Fréttir


Fréttir: september 2015

Fyrirsagnalisti

29.9.2015 : Gegnumbrot í Norðfjarðargöngum

Norðfjarðargöng
Föstudaginn 25. September var "slegið í gegn" í Norðfjarðargöngunum. Þar hafa staðið yfir sprengingar við gangnagerðina síðan í mars 2014, en sprengt og grafið hefur verið beggja megin frá. Nú tekur við vinna við lokastyrkingu á göngunum, vinna við klæðningar, vegskála, tæknirými, lagnir og rafbúnað. Þegar göngin verða klár, verða þau tæpir 8km að lengd með vegskálum. Lesa meira

17.9.2015 : Hönnun skrautlýsingar

Lýsingarhönnun brúar í Kópavogi
Í tilefni evrópskrar samgönguviku í Kópavogi, var í gær 16. september, kveikt á skrautlýsingu brúarinnar yfir Fífuhvammsveg við Smáralind. Lýsingarhönnuðir EFLU voru fengnir til þess að útfæra lýsinguna í samstarfi við bæjarfulltrúa Kópavogs. Lesa meira

9.9.2015 : Hljóðvistarhönnun fyrir Sigurrós

Hljóðvistarhönnun fyrir Sigurrós
EFLA verkfræðistofa kom nýlega að gerð nýs hljóðvers fyrir hljómsveitina Sigurrós, þar sem sérfræðingar hljóðvistarsviðs EFLU útfærðu alhliða hönnun á hljóðvist rýmisins. Um er að ræða u.þ.b. 300 m2 rými sem hljómsveitin notar sem sína helstu vinnuaðstöðu frá degi til dags. Hljóðverið er staðsett í gömlu iðnaðarhúsnæði í Reykjavík. Lesa meira

1.9.2015 : Hönnun nýrrar stórskipahafnar í Nuuk

Nuuk
EFLA verkfræðistofa vinnur að hönnun nýrrar stórskipahafnar á Qeqertat í Nuuk, Grænlandi í alverktöku með danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff fyrir Sikuki A/S. Lesa meira