Fréttir


Fréttir: 2014 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

21.2.2014 : Steinsteypudagurinn 2014

Steypurannsóknir
Steinsteypudagurinn 2014 fer núna fram á Grand Hótel. Fjölmörg erindi verða flutt á ýmsum sviðum, þar á meðal frá EFLU. Lesa meira

17.2.2014 : Nýtt launaflsvirki Landsnets á Grundartanga

Launaflsvirki við Klafastaði
Á Klafastöðum á Grundartanga hefur Landsnet nú tekið í notkun nýtt launaflsvirki, thyristorstýrt SVC virki. Grundartangi er stærsti álagspunkturinn í kerfi Landsnets og truflanir á raforkuafhendingu þar geta haft mikil áhrif á rekstur alls kerfis Landsnets. Lesa meira

17.2.2014 : EFLA er framúrskarandi

Framúrskarandi fyrirtæki 2013
EFLA verkfræðistofa er í 46. sæti á lista Creditinfo 2013 í mati á fjárhagslegum styrk og stöðugleika fyrirtækja. EFLA er jafnframt eitt af 115 fyrirtækjum sem náð hafa þeim árangri að vera á listanum síðustu fjögur árin eða allt frá upphafi. Lesa meira

13.2.2014 : Hjólaleiðir hlutu nýsköpunarverðlaun

Hjólaleiðir á íslandi hlaut Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands
Verkefnið Hjólaleiðir á Íslandi hlaut í dag Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands. Verkefnið var unnið af starfsmönnum EFLU verkfræðistofu, þeim Evu Dís Þórðardóttur sem kemur frá Háskólanum í Reykjavík og Gísla Rafni Guðmundssyni sem kemur frá Háskólanum í Lundi. Leiðbeinendur þeirra voru þau Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Ólafur Árnason starfsmenn EFLU. Lesa meira

7.2.2014 : EFLA endurnýjar samninga við Statnett

420 kV háspennulína í Noregi
EFLA verkfræðistofa hefur undanfarin ár unnið að undirbúningi og hönnun vegna byggingar á 150 kílómetra, 420 kV háspennulínu sem Statnett er að fara að byggja í Norður Noregi. Nú fara framkvæmdir að hefjast við byggingu línunnar og fékk EFLA nú um áramótin endurnýjaða verksamninga í tengslum við verkefnið. Lesa meira

7.2.2014 : Vetrarhátíð Reykjavíkur og EFLA

Lýsingarhönnun á Vetrarhátíð í Reykjavík
Vetrarhátíð Reykjavíkur var sett í gær. Listaverk sem kallast "Styttur borgarinnar vakna" er ljóslistaverk sem tveir starfsmenn EFLU, þeir Kristján Gunnar Kristjánsson lýsingahönnuður og Arnar Leifsson rafiðnfræðingur unnu. Ljósverkið gengur út á það að nota margmiðlunartækni og RGB - LED lýsingu til að vekja stytturnar til lífs. Lesa meira

15.1.2014 : Framkvæmdum að ljúka við Búðarhálsvirkjun

Mælingar við Búðarhálsvirkjun
Búðarhálsvirkjun er virkjun í Tungnaá sem nýtir fallið í ánni frá frávatni Hrauneyjafossvirkjunar að Sultartangalóni. Með tilkomu Búðarhálsvirkjunar má segja að búið sé að fullnýta fall frá Þórisvatni niður fyrir Búrfell. Uppsett afl verður um 95 MW og orkugeta allt að 585 GWst á ári. Lesa meira

10.1.2014 : Öflugri EFLA

Nú um áramótin runnu Verkfræðistofa Norðurlands og Verkfræðistofa Suðurlands undir hatt EFLU verkfræðistofu en stofurnar hafa verið í fullri eigu EFLU undanfarin ár. Samstarf fyrirtækjanna hafa skilað mjög góðum árangri og verið öllum fyrirtækjunum til hagsbóta. Lesa meira

10.1.2014 : Eldvarnarmál - Höfðatorgsturninn

Turninn við Höfðatorg
Brunahönnun bygginga og reglubundið eftirlit með búnaði ásamt rýmingar- og viðbragðsæfinum er forsenda þess að tryggja öryggi fólks og eigna. EFLA hefur tekið að sér ráðgjöf varðandi uppsetningu á eigin eldvarnareftirliti fyrirtækja ásamt rýmingaráætlunum og æfingum. Eitt af þeim fyrirtækjum er turninn á Höfðatorgi þar sem EFLA var með brunahönnun byggingarinnar. Lesa meira

3.1.2014 : Áhættustjórnun og áhættumat í ferðaþjónustu

EFLA hefur í samvinnu við Ferðamálastofu unnið nýja útgáfu af ritinu "Öryggisáætlanir í ferðaþjónustu". Í því er skilgreint nýtt áhættustjórnunarkerfi fyrir ferðaþjónustuna til að auka öryggi og minnka áhættur, sem víða leynast í því umhverfi. Ritinu er ætlað að auðvelda ferðaþjónustufyrirtækjum, að auka öryggi fyrir þá þjónustu sem í boði er, óháð því í hvaða grein þau eru. Lesa meira
Síða 2 af 2