með samfélaginu í 40 ár

Samfélagssjóður EFLU grein
Unnið er að fjölda góðra hugmynda og verðugra verkefna í samfélaginu á degi hverjum. EFLA verkfræðistofa hefur í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins stofnað samfélagssjóð, sem nú leitar að málefnum til að styðja. Lesa meira

20.3.2013 : Samningur undirritaður við FLUOR

Alcoa Fjarðaál
EFLA hefur nú gert samning við FLUOR um aðstoð við framkvæmd hönnunar og aðra verkfræðiráðgjöf tengt fjárfestingaverkefnum hjá Alcoa Fjarðaál. Lesa meira

11.3.2013 : Brú yfir Fossvog

Brú yfir Fossvog
EFLA hefur verið ráðgjafi starfshóps Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar og Vegagerðarinnar um brú yfir Fossvog og skilaði starfshópurinn greinargerð sinni í síðustu viku. Hlutverk hópsins var að skoða legu og útfærslu brúar yfir Fossvog sem skuli fyrst og fremst þjóna vistvænum ferðamátum, gangandi og hjólandi umferð og mögulega strætisvögnum. Lesa meira

5.3.2013 : EFLA á IGC 2013 ráðstefnunni

Iceland Geothermal Conference
Ráðstefnan ICELAND GEOTHERMAL CONFERENCE 2013, er haldin um þessar mundir í Hörpu eða nánar tiltekið frá 5-8.mars. Lesa meira

1.2.2013 : Samið við EFLU um verkeftirlit með Vaðlaheiðargöngum

Undirritun samnings um Vaðlaheiðargöng
Í dag var undirritaður samningur milli Vaðlaheiðarganga hf og EFLU verkfræðistofu um verkeftirlit með framkvæmd Vaðlaheiðarganga. Eftirlitssamningurinn var gerður samhliða frágangi samnings Vaðlaheiðarganga hf við ÍAV og svissneska verktakann Marti um gerð ganganna. EFLA gerði tilboð í eftirlitsverkið í samvinnu við GeoTek og Verkfræðistofu Norðurlands. Lesa meira

14.1.2013 : Allt mögulegt í 40 ár

EFLA 40 ára
Á þessu ári fagnar EFLA verkfræðistofa 40 ára afmæli. Lesa meira

10.1.2013 : Hugmynd um gerð ísganga í Langjökli

Klaki
Á EFLU verkfræðistofu hefur verið unnið að nýsköpunarverkefni um gerð ísganga í Langjökli allt frá sumrinu 2010. Hugmyndin gengur út á að grafin verði manngeng göng nógu langt ofan í jökulísinn til að finna þéttan jökulís en talið er að hann sé að finna á um 30 m dýpi. Lesa meira

9.1.2013 : Stórri samgönguframkvæmd í Noregi lokið

Fjögurra akreina vegur við Solasplitten
Solasplitten, sem er 4 km langur vegur á Stavanger svæðinu í Noregi var nýverið opnaður fyrir umferð við hátíðlega athöfn. Það var norska vegagerðin (Statens vegvesen) sem sá um lagningu vegarins. Lesa meira