Fréttir


Fréttir: 2016

Fyrirsagnalisti

28.12.2016 : Staða salernismála á ferðamannastöðum - skýrsla þrjú

Ferðamannaskýrsla EFLU
Komin er út þriðja áfangaskýrslan sem EFLA vann fyrir Stjórnstöð ferðamála um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn á Íslandi. Í skýrslunum þremur hefur verið gerð úttekt á aðgengi ferðamanna og kostnaði við uppbyggingu og rekstur salernisaðstöðu við þjóðvegi landsins og ferðamannastaði. Lesa meira

15.12.2016 : Tíu verkefni fá styrk úr samfélagssjóði EFLU

Samfélagssjóður EFLU
Samfélagssjóður EFLU veitir nú sína níundu úthlutun. Samtals bárust 111 umsóknir að þessu sinni í alla flokka og hlutu 10 verkefni styrk. Samfélagssjóðurinn var stofnaður 2013 í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu. Alls hafa 57 frábær verkefni verið styrkt af sjóðnum. Lesa meira

14.12.2016 : Fyrsta húsið byggt úr íslenskum viði

Opnun Asparhúss
Asparhúsið í Vallanesi á Fljótsdalshéraði var vígt föstudaginn 25. nóvember síðastliðinn að viðstöddum aðstandendum, iðnaðarmönnum, hönnuðum og öðrum velunnurum verksins. Asparhúsið er fyrsta húsið á Íslandi sem byggt er alfarið úr íslenskum viði. Þannig er allur burðarviður, klæðningar og innréttingar úr íslensku timbri, aðallega úr ösp frá Vallanesi auk, lerkis og grenis. Lesa meira

28.11.2016 : Leitum að öflugum verkefnastjóra

Verkefnastjóri Óskast
Vegna góðrar verkefnastöðu og spennandi verkefna framundan leitar EFLA að öflugum verkefnastjóra til starfa á verkefnastjórnunarsviði fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka þekkingu á byggingum og byggingastarfsemi ásamt því að búa yfir mikilli reynslu af verkefnastjórnun. Vottun sem verkefnastjóri er kostur. Lesa meira

28.11.2016 : Spennandi störf á sviði umhverfis- og skipulagsmála

Spennandi störf á sviði umhverfis- og skipulagsmála

Hjá EFLU verkfræðistofu vinnur eitt færasta teymi landsins í ráðgjafarþjónustu á sviði umhverfis- og skipulagsmála.

Lesa meira

24.11.2016 : Höfðingjar í heimsókn til EFLU

Orkusenatið
Miklir höfðingjar heimsóttu EFLU þriðjudaginn 22. nóvember þegar Orkusenatið, félag orkumanna af eldri kynslóðinni, hélt félagsfund hjá okkur. Lesa meira

21.11.2016 : Samstarfssamningur um kolefnisjöfnun og umhverfismarkmið

Grænt fyrirtæki kolefnisminnkun
EFLA er eitt af 103 íslenskum fyrirtækjum sem hafa skrifað undir sameiginlega yfirlýsingu í loftslagsmálum um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Lesa meira

20.11.2016 : Spennandi starf fyrir bygginga- eða tæknifræðing

Bygginga- og tæknifræðing
EFLA leitar að öflugum starfsmanni á fagsviðið fasteignir og viðhald sem er hluti af byggingasviði EFLU. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni á sviði bygginga og mannvirkja, byggingaeðlisfræði, ástandsúttekta, viðhaldsráðgjafar, gerð útboðsgagna, verksamninga og eftirlit með viðhaldsframkvæmdum. Lesa meira

15.11.2016 : Global Compact sáttmáli og samfélagsskýrsla

Sjálfbærnisskýrsla EFLU 2015
EFLA hefur því skrifað undir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna og með því skuldbundið sig til að fylgja 10 grundvallarviðmiðum sáttmálans um samfélagslega ábyrgð. Lesa meira

