Fréttir


Fréttir: desember 2015

Fyrirsagnalisti

28.12.2015 : Leitum að liðsauka í verkefnastjórnun

Verkefnastjóri óskast
EFLA leitar að öflugum verkefnastjóra til starfa á verkefnastjórnunarsviði fyrirtækisins. Viðkomandi verður að hafa mikla þekkingu á byggingum og byggingastarfsemi og reynslu af verkefnastjórnun á því sviði. Lesa meira

22.12.2015 : Raforkuspá fyrir Ísland 2015-2050

Orkuspá
Raforkuhópur orkuspárnefndar hefur gefið út nýja spá um raforkunotkun hér á landi sem nær fram á miðja þessa öld en síðast gaf nefndin út slíka spá árið 2010. Áætluð notkun til lengri tíma litið er heldur meiri nú en í síðustu spá, sérstaklega notkun orkufreks iðnaðar (úttekt frá flutningskerfinu) enda er eins og í fyrri spám einungis tekið tillit til samninga sem gerðir hafa verið um slíka orkusölu þegar spáin er gerð. Lesa meira

21.12.2015 : Leitum að öflugum brúarverkfræðing

Brúarverkfræðing
EFLA leitar að öflugum byggingarverkfræðingi til starfa á brúasviði fyrirtækisins. Brúasvið er hluti af Samgöngusviði EFLU, sérhæft í brúarmannvikjum. Lesa meira

18.12.2015 : Nýr vegur í Noregi

KEISERÅS – OLSØY 2
Þann 19 október 2015 var opnaður seinni áfangi af nýjum 16,8 km vegi, fv. 715 milli Kesierås og Olsøy, í Norður og Suður Þrándarlögum í Noregi. Nýji vegurinn leysir af hólmi gamlan mjóan veg sem var með mörgum kröppum beygjum og blindhæðum. Gamli vegurinn var malbikaður en umferðaröryggið var slæmt. Lesa meira

17.12.2015 : Dokkan í heimsókn hjá EFLU

Áhugafólk um gæðastjórnun í Dokkunni
Áhugafólk um gæðastjórnun í Dokkunni kom í heimsókn til okkar hjá EFLU í gærmorgun og kynnti sér nýjustu útgáfu af ISO 14001 staðlinum um Umhverfisstjórnunarkerfi. Framsögumaður var Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur og sérfæðingur á umhverfissviði EFLU. Lesa meira

15.12.2015 : Nýsköpunarkeppni Nordic Innovation Center

Ylgarður
EFLA er meðal þátttakenda í nýsköpunarkeppni á vegum norrænu höfuðborganna fimm í samstarfi við Nordic Innovation, sem er norræn nýsköpunarstofnun. Keppnin snýst um að finna bestu tæknilegu lausnirnar til að styðja sjálfstætt líf, (The Nordic Independent Living Challenge) og er áherslan að þessu sinni á nýsköpun til að bæta líf eldri borgara. Lesa meira

13.12.2015 : Samfélagssjóður EFLU styrkir 10 verkefni

Samfélagssjóður EFLU 2015
Samfélagssjóður EFLU veitir nú sína sjöundu úthlutun. EFLA verkfræðistofa starfrækir samfélagssjóð sem hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu. Lesa meira

1.12.2015 : Mælingar við brúna yfir Eldvatn

Brú yfir Eldvatn
Undanfarið hefur EFLA á Suðurlandi unnið að mælingum og kortaflugi við brúna yfir Eldvatn í Skaftafellssýslu fyrir Vegagerðina. Lesa meira