Fréttir


Fréttir: 2017

Fyrirsagnalisti

22.12.2017 : Sigurvegari í samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands

Vinningshafar rammaskipulags Vífilsstaðalands

Garðabær efndi til samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands, byggðar austan Reykjanesbrautar við Hnoðraholt og Vífilsstaði. EFLA verkfræðistofa, arkitektastofan Batteríið og landslagsarkitektastofan Landslag sendu sameiginlega tillögu í keppnina sem var valin sigurvegari samkeppninnar.

Lesa meira

19.12.2017 : Opnunartími yfir hátíðirnar

Gleðilega hátíð frá EFLU
Við óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þökkum ánægjulegt samstarf á árinu sem er að líða.

Upplýsingar um opnunartíma skrifstofu EFLU yfir jólahátíðina má sjá hér fyrir neðan. Lesa meira

13.12.2017 : Samfélagssjóður EFLU veitir úthlutun til 8 verkefna

Samfélagssjóður EFLU 2017 seinni úthlutun

Samfélagssjóður EFLU veitti sína elleftu úthlutun í dag. Að þessu sinni bárust 77 umsóknir í alla flokka og hlutu 8 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Lesa meira

12.12.2017 : Umhverfismál rædd á loftslagsfundi

Loftslagsráðstefna í Hörpu - EFLA

Reykjavíkurborg og Festa héldu loftslagsfund í Hörpu föstudaginn 8. desember. Þetta er í annað sinn sem slíkur fundur var haldinn en áætlað er að viðburðurinn fari fram árlega.

Lesa meira

29.11.2017 : Konur í orkumálum í heimsókn

Konur í orkumálum - heimsókn til EFLU

Félag kvenna í orkumálum kom í heimsókn til EFLU þriðjudaginn 28. nóvember. Starfsfólk EFLU af orkusviði og umhverfissviði sagði frá áhugaverðum verkefnum sem fyrirtækið er að fást við. 

Lesa meira

27.11.2017 : Finnafjarðarverkefnið kynnt á ráðstefnu í Skotlandi

Hafsteinn Helgason á ráðstefnu Arctic Circle 2017

Í síðustu viku fór fram ráðstefna í Edinborg um þátttöku Skotlands í þróun Norðurslóða, en Arctic Circle – Hringborð Norðurslóða hélt ráðstefnuna í samvinnu við ríkisstjórn Skotlands. Hafsteinn Helgason hjá EFLU flutti þar erindi um Finnafjarðarverkefnið. 

Lesa meira

24.11.2017 : Framkvæmdum við Glerárvirkjun II miðar vel áfram

Glerárvirkjun 2

Síðastliðið ár hafa framkvæmdir við Glerárvirkjun II staðið yfir og miðar þeim vel áfram. Virkjunin verður 3,3 MW og mun hún anna um 17% af almennri orkuþörf Akureyrar. 

Lesa meira

21.11.2017 : Fráveitumál rædd hjá Samorku

Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna hjá EFLU

Samorka hélt hádegisverðarfund þar sem farið var yfir stöðu, uppbyggingu og áskoranir fráveitumála á landinu. Sérfræðingar í fráveitumálum fluttu erindi og fjölluðu um málefnið á breiðum grundvelli. Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna hjá EFLU, tók þátt í fundinum og fjallaði um stöðu fráveitna og framtíðarhorfur. 

Lesa meira

20.11.2017 : Þeistareykjavirkjun gangsett

Þeistareykjavirkjun - EFLA

Þeistareykjavirkjun, jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar, var formlega gangsett föstudaginn 17. nóvember. 

Lesa meira

16.11.2017 : Kolefnisspor íslenskrar steinullar metið

Steinull-2

EFLA gerði vistferilsgreiningu fyrir steinull framleidda hjá Steinull hf á Sauðárkróki. Vistferilsgreiningar eru m.a. notaðar til að reikna kolefnisspor eða vistspor vöru og þjónustu og er greiningin sú fyrsta sem unnin hefur verið fyrir íslenskt byggingarefni.

