Fréttir


Fréttir: október 2014

Fyrirsagnalisti

31.10.2014 : Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle

Arctic circle 2015
Hringborð Norðurslóða "Arctic Circle" heldur sitt annað þing í Hörpunni nú um helgina. Þetta er einstakur alþjóðlegur vettvangur þar sem saman koma ólíkir aðilar til að ræða norðurslóðamál. Megin tilgangur þingsins er að skapa opinn og lýðræðislegan vettvang fyrir umræðu og samstarf um málefni Norðurslóða. Lesa meira

30.10.2014 : Mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu

Ferðahópur á Sprengisandi
Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Landsnets og er athugasemdafrestur til 20. nóvember næstkomandi. Lesa meira

24.10.2014 : Lofsvert Lagnaverk 2013

Lofsvert lagnaverk 2013
EFLA verkfræðistofa hlaut verðlaunin "Lofsvert Lagnaverk 2013" en verkið sem hlaut viðurkenningu Lagnafélags Íslands að þessu sinni var 4.000 fm nýbygging við verksmiðju- og skrifstofuhús Lýsis hf. á Granda í Reykjavík. Lesa meira

10.10.2014 : EFLA og Studio Granda vinna samkeppni

Göngubrú yfir Markarfljót við Þórsmörk
Tillaga EFLU og arkitektanna á Studio Granda varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar um nýja göngubrú á Markarfljót við Húsadal. Lesa meira