Fréttir


Fréttir: 2015

Fyrirsagnalisti

28.12.2015 : Leitum að liðsauka í verkefnastjórnun

Verkefnastjóri óskast
EFLA leitar að öflugum verkefnastjóra til starfa á verkefnastjórnunarsviði fyrirtækisins. Viðkomandi verður að hafa mikla þekkingu á byggingum og byggingastarfsemi og reynslu af verkefnastjórnun á því sviði. Lesa meira

22.12.2015 : Raforkuspá fyrir Ísland 2015-2050

Orkuspá
Raforkuhópur orkuspárnefndar hefur gefið út nýja spá um raforkunotkun hér á landi sem nær fram á miðja þessa öld en síðast gaf nefndin út slíka spá árið 2010. Áætluð notkun til lengri tíma litið er heldur meiri nú en í síðustu spá, sérstaklega notkun orkufreks iðnaðar (úttekt frá flutningskerfinu) enda er eins og í fyrri spám einungis tekið tillit til samninga sem gerðir hafa verið um slíka orkusölu þegar spáin er gerð. Lesa meira

21.12.2015 : Leitum að öflugum brúarverkfræðing

Brúarverkfræðing
EFLA leitar að öflugum byggingarverkfræðingi til starfa á brúasviði fyrirtækisins. Brúasvið er hluti af Samgöngusviði EFLU, sérhæft í brúarmannvikjum. Lesa meira

18.12.2015 : Nýr vegur í Noregi

KEISERÅS – OLSØY 2
Þann 19 október 2015 var opnaður seinni áfangi af nýjum 16,8 km vegi, fv. 715 milli Kesierås og Olsøy, í Norður og Suður Þrándarlögum í Noregi. Nýji vegurinn leysir af hólmi gamlan mjóan veg sem var með mörgum kröppum beygjum og blindhæðum. Gamli vegurinn var malbikaður en umferðaröryggið var slæmt. Lesa meira

17.12.2015 : Dokkan í heimsókn hjá EFLU

Áhugafólk um gæðastjórnun í Dokkunni
Áhugafólk um gæðastjórnun í Dokkunni kom í heimsókn til okkar hjá EFLU í gærmorgun og kynnti sér nýjustu útgáfu af ISO 14001 staðlinum um Umhverfisstjórnunarkerfi. Framsögumaður var Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur og sérfæðingur á umhverfissviði EFLU. Lesa meira

15.12.2015 : Nýsköpunarkeppni Nordic Innovation Center

Ylgarður
EFLA er meðal þátttakenda í nýsköpunarkeppni á vegum norrænu höfuðborganna fimm í samstarfi við Nordic Innovation, sem er norræn nýsköpunarstofnun. Keppnin snýst um að finna bestu tæknilegu lausnirnar til að styðja sjálfstætt líf, (The Nordic Independent Living Challenge) og er áherslan að þessu sinni á nýsköpun til að bæta líf eldri borgara. Lesa meira

13.12.2015 : Samfélagssjóður EFLU styrkir 10 verkefni

Samfélagssjóður EFLU 2015
Samfélagssjóður EFLU veitir nú sína sjöundu úthlutun. EFLA verkfræðistofa starfrækir samfélagssjóð sem hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu. Lesa meira

1.12.2015 : Mælingar við brúna yfir Eldvatn

Brú yfir Eldvatn
Undanfarið hefur EFLA á Suðurlandi unnið að mælingum og kortaflugi við brúna yfir Eldvatn í Skaftafellssýslu fyrir Vegagerðina. Lesa meira

30.11.2015 : Alþjóðleg vottun í CMSE

Elín Adda Steinarsdóttir
Á dögunum hlaut Elín Adda Steinarsdóttir vélaverkfræðingur hjá EFLU á Austurlandi alþjóðlega viðurkennda vottun í CMSE®- Certified Machinery Safety Expert eftir að hafa sótt námskeið sem haldið var á vegum Pilz og TUV nord í Finnlandi. Lesa meira

24.11.2015 : Brú yfir Úlfarsá á Fellsvegi

Úlfarsárbrú við Fellsveg
Um þessar mundir er Fellsvegur að taka á sig mynd í eystri hluta Úlfarsársdals. Lesa meira

23.11.2015 : Málþingið Betri byggingar, bætt heilsa

Betri byggingar, bætt heilsa
Á morgun, þriðjudaginn 24. nóv, fer fram málþingið Betri byggingar, bætt heilsa á Grand Hótel kl 13. Lesa meira

23.11.2015 : Flóðavarnir í Kvosinni

Áhættugreining flóða
EFLA hefur undanfarin misseri verið að kanna flóðahættu í Reykjavík og með hvaða hætti megi vernda byggð í Kvosinni. Skýrsla um málið, sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg, Viðlagatryggingu Íslands, Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóahafnir og Orkuveitu Reykjavíkur og í samvinnu við Studio Granda var gefin út nýlega. Lesa meira