Lesa meira

15.11.2017 : Opnun Norðfjarðarganga

Norðfjarðargöng

Þann 11. nóvember síðastliðinn voru Norðfjarðargöng opnuð fyrir almenna umferð. Með tilkomu ganganna er leiðin milli Neskaupsstaðar og Eskifjarðar stytt um fjóra kílómetra. EFLA sá um hönnun og ráðgjöf allra kerfa jarðganganna eins og rafkerfi, stjórnkerfi, lýsing, fjarskiptakerfi, loftræsing, neyðarstjórnun og öryggismál.

Lesa meira

7.11.2017 : Vinningstillaga um nýjan Skerjafjörð

Nýr Skerjafjörður

Reykjavíkurborg efndi til lokaðrar hugmyndaleitar að rammaskipulagi fyrir framtíðaruppbyggingu á þróunarreit í Skerjafirði. 

Ask arkitektar, EFLA og Landslag mynduðu þverfaglegt teymi varðandi útfærslu á svæðinu og bar tillagan sigur úr býtum. 

Lesa meira

3.11.2017 : Íslenski ferðaklasinn í heimsókn

Ferðaklasinn 4
Við fengum góða gesti í heimsókn fimmtudaginn 2. nóvember þegar aðildafélagar að Íslenska ferðaklasanum komu á morgunverðarfund hjá okkur. Aðildafélagarnir koma frá breiðum og fjölbreyttum hópi sem starfa við ferðaþjónustu. Hópurinn hittist reglulega til að miðla þekkingu og reynslu sinni og kynnast betur þeim fyrirtækjum sem mynda Íslenska ferðaklasann.  Lesa meira

2.11.2017 : Framkvæmdir eru hafnar við smíði nýrrar göngu- og hjólabrúar við Ullevaal, Noregi

EFLA hefur hannað nýja göngu- og hjólabrú sem rísa á við Ullevaal þjóðarleikvanginn í Osló og eru framkvæmdir hafnar við smíði brúarinnar. 

Lesa meira

1.11.2017 : EFLA með þrjú erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Síðastliðinn föstudag, þann 27. október, hélt Vegagerðin sextándu rannsóknaráðstefnu sína. Markmið ráðstefnunnar er að endurspegla afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs sem er unnið í vegamálum hér á landi.

Lesa meira

18.10.2017 : Umhverfisfyrirtæki ársins valið

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent 12. október síðastliðinn og var Icelandair hótel valið umhverfisfyrirtæki ársins. 

Lesa meira

15.10.2017 : Samfélagsskýrsla EFLU 2016 er komin út

Samfélagsskýrsla EFLU 2016

EFLA er aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur skuldbundið sig til að fylgja þeim grundvallarviðmiðum sáttmálans um samfélagslega ábyrgð. 

Viðmiðin snúa að mannréttindum, umhverfi, vinnumarkaði og aðgerðum gegn spillingu.

Lesa meira

13.10.2017 : EFLA tekur þátt í Arctic Circle

Arctic Circle

Arctic Circle alþjóðleg ráðstefna um Norðurslóðir verður haldin í fimmta skipti þann 13.-15. október í Hörpu. EFLA hefur tekið þátt í Arctic Circle frá upphafi og komið að skipulagningu ýmissa málstofa sem þar fara fram. 

Lesa meira

11.10.2017 : Sýndarveruleiki EFLU vekur eftirtekt á Tæknideginum

Sýndarveruleiki EFLU  - þrívíddarhönnun

Tæknidagur fjölskyldunnar er árlegur viðburður sem er tileinkaður tækni, vísindum, sköpun og þróun á Austurlandi. Tæknidagurinn er á vegum Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað og fór fram 7. október síðastliðinn. 

Lesa meira

9.10.2017 : Staða og framtíðarhorfur innviða

EFLA verkfræðistofa

Samtök iðnaðarins og Félag ráðgjafarverkfræðinga hafa gefið út skýrslu sem fjallar um ástand innviða á Íslandi. Innviðir eru skilgreindir sem flugvellir, fráveitur, hitaveitur, vatnsveitur, vegir, hafnir, úrgangsmál, orkuvinnsla, orkuflutningar og fasteignir ríkis og sveitarfélaga. 

