Fréttir


Fréttir: nóvember 2017

Fyrirsagnalisti

29.11.2017 : Konur í orkumálum í heimsókn

Konur í orkumálum - heimsókn til EFLU

Félag kvenna í orkumálum kom í heimsókn til EFLU þriðjudaginn 28. nóvember. Starfsfólk EFLU af orkusviði og umhverfissviði sagði frá áhugaverðum verkefnum sem fyrirtækið er að fást við. 

Lesa meira

27.11.2017 : Finnafjarðarverkefnið kynnt á ráðstefnu í Skotlandi

Hafsteinn Helgason á ráðstefnu Arctic Circle 2017

Í síðustu viku fór fram ráðstefna í Edinborg um þátttöku Skotlands í þróun Norðurslóða, en Arctic Circle – Hringborð Norðurslóða hélt ráðstefnuna í samvinnu við ríkisstjórn Skotlands. Hafsteinn Helgason hjá EFLU flutti þar erindi um Finnafjarðarverkefnið. 

Lesa meira

24.11.2017 : Framkvæmdum við Glerárvirkjun II miðar vel áfram

Glerárvirkjun 2

Síðastliðið ár hafa framkvæmdir við Glerárvirkjun II staðið yfir og miðar þeim vel áfram. Virkjunin verður 3,3 MW og mun hún anna um 17% af almennri orkuþörf Akureyrar. 

Lesa meira

21.11.2017 : Fráveitumál rædd hjá Samorku

Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna hjá EFLU

Samorka hélt hádegisverðarfund þar sem farið var yfir stöðu, uppbyggingu og áskoranir fráveitumála á landinu. Sérfræðingar í fráveitumálum fluttu erindi og fjölluðu um málefnið á breiðum grundvelli. Reynir Sævarsson, fagstjóri fráveitna hjá EFLU, tók þátt í fundinum og fjallaði um stöðu fráveitna og framtíðarhorfur. 

Lesa meira

20.11.2017 : Þeistareykjavirkjun gangsett

Þeistareykjavirkjun - EFLA

Þeistareykjavirkjun, jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar, var formlega gangsett föstudaginn 17. nóvember. 

Lesa meira

16.11.2017 : Kolefnisspor íslenskrar steinullar metið

Steinull-2

EFLA gerði vistferilsgreiningu fyrir steinull framleidda hjá Steinull hf á Sauðárkróki. Vistferilsgreiningar eru m.a. notaðar til að reikna kolefnisspor eða vistspor vöru og þjónustu og er greiningin sú fyrsta sem unnin hefur verið fyrir íslenskt byggingarefni.

Lesa meira

15.11.2017 : Opnun Norðfjarðarganga

Norðfjarðargöng

Þann 11. nóvember síðastliðinn voru Norðfjarðargöng opnuð fyrir almenna umferð. Með tilkomu ganganna er leiðin milli Neskaupsstaðar og Eskifjarðar stytt um fjóra kílómetra. EFLA sá um hönnun og ráðgjöf allra kerfa jarðganganna eins og rafkerfi, stjórnkerfi, lýsing, fjarskiptakerfi, loftræsing, neyðarstjórnun og öryggismál.

Lesa meira

7.11.2017 : Vinningstillaga um nýjan Skerjafjörð

Nýr Skerjafjörður

Reykjavíkurborg efndi til lokaðrar hugmyndaleitar að rammaskipulagi fyrir framtíðaruppbyggingu á þróunarreit í Skerjafirði. 

Ask arkitektar, EFLA og Landslag mynduðu þverfaglegt teymi varðandi útfærslu á svæðinu og bar tillagan sigur úr býtum. 

Lesa meira

3.11.2017 : Íslenski ferðaklasinn í heimsókn

Ferðaklasinn 4
Við fengum góða gesti í heimsókn fimmtudaginn 2. nóvember þegar aðildafélagar að Íslenska ferðaklasanum komu á morgunverðarfund hjá okkur. Aðildafélagarnir koma frá breiðum og fjölbreyttum hópi sem starfa við ferðaþjónustu. Hópurinn hittist reglulega til að miðla þekkingu og reynslu sinni og kynnast betur þeim fyrirtækjum sem mynda Íslenska ferðaklasann.  Lesa meira

2.11.2017 : Framkvæmdir eru hafnar við smíði nýrrar göngu- og hjólabrúar við Ullevaal, Noregi

EFLA hefur hannað nýja göngu- og hjólabrú sem rísa á við Ullevaal þjóðarleikvanginn í Osló og eru framkvæmdir hafnar við smíði brúarinnar. 

Lesa meira

1.11.2017 : EFLA með þrjú erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

Rannsóknarráðstefna Vegagerðarinnar

Síðastliðinn föstudag, þann 27. október, hélt Vegagerðin sextándu rannsóknaráðstefnu sína. Markmið ráðstefnunnar er að endurspegla afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs sem er unnið í vegamálum hér á landi.

Lesa meira