11.11.2016 : Fjallaði um vistvæna hönnun og vottun bygginga

Samtök tæknimanna sveitarfélaga
Helga Jóhanna Bjarnadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs EFLU, var fengin til að fjalla um vistvæna hönnun og vottun bygginga á Íslandi á árlegum haustfundi SATS, samtaka tæknimanna sveitarfélaga. Lesa meira

2.11.2016 : EFLA með þrjú erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

Síðastliðinn föstudag, þann 28. október, hélt Vegagerðin rannsóknaráðstefnu sína í 15. sinn. Markmið ráðstefnunnar er að endurspegla afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs sem er unnið í vegamálum hér á landi. Lesa meira

25.10.2016 : Taka þátt í heimsmeistaramóti í utanvegahlaupi

Utanvegahlauparar EFLU
Við erum afar stolt af starfsmönnum EFLU. Nú eru þeir Guðni Páll Pálsson og Örvar Steingrímsson ásamt liðsfélaga sínum, Þorbergi Inga Jónssyni, að taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupi sem er haldið í Portúgal næstkomandi laugardag 29. október. Lesa meira

11.10.2016 : EFLA á Arctic Circle 2016

EFLA in the arctic ráðstefna
EFLA skipulagði málstofu á fjórðu Arctic Circle ráðstefnunni í október 2016. Lesa meira

10.10.2016 : Meðhöfundur og ritstjóri nýrrar bókar um umhverfismál

Urban landscaping bók
Magnús Bjarklind starfsmaður umhverfissviðs EFLU ritstýrði nýlega bókinni  "Urban Landscaping - as taught by nature".
Lesa meira

6.10.2016 : Nýtt öryggisskilti í Reynisfjöru

Skilti við Reynisfjöru

Annað öryggisskilti verður sett upp í Reynisfjöru í dag en fyrra skilti var sett upp í fjörunni þann 25. febrúar síðastliðinn.

Lesa meira

4.10.2016 : Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum

Sjálfbærnisskýrsla EFLU 2016
EFLA hefur frá árinu 2013 starfrækt samfélagssjóð sem veitir styrki til verðugra verkefna. Markmið sjóðsins er að láta gott af sér leiða og styðja uppbyggjandi verkefni í samfélaginu. Lesa meira

26.9.2016 : EFLA verður á Sjávarútvegssýningunni í Laugardalshöll

Sjávarútvegssýningin
Sjavarutvegssyningin EFLA hefur þjónustað íslenskan sjávarútveg um áratugaskeið og hafa verkefnin bæði verið fjölbreytt af gerð og umfangi. Þannig hefur EFLA átt aðkomu að ýmiskonar ráðgjöf og lausnum fyrir sjávarútveginn s.s. varðandi fiskeldi, stjórn- og eftirlitskerfi, hljóðvist, orkunýtingu, brunaráðgjöf, umhverfismál og margt fleira. Lesa meira

16.9.2016 : EFLA vinnur til Darc Awards verðlauna 2016

Darc awards 2016
EFLA verkfræðistofa vann fyrstu verðlaun Darc Awards 2016 fyrir lýsinguna í Ísgöngunum í Langjökli, "Into the glacier." Lesa meira

8.9.2016 : Brýr og göngustígar fyrir norsku vegagerðina

Göngubrú í Noregi
Undanfarin ár hefur EFLA haslað sér völl í Noregi og unnið fjölmörg áhugaverð verkefni. Meðal verkefna sem EFLA hefur séð um er hönnun göngubrúa og göngu- og hjólastíga fyrir Norsku vegagerðina í Osló. Lesa meira

5.9.2016 : Uppsjávarfrystihús Eskju á Eskifirði

Uppsjávarfrystihús Eskju
Framkvæmdir við byggingu uppsjávarfrystihúss ESKJU á Eskifirði miðar vel áfram og er nú þegar búið að reisa stálgrind hússins og klæðningar eru langt komnar Lesa meira

