Fréttir


Fréttir: september 2017

Fyrirsagnalisti

26.9.2017 : Mislæg gatnamót í Hafnarfirði

Mislæg gatnamót Reykjanesbraut og Krísuvíkurvegur - eftir 2

Framkvæmdir við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í Hafnarfirði standa nú sem hæst. Gerð gatnamótanna er hluti af tvöföldun Reykjanesbrautar á kaflanum frá Kaldárselsvegi að Krýsuvíkurvegi.

EFLA kom að verkefninu með fjölbreyttum hætti og sá meðal annars um heildarhönnun fjögurra akreina vegar.

Lesa meira

22.9.2017 : Ný stórskipahöfn í Nuuk

Stórskipahöfn í Nuuk

Fyrsta stórskipahöfn Grænlendinga var opnuð í Nuuk í sumar og markar nýja höfnin þáttaskil fyrir atvinnulíf landsins sem til þessa hefur liðið fyrir plássleysi og þ.a.l. afmörkuð viðskiptatækifæri. 

Með tilkomu stærri hafnar skapast því frekari tækifæri til að auka efnahags- og atvinnumöguleika Grænlendinga. 

Lesa meira

19.9.2017 : Rekstrarsvið EFLU leitar að bókara

Ert þú hárnákvæmur bókari? Við erum að leita að öflugum bókara á rekstarsvið EFLU.

Lesa meira

18.9.2017 : Jarðgangagerð hafin í Dýrafjarðargöngum

Dýrafjarðargöng

Jarðgangagerð í Dýrafjarðargöngum hófst þann 14. september þegar Jón Gunnarsson samgönguráðherra sprengdi fyrsta formlega skotið í göngunum. 

Göngunum er ætlað að bæta vegasamband á milli Barðastrandar- og Ísafjarðarsýslu og mun framkvæmdin stytta Vestfjarðarveg um 27,4 km.

Lesa meira

8.9.2017 : Fjölmennt EFLU þing um lýsingarhönnun

EFLU þing

EFLU þingið LED byltingin…. og hvað svo? var haldið í morgun, föstudaginn 8. september. Markmið með EFLU þingi er að fræða og skapa grundvöll fyrir umræðu um samfélagsleg málefni og málefni líðandi stundar. 

Að þessu sinni var umræðuefnið lýsingarhönnun með LED tækninni, en síðustu áratugi hefur LED tæknin þróast hraðar en nokkur tækni á sviði lýsingar, og um að ræða eina mestu byltingu í lýsingartækni frá upphafi.

Lesa meira

5.9.2017 : Fastmerki í Rangárþingi

Fastmerki í Rangárþingi

Undanfarið hafa starfsmenn EFLU á Suðurlandi unnið að uppsetningu nýrra fastmerkja á Hellu og Hvolsvelli í samstarfi við sveitarfélögin Rangárþing Eystra og Rangárþing Ytra. Fastmerki eru notuð sem viðmiðunarpunktar fyrir mælitæki við landmælingar. 

Lesa meira