Fréttir


Fréttir: júní 2016

Fyrirsagnalisti

30.6.2016 : Snæfellsstofa fær BREEAM fullnaðarvottun

Snæfellsstofa
Í síðustu viku varð Snæfellsstofa, gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs að Skriðuklaustri, fyrsta nýbyggingin á Íslandi til að hljóta fullnaðarvottun af breska umhverfisvottunarkerfinu BREEAM. Áður hafði byggingin fengið umhverfisvottun BREEAM á hönnunartíma. Lesa meira

29.6.2016 : EFLA kemur að skipulagningu Grímunnar

Gríman 2016
EFLA þjónustar breiðan hóp viðskiptavina og kemur að fjölbreyttum verkefnum á ýmsum stigum með mismunandi hætti. Lesa meira

28.6.2016 : Besta vísindagreinin árið 2015

Malbikshönnun
Þorbjörg Sævarsdóttir, starfsmaður á samgöngusviði EFLU, ásamt Sigurði Erlingssyni, prófessor hjá Háskóla Íslands, eru höfundar bestu vísindagreinar ársins 2015 sem birtist í alþjóðlega tímaritinu "Road Materials and Pavement Design". Greinin nefnist "Modelling of responses and rutting profile of a flexible pavement structure in a heavy vehicle simulator test" og er hluti af doktorsverkefni Þorbjargar frá Háskóla Íslands. Lesa meira

22.6.2016 : EFLA lokar kl. 15:45 í dag

Íslenski Fáninn
Áfram Ísland! Lesa meira

21.6.2016 : Framkvæmdum við kísilmálmverksmiðju á Bakka miðar vel áfram

Kísilmálmverksmiðja á Bakka við Húsavík
Um þessar mundir rís kísilmálmverksmiðja að Bakka við Húsavík sem PCC mun starfrækja. Þar hefur EFLA verið í leiðandi hlutverki við ráðgjöf og hönnun verksmiðjunnar, en SMS Group og M+W Germany hanna og byggja verksmiðjuna í álverktöku. Lesa meira

20.6.2016 : Íslensku lýsingarverðlaunin komu í hlut EFLU

Ljósahönnun á brú yfir Fífuhvammsveg
EFLA verkfræðistofa hlaut Íslensku lýsingarverðlaunin 2015 fyrir lýsingarhönnun brúarinnar við Fífuhvammsveg í Kópavogi en sjö verkefni voru tilnefnd. Brúin tengir verslunarmiðstöðina Smáralind við verslunar- og skrifstofuturninn við Smáratorg. Arkís arkitektar hönnuðu brúna og voru einnig þátttakendur í lýsingarhönnuninni. Lesa meira

13.6.2016 : Hjólreiðagarpar EFLU taka þátt í Wow Cyclothon

Wow cyclothon 2016
Annað árið í röð tekur EFLA þátt í WOW Cyclothon sem fer fram dagana 15. til 17. júní. EFLA verður með eitt lið, EFLA cycling team, sem samanstendur af 10 öflugum hjólreiðagörpum. Hópurinn hefur æft sig af kappi undanfarnar vikur og er farinn að hlakka mikið til keppninnar. Hjólað verður hringinn í kringum landið í boðsveitarformi þar sem liðsfélagar skiptast á að hjóla. Lesa meira

9.6.2016 : EFLA á alþjóðlegri brunaráðstefnu

úðastútur
Nýverið kynntu tveir starfsmenn EFLU verkfræðistofu, Atli Rútur Þorsteinsson og Böðvar Tómasson, nýja fræðigrein um brunahönnun frystigeymslna á brunahönnunarráðstefnu SFPE (Society of Fire Protection Engineers), sem eru alþjóðleg samtök brunaverkfræðinga. Lesa meira

3.6.2016 : EFLA með hæstu einkunn á norðurlöndunum í hönnun háspennulína

Háspennulínur
Á Norðurlöndunum hafa opinber fyrirtæki gjarnan valið fáeina aðila til að sinna ákveðinni þjónustu og er valið á þjónustuaðilum gert á grundvelli útboðs á svokölluðum rammasamningum sem eru oft til 2-5 ára. Lesa meira