Lesa meira

6.10.2017 : Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum

Samfélagssjóður EFLU

EFLA veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna með því markmiði að styðja við farsæla þróun samfélagsins, lífsgæði og fjölbreytt mannlíf. 

Lesa meira

5.10.2017 : Spennandi starf fyrir byggingarverkfræðing eða tæknifræðing

EFLA leitar að liðsauka

Vegna aukinna umsvifa óskar EFLA eftir að ráða í starf á orkusviði og leitar að byggingarverkfræðingi eða tæknifræðingi með þekkingu á burðarþolshönnun.

Lesa meira

26.9.2017 : Mislæg gatnamót í Hafnarfirði

Mislæg gatnamót Reykjanesbraut og Krísuvíkurvegur - eftir 2

Framkvæmdir við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði standa nú sem hæst. Gerð gatnamótanna er hluti af tvöföldun Reykjanesbrautar á kaflanum frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi.

EFLA kom að verkefninu með fjölbreyttum hætti og sá meðal annars um heildarhönnun fjögurra akreina vegar.

Lesa meira

22.9.2017 : Ný stórskipahöfn í Nuuk

Stórskipahöfn í Nuuk

Fyrsta stórskipahöfn Grænlendinga var opnuð í Nuuk í sumar og markar nýja höfnin þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins sem til þessa hefur liðið fyrir plássleysi og þ.a.l. afmörkuð viðskiptatækifæri. 

Með tilkomu stærri hafnar skapast því frekari tækifæri til að auka efnahags- og atvinnumöguleika Grænlendinga. 

Lesa meira

19.9.2017 : Rekstrarsvið EFLU leitar að bókara

Ert þú hárnákvæmur bókari? Við erum að leita að öflugum bókara á rekstarsvið EFLU.

Lesa meira

18.9.2017 : Jarðgangagerð hafin í Dýrafjarðargöngum

Dýrafjarðargöng

Jarðgangagerð í Dýrafjarðargöngum hófst þann 14. september þegar Jón Gunnarsson samgönguráðherra sprengdi fyrsta formlega skotið í göngunum. 

Göngunum er ætlað að bæta vegasamband á milli Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslu og mun framkvæmdin stytta Vestfjarðarveg um 27,4 km.

Lesa meira

8.9.2017 : Fjölmennt EFLU þing um lýsingarhönnun

EFLU þing

EFLU þingið LED byltingin…. og hvað svo? var haldið í morgun, föstudaginn 8. september. Markmið með EFLU þingi er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni og málefni líðandi stundar. 

Að þessu sinni var umræðuefnið lýsingarhönnun með LED tækninni, en síðustu áratugi hefur LED tæknin þróast hraðar en nokkur tækni á sviði lýsingar, og um að ræða eina mestu byltingu í lýsingartækni frá upphafi.

Lesa meira

5.9.2017 : Fastmerki í Rangárþingi

Fastmerki í Rangárþingi

Undanfarið hafa starfsmenn EFLU á Suðurlandi unnið að uppsetningu nýrra fastmerkja á Hellu og Hvolsvelli í samstarfi við sveitarfélögin Rangárþing Eystra og Rangárþing Ytra. Fastmerki eru notuð sem viðmiðunarpunktar fyrir mælitæki við landmælingar. 

Lesa meira

29.8.2017 : Heimur hitaútgeislunar á Vísindasetrinu

Vísindasetur á Akureyrarvöku

Síðastliðinn laugardag fór Akureyrarvaka fram og Vísindasetur ungu kynslóðarinnar var haldið í Hofi. EFLA verkfræðistofa er einn af aðalstyrktaraðilum Vísindasetursins og hefur tekið þátt síðustu þrjú árin. Á kynningarbásnum okkar kynntum við til leiks heim hitaútgeislunar og hvernig hægt er að greina hitastig út frá innrauða litrófinu.

Lesa meira

28.8.2017 : EFLU þing LED byltingin..... og hvað svo?