31.8.2016 : Viðbrögð vegna umfjöllunar um EFLU

Höfðabakki 9
Undanfarið hefur verið töluverð umfjöllun vegna aðkomu EFLU að verkefni fyrir Isavia tengt Reykjavíkurflugvelli. Lesa meira

30.8.2016 : EFLA með starfsstöð á Húsavík

Höfnin á Húsavík
EFLA opnaði starfsstöð á Húsavík á síðasta ári sem var ætlað að styrkja tengingu EFLU við svæðið en mikill uppgangur er á Húsavík um þessar mundir. Lesa meira

19.8.2016 : Umferðarstjórnunarkerfi EFLU í jarðgöngum í Færeyjum

Umferðarkerfi í Færeyjum
EFLA var fengin til að hanna umferðarstjórnunarkerfi í Árnafjarðargöngum (1.680 m) og Hvannasundsgöngum (2.120 m) í Færeyjum, en saman mynda þau nánast ein löng göng. Lesa meira

18.8.2016 : Árlegt golfmót EFLU fór fram á Grafarholtsvelli

Golfmót EFLU 2016
Árlegt golfmót EFLU var haldið föstudaginn 12 ágúst á Grafarholtsvelli. Afar góð þátttaka var á mótið en 93 kylfingar voru skráðir til leiks. Veðrið lék við þátttakendur og voru aðstæður allar hinar bestu. Lesa meira

17.8.2016 : Vísindagrein um sjálfbærnivísa

Sjálfbærnivísar
Dr. Sigrún María Kristinsdóttir, starfsmaður á umhverfissviði EFLU, er einn af höfundum vísindagreinar sem birt var nýverið í alþjóðlega vísindatímaritinu "Agriculture, Ecosystems and Environment." Greinin nefnist "Soil indicators for sustainable development: A transdisciplinary approach for indicator development using expert stakeholders" og fjallar um niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskóla Íslands á sjálfbærnivísum fyrir jarðveg. Lesa meira

15.8.2016 : Tillaga í alþjóðlegri samkeppni um Kársnes vakti athygli

Kársnes
Dr. Sigrún María Kristinsdóttir, starfsmaður á umhverfissviði EFLU, er einn af höfundum vísindagreinar sem birt var nýverið í alþjóðlega vísindatímaritinu "Agriculture, Ecosystems and Environment." Greinin nefnist "Soil indicators for sustainable development: A transdisciplinary approach for indicator development using expert stakeholders" og fjallar um niðurstöður rannsóknar sem gerð var við Háskóla Íslands á sjálfbærnivísum fyrir jarðveg. Lesa meira

15.7.2016 : EFLA AS í nýju húsnæði

EFLA AS
EFLA AS, dótturfyrirtæki EFLU í Noregi skrifaði í vikunni undir nýjan leigusamning til fimm ára. Lesa meira

14.7.2016 : EFLA í úrslitum Darc Awards

Ljósahönnun í Langjökli
EFLA verkfræðistofa er komin áfram í lýsingarkeppninni Darc Awards 2016 með verkefni í Ísgöngunum í Langjökli. Lesa meira

5.7.2016 : Umhverfismál og moltugerð hjá EFLU

Moltugerð
EFLA sýnir ábyrgð í umhverfismálum og hefur sett skýr markmið um að draga úr magni úrgangs sem fellur til hjá fyrirtækinu og auka endurvinnslu. Lesa meira

4.7.2016 : Staða salernismála á ferðamannastöðum - skýrsla tvö

Ferðamannaskýrsla 2016
Önnur áfangaskýrsla af þremur, um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn sem var unnin fyrir Stjórnstöð ferðamála, er komin út. Óskað var eftir ráðgjöf EFLU varðandi umfang á skorti á salernisaðstöðu um landið og forgangsröðun staða þar sem fjölgun salerna fyrir ferðamenn er nauðsyn. Lesa meira

