Fréttir


Fréttir: desember 2016

Fyrirsagnalisti

28.12.2016 : Staða salernismála á ferðamannastöðum - skýrsla þrjú

Ferðamannaskýrsla EFLU
Komin er út þriðja áfangaskýrslan sem EFLA vann fyrir Stjórnstöð ferðamála um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn á Íslandi. Í skýrslunum þremur hefur verið gerð úttekt á aðgengi ferðamanna og kostnaði við uppbyggingu og rekstur salernisaðstöðu við þjóðvegi landsins og ferðamannastaði. Lesa meira

15.12.2016 : Tíu verkefni fá styrk úr samfélagssjóði EFLU

Samfélagssjóður EFLU
Samfélagssjóður EFLU veitir nú sína níundu úthlutun. Samtals bárust 111 umsóknir að þessu sinni í alla flokka og hlutu 10 verkefni styrk. Samfélagssjóðurinn var stofnaður 2013 í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu. Alls hafa 57 frábær verkefni verið styrkt af sjóðnum. Lesa meira

14.12.2016 : Fyrsta húsið byggt úr íslenskum viði

Opnun Asparhúss
Asparhúsið í Vallanesi á Fljótsdalshéraði var vígt föstudaginn 25. nóvember síðastliðinn að viðstöddum aðstandendum, iðnaðarmönnum, hönnuðum og öðrum velunnurum verksins. Asparhúsið er fyrsta húsið á Íslandi sem byggt er alfarið úr íslenskum viði. Þannig er allur burðarviður, klæðningar og innréttingar úr íslensku timbri, aðallega úr ösp frá Vallanesi auk, lerkis og grenis. Lesa meira