EFLA verkfræðistofa heldur málþing undir heitinu EFLU þing. Markmiðið er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni og málefni líðandi stundar. Að þessu sinni er haldið EFLU þing sem ber yfirskriftina: LED byltingin.. og hvað svo?

Lesa meira

26.8.2017 : Erum við að leita að þér?

EFLA leitar að liðsauka
Tvö spennandi störf laus til umsóknar, annars vegar á fagsviðið Raforkukerfi og hins vegar á fagsviðið Fasteignir og viðhald.  Lesa meira

16.8.2017 : EFLA og Klappir hefja samstarf

EFLA og Klappir hefja samstarf um heildstæðar lausnir í umhverfismálum til viðskiptavina. Samstarfið felur í sér að EFLA veitir ráðgjöf varðandi umhverfis- og mælalausnir og Klappir útvegar umhverfishugbúnað til slíkra lausna.

Lesa meira

14.8.2017 : Árlegt golfmót EFLU

Golfmót EFLU

Hið árlega golfmót EFLU fór fram á Korpunni föstudaginn 11. ágúst við frábærar aðstæður í blíðskaparviðri.

Lesa meira

7.7.2017 : Uppruni svifryks í Reykjavík að stærstum hluta frá umferð

Svifryk í Reykjavík

EFLA verkfræðistofa hefur staðið að rannsókn á uppruna svifryks í Reykjavík sem styrkt var af  rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar. 

Lesa meira

29.6.2017 : Fyrsta námskeiði Vísindaskóla unga fólksins að ljúka

Forritun við Vísindaskóla Unga fólksins

Vísindaskóli unga fólksins er verkefni sem Samfélagssjóður EFLU styrkti nú á vordögum. Vísindaskólinn er fyrir áhugasöm og fróðleiksfús börn á aldrinum 11-13 ára með það að leiðarljósi að bjóða upp á fræðandi og skemmtilega afþreyingu.

Lesa meira

27.6.2017 : Margildi hlýtur hin virtu iTQi(International Taste & Quality Institute) Superior Taste Award fyrir síldarlýsið sitt.

Margildi hlýtur iTQi (International Taste & Quality institude) Superior Taste Award

Þetta er mikil viðurkenning og mun nýtast Margildi vel enda eru verðlaunin hliðstæð Michelin stjörnum veitingageirans.

Lesa meira

19.6.2017 : EFLA hlýtur verðlaun í hugmyndasamkeppni um nýtingu lághitavatns

Hafsteinn Helgason verðlaun

EIMUR stóð nýlega fyrir samkeppni um nýtingu lágvarma á Norðurlandi eystra. EFLA lagði fram tillögu og hafnaði hún í öðru sæti í keppninni. Alls bárust 14 tillögur í samkeppnina. 

Lesa meira

14.6.2017 : Sjö verkefni fá styrk úr samfélagssjóði EFLU

Samfélagssjóður EFLU

Samfélagssjóður EFLU veitir nú sína tíundu úthlutun. Samtals bárust 109 umsóknir að þessu sinni í alla flokka og hlutu 7 verkefni styrk.
Samfélagssjóðurinn var stofnaður 2013 í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins og hefur að markmiði að styðja jákvæð og uppbyggileg verkefni í samfélaginu. Alls hafa 64 frábær verkefni verið styrkt af sjóðnum.


Lesa meira

27.5.2017 : Liðsauki óskast á Selfoss

EFLA leitar að liðsauka

EFLA leitar að öflugum starfsmanni á starfstöð félagsins á Selfossi. Starfið felur í sér vinnu við stafræna kortagrunna, gerð lóðablaða, landskipta- og deiliskipulagsáætlana auk tilfallandi landmælinga.

Lesa meira

26.5.2017 : Viðurkenning fyrir Lofsvert lagnaverk

Viðurkenning forseta Íslands Lagnaverk

EFLA hlaut viðurkenningu fyrir „Lofsvert lagnaverk 2016“ en verkið sem Lagnafélag Íslands lofaði að þessu sinni var hátæknisetrið Alvotech i Vatnsmýri.

Lesa meira
Síða 1 af 2