Fréttir


Fréttir: apríl 2014

Fyrirsagnalisti

30.4.2014 : Listaverk afhjúpað í dag

Styttur fyrir framan húsnæði CCP
Eitt af þeim verkefnum sem EFLA hefur fengist við er stjórnun á undirbúningi og uppsetningu listaverks sem einn fremsti listamaður Íslands, Sigurður Guðmundsson, hefur skapað fyrir leikjafyrirtækið CCP. Lesa meira

16.4.2014 : Umhverfisvöktun iðnaðarsvæðis á Grundartanga

Álver Norðuráls við Grundartanga í Hvalfirði
EFLA hefur tekið saman niðurstöður umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðiðsins á Grundartanga fyrir árið 2013. Þetta er fjórða árið í röð sem EFLA tekur saman niðurstöður þeirra sérfræðinga sem koma að vöktuninni. Norðurál og Elkem Ísland standa að vöktuninni sem fór fram samkvæmt umhverfisvöktunaráætlun sem gildir til ársins 2021. Lesa meira

9.4.2014 : Frágangur einangrunar í steyptum útveggjum

Mygla og fúi í lofti og veggjum
Nú nýverið kom saman hópur nokkurra helstu sérfræðinga landsins á sviði raka- og myglumála til þess að ræða þá þróun sem hefur átt sér stað í uppbyggingu steinsteyptra útveggja, einangraða að innanverðu. Markmið hópsins var að vekja athygli á áhættu í uppbyggingu steinsteyptra útveggja svo koma megi í veg fyrir áframhaldandi tjón af völdum rangrar útfærslu. Lesa meira

9.4.2014 : Rammasamningur í áhættugreiningu í Noregi

Landflutningar - Shutterstock
EFLA verkfræðistofa hefur gengið frá rammasamningi við norsku vegagerðina, Statens Vegvesen, um áhættugreiningar fyrir vegi og jarðgöng. Lesa meira

7.4.2014 : Borvatnsveita Þeystareykjavirkjunar

EFLA verkfræðistofa hefur tekið að sér hönnun og ráðgjöf við uppbyggingu borvatnsveitu fyrir fyrirhugaða 200 MWe jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar við Þeystareyki. Verkefnið snýr að hönnun vatnsveitu fyrir jarðbora á uppbyggingartíma virkjunarinnar ásamt því að útvega vinnubúðum virkjunarinnar köldu neyslu- og brunavatni. Lesa meira

7.4.2014 : Þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni

Þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni Borgarnesi
EFLA verkfræðistofa tók að sér hönnun og ráðgjöf við uppsetningu á kæli- og frystikerfi í þjónustumiðstöð N1 í Hyrnunni í Borgarnesi. Lesa meira

4.4.2014 : Öryggisáhættugreining vegna handritasýningar

Fornminjasýning
EFLA var fengin til að gera öryggisúttekt vegna handritasýningar á Landnámssýningu, en mikil áhersla er á öryggismál vegna handrita, þar sem um mestu gersemar þjóðarinnar er að ræða. Lesa meira