18.11.2015 : Leitum að yfirmanni upplýsingatæknisviðs

Kerfisstjóri óskast
EFLA leitar að öflugum stjórnanda, sem jafnframt er reyndur tæknimaður, til að stýra upplýsingatæknisviði fyrirtækisins. Megin hlutverk þess er að reka og bera ábyrgð á tölvukerfi EFLU og veita starfsmönnum tölvuþjónustu. Lesa meira

16.11.2015 : EFLA undirritar loftlagsyfirlýsingu

Höfði
EFLA verkfræðistofa er meðal 103 íslenskra fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga sem skrifa undir yfirlýsingu um loftlagsmál. Lesa meira

9.11.2015 : Öryggi að leiðarljósi í ferðaþjónustu

Jöklaklifur
Böðvar Tómasson, fagstjóri bruna- og öryggissviðs, flutti erindi um skipulag í öryggismálum á Ferðamálaþingi sem haldið var í Hofi á Akureyri 28. október sl. Lesa meira

4.11.2015 : Nýr ISO 14001 staðall

Yfirlitsmynd af Reykjavík
Ný útgáfa umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001 tók gildi nú í október sem íslenskur og evrópskur staðall. Lesa meira

2.11.2015 : Kortlagning vegasalerna á þjóðveginum

Vegasalerni á Íslandi
Vorið 2015 fékk EFLA styrk frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar fyrir verkefnið "Kortlagning þarfar á salernisaðstöðu meðfram þjóðvegum Íslands". Lesa meira

15.10.2015 : Sólin er sest á Norræna húsið

Sólin sest á Norræna húsið
Traveling Sun er listrænt verkefni sem norsku listakonurnar Christine Istad og Lisa Pacini eru höfundar að. Verkefnið snýst um ferðalag skúlptúrsins SUN eða Sólin um norðrið, en Sólin hefur ferðast rúmlega 9.000 km um Noreg og England og er nú komin til Íslands. Lesa meira

15.10.2015 : Hringborð Norðurslóða - Arctic Circle

Arctic circle 2015
Hringborð Norðurslóða "Arctic Circle" verður sett í þriðja sinn í Hörpu nú um helgina 16-18.október. Lesa meira

3.10.2015 : Heilsa og Lífstíll

Heilsa og lífstíll 2015
Nú um helgina, 2-4 október fer fram sýningin Heilsa og Lífstíll. Lesa meira

29.9.2015 : Gegnumbrot í Norðfjarðargöngum

Norðfjarðargöng
Föstudaginn 25. September var "slegið í gegn" í Norðfjarðargöngunum. Þar hafa staðið yfir sprengingar við gangnagerðina síðan í mars 2014, en sprengt og grafið hefur verið beggja megin frá. Nú tekur við vinna við lokastyrkingu á göngunum, vinna við klæðningar, vegskála, tæknirými, lagnir og rafbúnað. Þegar göngin verða klár, verða þau tæpir 8km að lengd með vegskálum. Lesa meira

17.9.2015 : Hönnun skrautlýsingar

Lýsingarhönnun brúar í Kópavogi
Í tilefni evrópskrar samgönguviku í Kópavogi, var í gær 16. september, kveikt á skrautlýsingu brúarinnar yfir Fífuhvammsveg við Smáralind. Lýsingarhönnuðir EFLU voru fengnir til þess að útfæra lýsinguna í samstarfi við bæjarfulltrúa Kópavogs. Lesa meira

9.9.2015 : Hljóðvistarhönnun fyrir Sigurrós

Hljóðvistarhönnun fyrir Sigurrós
EFLA verkfræðistofa kom nýlega að gerð nýs hljóðvers fyrir hljómsveitina Sigurrós, þar sem sérfræðingar hljóðvistarsviðs EFLU útfærðu alhliða hönnun á hljóðvist rýmisins. Um er að ræða u.þ.b. 300 m2 rými sem hljómsveitin notar sem sína helstu vinnuaðstöðu frá degi til dags. Hljóðverið er staðsett í gömlu iðnaðarhúsnæði í Reykjavík. Lesa meira

1.9.2015 : Hönnun nýrrar stórskipahafnar í Nuuk

Nuuk
EFLA verkfræðistofa vinnur að hönnun nýrrar stórskipahafnar á Qeqertat í Nuuk, Grænlandi í alverktöku með danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff fyrir Sikuki A/S. Lesa meira

31.8.2015 : Verkefni í Finnafirði á áætlun

Veðurstöð í Finnafirði
Tvær sjálfvirkar veðurstöðvar voru nýverið settar upp í Finnafirði. Uppsetning þeirra er hluti af rannsóknarvinnu til að kanna forsendur fyrir byggingu stórskipahafnar í firðinum. Þýska fyrirtækið Bremenports ber kostnað af rannsóknunum. Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri viðskiptaþróunar EFLU, hefur umsjón með rannsóknunum hér á landi. Lesa meira