30.6.2016 : Snæfellsstofa fær BREEAM fullnaðarvottun

Snæfellsstofa
Í síðustu viku varð Snæfellsstofa, gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs að Skriðuklaustri, fyrsta nýbyggingin á Íslandi til að hljóta fullnaðarvottun af breska umhverfisvottunarkerfinu BREEAM. Áður hafði byggingin fengið umhverfisvottun BREEAM á hönnunartíma. Lesa meira

29.6.2016 : EFLA kemur að skipulagningu Grímunnar

Gríman 2016
EFLA þjónustar breiðan hóp viðskiptavina og kemur að fjölbreyttum verkefnum á ýmsum stigum með mismunandi hætti. Lesa meira

28.6.2016 : Besta vísindagreinin árið 2015

Malbikshönnun
Þorbjörg Sævarsdóttir, starfsmaður á samgöngusviði EFLU, ásamt Sigurði Erlingssyni, prófessor hjá Háskóla Íslands, eru höfundar bestu vísindagreinar ársins 2015 sem birtist í alþjóðlega tímaritinu "Road Materials and Pavement Design". Greinin nefnist "Modelling of responses and rutting profile of a flexible pavement structure in a heavy vehicle simulator test" og er hluti af doktorsverkefni Þorbjargar frá Háskóla Íslands. Lesa meira

22.6.2016 : EFLA lokar kl. 15:45 í dag

Íslenski Fáninn
Áfram Ísland! Lesa meira

21.6.2016 : Framkvæmdum við kísilmálmverksmiðju á Bakka miðar vel áfram

Kísilmálmverksmiðja á Bakka við Húsavík
Um þessar mundir rís kísilmálmverksmiðja að Bakka við Húsavík sem PCC mun starfrækja. Þar hefur EFLA verið í leiðandi hlutverki við ráðgjöf og hönnun verksmiðjunnar, en SMS Group og M+W Germany hanna og byggja verksmiðjuna í álverktöku. Lesa meira

20.6.2016 : Íslensku lýsingarverðlaunin komu í hlut EFLU

Ljósahönnun á brú yfir Fífuhvammsveg
EFLA verkfræðistofa hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin 2015 fyrir lýsingarhönnun brúarinnar við Fífuhvammsveg í Kópavogi en sjö verkefni voru tilnefnd. Brúin tengir verslunarmiðstöðina Smáralind við verslunar- og skrifstofuturninn við Smáratorg. Arkís arkitektar hönnuðu brúna og voru einnig þátttakendur í lýsingarhönnuninni. Lesa meira

13.6.2016 : Hjólreiðagarpar EFLU taka þátt í Wow Cyclothon

Wow cyclothon 2016
Annað árið í röð tekur EFLA þátt í WOW Cyclothon sem fer fram dagana 15. til 17. júní. EFLA verður með eitt lið, EFLA cycling team, sem samanstendur af 10 öflugum hjólreiðagörpum. Hópurinn hefur æft sig af kappi undanfarnar vikur og er farinn að hlakka mikið til keppninnar. Hjólað verður hringinn í kringum landið í boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skiptast á að hjóla. Lesa meira

9.6.2016 : EFLA á alþjóðlegri brunaráðstefnu

úðastútur
Nýverið kynntu tveir starfsmenn EFLU verkfræðistofu, Atli Rútur Þorsteinsson og Böðvar Tómasson, nýja fræðigrein um brunahönnun frystigeymslna á brunahönnunarráðstefnu SFPE (Society of Fire Protection Engineers), sem eru alþjóðleg samtök brunaverkfræðinga. Lesa meira

3.6.2016 : EFLA með hæstu einkunn á norðurlöndunum í hönnun háspennulína

Háspennulínur
Á Norðurlöndunum hafa opinber fyrirtæki gjarnan valið fáeina aðila til að sinna ákveðinni þjónustu og er valið á þjónustuaðilum gert á grundvelli útboðs á svokölluðum rammasamningum sem eru oft til 2-5 ára. Lesa meira
Síða 1 af 2