Fréttir: 2015 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

3.6.2015 : Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar 2014

Umhverfisskýrsla Landsvirkjunar 2014
EFLA verkfræðistofa hefur frá árinu 2006 unnið að gagnaúrvinnslu og textagerð fyrir umhverfisskýrslu Landsvirkjunar og séð um rýni hennar frá árinu 2010. Lesa meira

27.5.2015 : Sjónvarpsstöðin Hringbraut hjá EFLU

Hringbraut viðtal
Sjónvarpsstöðin Hringbraut kom í heimsókn til okkar á EFLU í síðustu viku til að kynnast betur heimi verkfræðinnar. Af nægu er að taka og því verða sýndir tveir þættir sem fjalla um starfsemi EFLU og þau fjölbreyttu verkefni sem starfsfólk okkar hefur komið að innanlands sem utan. Lesa meira

27.5.2015 : Fagfundur Samorku

Frárennsli regnvatns
Fagfundur Samorku verður haldinn á Hótel Borgarnesi í dag 28. og 29. maí. Lesa meira

26.5.2015 : Asfaltstöð á Reyðarfirði

EFLA verkfræðistofa vann nýlega að endurnýjun á stjórnkerfi asfaltstöðvar Vegagerðarinnar á Reyðarfirði. Lesa meira

21.5.2015 : Morgunfundur Vistbyggðaráðs

Úlfarsárbyggð
Vistbyggðaráð heldur opin morgunfund í Norræna húsinu í dag fimmtudaginn 21.maí milli 8:15-10:00. Lesa meira

20.5.2015 : Umhverfismats dagurinn

Yfirlitsmynd af Reykjavík
Árlegur umhverfismatsdagur Skipulagsstofnunar verður haldinn í sal Þjóðminjasafnsins eftir hádegi fimmtudaginn 21. maí næstkomandi. Lesa meira

6.5.2015 : Málþing um fráveitu

Þingvellir
Málþingið fer fram 8. maí kl. 9-12.15 í húsi Orkuveitu Reykjavíkur. Lesa meira

30.4.2015 : Umhverfi og iðnaður opinn fundur

Yfirlitsmynd Grundartanga í Hvalfirði
Í dag tekur EFLA þátt í opnum kynningarfundi um umhverfismál og framleiðslu á Grundartanga. Lesa meira

15.4.2015 : MBA nemar í verknámi

MBA nemar frá CASS Business School
Þessa vikuna dvelur hjá okkur hópur MBA nema frá CASS Business school í London, í tengslum við International Consultancy Week. Lesa meira

15.4.2015 : Brunavarnir bygginga - Námskeið EHÍ

Reglustika
Námskeiðið "Brunavarnir bygginga - ný byggingareglugerð" fer fram þriðjudaginn 21.04.15 hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. EFLA ásamt Mannvirkjastofnun standa fyrir námskeiðinu. Lesa meira

15.4.2015 : Stærstu manngerðu ísgöngin

Ísgöngin í Langjökli
EFLA hefur frá árinu 2010 unnið að undirbúningi Ísganga í Langjökli. Á fyrstu stigum verkefnisins var til athugunar hvort hugmyndin að svo stórum göngum hátt í Langjökli væri tæknilega og jöklafræðilega raunhæf. Erlend sambærileg verkefni voru könnuð og kostnaður við gerð ganganna metinn. EFLA þróaði verkefnið allt fram til ársloka 2013 þegar samið var um yfirtöku þess við fjárfestingarsjóð á sviði nýjunga í ferðaþjónustu á Íslandi. Lesa meira

14.4.2015 : Jarðstrengir á hærri spennu

Vorfundur Landsnets 2015
Vorfundur Landsnets 2015 var haldinn þann 9.apríl 2015 á Hilton Reykjavik Nordica um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi og nýjar áherslur félagsins, undir yfirskriftinni Rafvædd framtíð í sátt við samféla og umhverfi. Lesa meira

10.4.2015 : Dagur verkfræðinnar 2015

Dagur verkfræðinnar 2015
Dagur verkfræðinnar var haldinn í fyrsta sinn 10. apríl 2015 á Hilton Nordica hótel. Lesa meira

27.3.2015 : EFLA kom að sýningunni Landnámssögur - arfur í orðum

Íslensku fornritin
Laugardaginn 28. mars verður opnuð sýning í Borgarsögusafni sem heitir Landnámssögur - arfur í orðum . Á sýningunni, gefur að líta mörg hundruð ára gömul handrit sem rekja sögu fyrstu landnema Íslands en handritin eru fengin eru að láni hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þessi handrit eru ein dýrmætasta eign íslensku þjóðarinnar og því er mikilvægt að vel sé farið með þau. Lesa meira

20.3.2015 : Útboð - Urriðaholt - Norðurhluti 2. áfangi.