20.8.2015 : Hús og heilsa sameinast EFLU

HusOgheilsa
Hús og heilsa er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem sérhæfir sig í rannsóknum og ráðgjöf á innivist, raka og myglu í byggingum. Tilgangur fyrirtækisins var að vekja almenning og stjórnvöld til umhugsunar um mikilvægi innilofts, sérstaklega þar sem Íslendingar dvelja mikið innandyra. Fyrirtækið hefur verið algjörlega leiðandi á þessu sviði. Núna tæpum 10 árum síðar þá er komið að tímamótum.HusOgheilsa Lesa meira

18.8.2015 : Umhverfislegur ávinningur endurvinnslu glers

Endurvinnsla
EFLA verkfræðistofa hefur unnið mat á umhverfisáhrifum og umhverfislegum ávinningi af söfnun, útflutningi, flokkun og endurvinnslu umbúðaglers frá Íslandi. Lesa meira

17.8.2015 : Árlegt golfmót EFLU

Golfmót EFLU 2015
Árlegt golfmót EFLU verkfræðistofu var haldið síðastliðinn föstudag á hinum stórglæsilega 18 holu velli á Korpúlfsstöðum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. Lesa meira

12.8.2015 : Málþing um oxun metans

Urðunarstaðir
Næstkomandi föstudag, þann 14. ágúst mun EFLA ásamt Sambandi íslenskra sveitafélaga standa fyrir málþingi um oxun metans. Málþingið verður haldið í húsakynnum SORPU í Álftanesi og hefst kl 9:00. Lesa meira

24.7.2015 : Hvalir Íslands

Keikó
Nýverið var opnuð ný sýning Hvalir Íslands úti á Granda í Reykjavík, en um er að ræða stærstu hvalasýningu Evrópu. Þar eru til sýnis, í tæplega tvö þúsund fermetra sal, 23 líkön af þeim hvalategundum sem synda um Íslandsmið. Lesa meira

13.7.2015 : Eftirlit við framkvæmdir Þeistareykjavirkjunar

EFLA varð nýverið hlutskörpust í útboði á eftirlitsþjónustu með byggingum og veitum við Þeistareykjavirkjun. Lesa meira

1.7.2015 : Að gefnu tilefni - mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar

EFLA verkfræðistofa vann nýverið tvær greinargerðir um Reykjavíkurflugvöll. Þessar greinargerðir og niðurstöður þeirra hafa verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið og blandast þar inn í hið langvinna deilumál um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Verður hér gerð tilraun til að halda nokkrum staðreyndum um þessa vinnu EFLU til haga og leiðrétta rangfærslur sem komið hafa fram í umræðu um hana. Lesa meira

19.6.2015 : Uppbygging jarðhitaþekkingar í Kenýa

Jarðhitasvæði í Kenýa
EFLA verkfræðistofa og Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) hafa undirritað samstarfssamning um verkefni tengd jarðhita í Kenía. Verkefnið felur í sér að endurskoða hugmyndalíkan af Suswa jarðhitasvæðinu í Kenía, ákvarða staðsetningar á tilrauna borholum sem og að aðstoða og þjálfa starfsmenn Geothermal Development Company (GDC) við mælingar og smíði hugmyndalíkans fyrir jarðhitasvæði. Lesa meira

18.6.2015 : Science, policy and society

SRA Europe 2015
Böðvar Tómasson, fagstjóri Bruna- og öryggismála, hélt á mánudaginn síðastliðinn fyrirlestur á ráðstefnunni SRA-Europe 2015 í Maastricht í Hollandi. Lesa meira

16.6.2015 : EFLA hannar Hagahverfi á Akureyri

Hönnun Hagahverfis
EFLA verkfræðistofa hefur í vetur unnið að hönnun á 6. framkvæmdaáfanga Naustahverfis á Akureyri, svokölluðu Hagahverfi, og eru framkvæmdir um það bil að hefjast. Heildarlengd gatna í Hagahverfi er um 5 km og er verkefnið stærsta gatnagerðarframkvæmd á Akureyri um nokkurt skeið. Lesa meira

15.6.2015 : Uppbygging á ferðamannastöðum

Útsýnispallur á ferðamannastað
EFLA hefur á undanförnum misserum komið að hönnun útsýnis- og göngupalla á vinsælum ferðamannastöðum vítt og breytt um landið, í samstarfi við arkitektastofurnar Arkís arkitekta, Landmótun og Landform. Lesa meira

9.6.2015 : Ísgöngin formlega opnuð

Ísgöngin í Langjökli
Ísgöng­in í Lang­jökli voru opnuð þann 6.júní síðastliðinn. Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði göng­in með form­leg­um hætti með ísöxi þegar hún hjó í sund­ur ísklump í göng­un­um. Lesa meira

4.6.2015 : Samfélagssjóður EFLU styrkir níu verkefni

Samfélagssjóður EFLU 2015
Samfélagssjóður EFLU veitti nú í júní sína sjöttu úthlutun. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins en markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og veita styrki til verðugra verkefna. Lesa meira
Síða 1 af 2