Fréttir


Fréttir: maí 2018

Fyrirsagnalisti

30.5.2018 : Endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar

Aðalskipulag Bláskógabyggðar

EFLA hefur undanfarið unnið að endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Í því er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, íbúðabyggð, sumarhúsabyggð, ýmiss konar atvinnusvæði, verndar­svæði o.fl. 

Lesa meira

29.5.2018 : Verðlaun í hugmyndasamkeppni um varmaorku

Hugmyndasamkeppni varmaorka

Nýverið stóðu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Orka náttúrunnar fyrir hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. EFLA verkfræðistofa með Hafstein Helgason, sviðsstjóra viðskiptaþróunar, í forsvari sendi inn tillögu í samkeppnina sem vann til verðlauna. 

Lesa meira

23.5.2018 : Samfélagsskýrsla EFLU 2017 er komin út

Samfélagsskýrsla EFLU 2017_nytt

EFLA hefur gefið út sína þriðju skýrslu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. Í skýrslunni er leitast við að taka saman á einum stað helstu áherslur fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð á árinu 2017. 

Lesa meira

18.5.2018 : EFLU-þing á Akureyri: Hvernig líður okkur í byggingum?

EFLU-þing Akureyri

Þann 7. júní fer fram EFLU-þing á Akureyri og verður fjallað um áhrif innivistar á heilnæmi bygginga og líðan fólks. Staðreyndin er að við verjum að jafnaði 90% af tíma okkar innandyra og því skiptir miklu máli fyrir heilsu og vellíðan að innivistin sé góð.

Lesa meira

16.5.2018 : Málefni veitufyrirtækja rædd á Fagþingi Samorku

Fagþing Samorku

Fagþing Samorku um málefni veitufyrirtækja, þ.e. hita- vatns- og fráveitna, verður haldið 23.-25. maí í Hveragerði. Starfsfólk EFLU á sviði veitumála sækir ráðstefnuna og flytja þar fjögur erindi. 

Lesa meira

11.5.2018 : Seinni vélasamstæða Þeistareykjavirkjunar gangsett

Þeistareykir

Framkvæmdum við nýjustu jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar, Þeistareykjavirkjun, er að ljúka og eru báðar 45 MWe vélasamstæður virkjunarinnar komnar í rekstur. EFLA kom að verkefninu og sá m.a. um framkvæmdaeftirlit með byggingu stöðvarhúss, lagningu gufuveitu og forritun stjórnkerfis.

Lesa meira

11.5.2018 : Göngubrú í Noregi komið fyrir

Nygardsbroen Bergen

Þann 3. maí var ný stálbrú hífð á sinn stað við Nygårdstangen í Bergen eftir að hafa verið flutt í heilu lagi með skipi frá Póllandi þar sem hún var smíðuð. Brúin sem er 72 m löng göngu- og hjólabrú vegur 155 tonn. 

Lesa meira

9.5.2018 : Tilnefning til Norrænu lýsingarverðlaunanna

Raufarhólshellir

Lýsingarhönnun EFLU í Raufarhólshelli hefur verið tilnefnd til Norrænu lýsingarverðlaunanna en tvö íslensk lýsingarverkefni hlutu tilnefningu. Hitt verkefnið er lýsingarhönnun í Lava eldfjallamiðstöð á Hvolsvelli. Á bak við Norrænu lýsingarverðlaunin, Nordisk Lyspris, standa samtök ljóstæknifélaga á Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. 

Lesa meira

9.5.2018 : Stelpur í tækni

Stelpur í tækni - heimsókn til EFLU

Þann 3. maí síðastliðinn tók EFLA á móti hóp ungra stúlkna úr 9. bekk í Rimaskóla í tengslum við verkefnið „Stelpur og tækni“. Verkefnið er á vegum Háskólans í Reykjavík, Ský og Samtaka iðnaðarins. Stelpum er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki með það að markmiði að  vekja áhuga þeirra á þeim ýmsu möguleikum sem eru fyrir hendi í tækninámi og störfum.

Lesa meira

1.5.2018 : Viðurkenning fyrir lagnaverk

20180429_Lofsvert-Lagnaverk

EFLA hefur hlotið viðurkenninguna „Lofsvert lagnaverk 2017“ fyrir hönnun á lagna- og loftræsikerfi í höfuðstöðvum Marel í Garðabæ. Það er Lagnafélag Íslands sem veitir árlega viðurkenningar fyrir vel unnið lagnaverk. 

Lesa meira