Reglustika
Garðabær, HS Veitur hf., Orkuveita Reykjavíkur - Veitur ohf. (OR Veitur), Gagnaveita Reykjavíkur ehf. (GR) og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Lesa meira

3.3.2015 : Fyrirlestur um flygildi

Drónaflug
Á morgun miðvikudaginn 4. mars mun Páll Bjarnason svæðisstjóri EFLU Suðurlands halda fyrirlestur um flygildi og notkun þeirra við náttúrurannsóknir Lesa meira

2.3.2015 : Málþing á vegum SAMGUS

SAMGUS og Garðyrkjufélag Íslands
Málþing á vegum SAMGUS og Garðyrkjufélags Íslands um trjágróður í þéttbýli var haldið 27. febrúar síðastliðinn. Lesa meira

2.3.2015 : Aðgerðir gegn klakamyndun á knattspyrnuvöllum

Ástand knattspyrnuvalla
Ráðstefna á vegum samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) var haldin helgina 13-14 febrúar í húsakynnum KSÍ í Laugardal. Lesa meira

26.2.2015 : Vinnustofa Grænu Orkunnar

Reykjavík að næturlagi
EFLA ásamt fjölda annarra fyrirtækja tók í dag þátt í vinnustofu um vistvæna haftengda starfsemi,sem haldin var af samtökunum Græna orkan í samstarfi við Stofnun Sæmundar Fróða, Hafið og Nordic Marina. Lesa meira

17.2.2015 : Áframhaldandi verkefni SENSE og EFLU

Harmonised Environmental Sustainability in the European food and drink chain
Nýlokið er þriggja ára Evrópuverkefni sem EFLA var þátttakandi í. Verkefnið, Harmonised Environmental Sustainability in the European food and drink chain eða SENSE, var styrkt af 7. rammaáætlun Evrópusambandsins. Lesa meira

17.2.2015 : Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2015

Íslenskir Þjóðstígar
Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur tilnefnt 5 verkefni til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands 2015 og er verkefnið "Íslenskir þjóðstígar": Stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi þar á meðal. Lesa meira

5.2.2015 : Vetrarhátíð Reykjavíkur 2015

Vetrarhátíð Reykjavíkur 2015
Vetrarhátíð er hátíð ljóss og myrkurs og verður haldin í tólfta sinn 5.-8. febrúar 2015. Lesa meira

5.2.2015 : EFLA framúrskarandi fimm ár í röð

Framúrskarandi fyrirtæki 2014
EFLA verkfræðistofa hlaut viðurkenninguna fimmta árið í röð, og er eitt af aðeins 100 fyrirtækjum sem náð hafa þessum árangri öll fimm árin frá upphafi þessa mats. Lesa meira

3.2.2015 : Vegna greinagerðar um Reykjavíkurflugvöll

Fokker 50 flugvél
EFLA verkfræðistofa vann nýverið tvær greinargerðir fyrir Isavia um Reykjavíkurflugvöll. Þessar greinargerðir og niðurstöður þeirra hafa verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið og blandast þar inn í hið langvinna deilumál um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri. Lesa meira

28.1.2015 : Öryggisvarnir handrita og ASIS

Íslensku fornritin
ASIS mun halda sína sjöttu ráðstefnu um öryggismál í Dubai í byrjun febrúar (Middle East Security Conference & Exhibition). ASIS eru stærstu öryggissamtök í heimi með yfir 38.000 meðlimi um allan heim. Lesa meira

23.1.2015 : Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarstjóra og iðnmeistara

Undirskrift
EFLA býður vottað gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarstjóra og iðnmeistara sem uppfyllir þær kröfur, sem kveðið er á um, í fyrrgreindri byggingarreglugerð nr. 160/2010. Kerfið er einfalt að uppfæra fyrir iðnmeistara með því að bæta við þeim gátlistum og eyðublöðum sem eiga við hverja iðngrein. Lesa meira

21.1.2015 : Leiðbeiningar um gerð gönguþverana

Hljóðvistarmælingar við Hraunbæ
Nýlega voru gefnar út leiðbeiningar um gerð gönguþverana en eins og margir vita eru þær jafn mismunandi og þær eru margar. Lesa meira
Síða 2 af 2