Fréttir


Fréttir: október 2018

Fyrirsagnalisti

30.10.2018 : EFLA flytur höfuðstöðvar sínar

Flutningar L4

EFLA verkfræðistofa hefur flutt höfuðstöðvar sínar að Lynghálsi 4 í Reykjavík. Um er að ræða endurnýjað skrifstofuhúsnæði á fimm hæðum, alls um 7.200 fermetra.

Lesa meira

30.10.2018 : Stálvirki nýrrar göngubrúar í Noregi reist

Ullevaal
Um helgina var reist stálvirki í lengsta haf nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Ring 3 stofnbrautina í Osló. EFLA hannaði brúna og hefur gegnt lykilhlutverki í undirbúningi framkvæmdarinnar. Reising þessa hluta brúarinnar er einn veigamesti verkþátturinn, ekki síst vegna þess að loka þurfti Ring 3, en um stofnbrautina aka yfir 60.000 ökutæki á dag. Lesa meira

24.10.2018 : Alþjóðleg ráðstefna um vatnsaflsvirkjanir

Hydro exhibition team Iceland

EFLA, ásamt samstarfsaðilum frá Íslandi á sviði vatnsaflsvirkjana, tók þátt í alþjóðlegu sýningunni, Hydropower & Dams, sem fór fram í Gdansk, Póllandi í síðustu viku. Markmið með þátttökunni var að kynna íslenska sérfræðiþekkingu á sviði hönnunar og ráðgjafar á vatnsaflsvirkjunum.

Lesa meira

19.10.2018 : Niðurstöður talningar á Vatnsdalshólum

Vatnsdalshólar og EFLA

Þá er komið að því sem margir hafa beðið eftir. Vatnsdalshólarnir í Austur-Húnavatnssýslu hafa verið taldir út frá tveimur skilgreiningum. Getspakir landsmenn fengu tækifæri á að giska á fjöldann í Facebook-leik EFLU og liggja úrslitin fyrir. 

Lesa meira

19.10.2018 : Hönnunarmöstur í Noregi

Power in balance at EFLA

Við vinsælan ferðamannastað í Noregi, Kjerag í Rogalandi, hafa risið þrír háir turnar sem saman mynda sérhannað háspennulínumastur efst í fjalls­hlíðinni. Starfsmenn EFLU í Noregi og á Íslandi ásamt Widenoja Design höfðu veg og vanda að hönnun turnanna fyrir Statnett en fleiri aðilar komu að hönnun bergundirstaðanna.

Lesa meira

18.10.2018 : Sjálfbær þróun í fiskeldi rædd á Arctic Circle

Arctic Circle

Alþjóðleg ráðstefna um Norðurslóðir, Arctic Circle, fer fram í Hörpu dagana 19.-21. október. EFLA hefur tekið þátt í ráðstefnunni frá upphafi og stendur fyrir málstofu þar föstudaginn 19. október, undir formerkjum sjálfbærrar þróunar í fiskeldi á Norðurslóðum. 

Lesa meira

15.10.2018 : Skýrsla um þolmörk í ferðaþjónustu

1. áfangi þróun vísa fyrir álagsmat

Komin er út skýrsla sem er áfangaskýrsla í mati á álagi á umhverfi, innviði, efnahag og samfélag vegna fjölda ferðamanna sem EFLA, ásamt samstarfsaðilum, vann fyrir Stjórnstöð ferðamála. Í skýrslunni er kynnt kerfi til að framkvæma mat á álagi en það byggir á 66 vísum sem þróaðir voru í samráði við hagsmunaaðila. Annar áfangi verkefnisins er nú að hefjast og felur hann í sér framkvæmd á sjálfu matinu. Áfanga þessum lýkur vorið 2019. 

Lesa meira

12.10.2018 : Vilt þú giska á fjölda Vatnsdalshóla?

Vatnsdalshólar og EFLA

Viltu taka þátt í skemmtilegum leik og giska á hversu margir Vatnsdalshólarnir eru? Verðlaun verða veitt fyrir rétt svar eða sem næst réttu svari. Í verðlaun eru Bose, quiet comfort 35 II, þráðlaus heyrnartól. Hægt er að skrá svör á Facebooksíðu EFLU. 

Lesa meira

10.10.2018 : EFLA vill koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu

Nauthólsvík, byggingar við Nauthólsveg 100

Verkefni að Nauthólsvegi hefur verið umfjöllunarefni undanfarna daga og í því samhengi hefur verið fjallað um vinnu EFLU í verkinu. Umfang verkefnisins snýst um endurnýjun og nýbyggingu auk lóðafrágangs á húsnæði að Nauthólsvegi 100. Samtals eru þetta 450 fermetrar af byggingum frá stríðstímum auk nýrrar tengibyggingar milli svonefnds bragga og skemmu.

Lesa meira

5.10.2018 : Glerárvirkjun II ræst

Glerárvirkjun

Þann 5. október síðastliðinn var Glerárvirkjun II á Akureyri tekin í notkun. Virkjunin er 3,3 MW og getur séð um 5000 heimilum fyrir rafmagni. EFLA kom að verkefninu og sá m.a. um alla frumhönnun, hönnun aðrennslispípu og eftirlit framkvæmda.

Lesa meira

5.10.2018 : Uppbygging norska flutningskerfisins með sjálfbærni að leiðarljósi

LCA greining í Noregi

Statnett, sem rekur flutningskerfi raforku í Noregi, hefur þróað möstur sem fyrirhugað er að nota við uppbyggingu flutningskerfisins. Til að meta umhverfisáhrif mastranna var EFLA fengin til að gera vistferilsgreiningu og meta kolefnisspor þeirra. 

Lesa meira

4.10.2018 : Gagnasöfnun með drónum rædd á EFLU-þingi

EFLU-þing - Gagnasöfnun með drónaflugi og skönnun
Föstudaginn 28. september fór fram EFLU-þing á Selfossi. Fjallað var um hvernig EFLA getur notað dróna til að kortleggja, ástandsgreina og skoða byggingar. Lesa meira

2.10.2018 : Eru Vatnsdalshólarnir óteljandi?

Vatnsdalsholar-og-efla-1
Flestir landsmenn hafa eflaust keyrt fram hjá hinum fjölmörgu Vatnsdalshólum í Austur-Húnavatnssýslu sem til þessa hafa verið álitnir meðal þriggja óteljandi náttúrufyrirbæra á Íslandi. EFLU lék forvitni á að vita hvort hægt væri að nota tæknina til að telja Vatnsdalshóla. Lesa meira

1.10.2018 : Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum

Samfélagssjóður EFLU

EFLA starfrækir samfélagssjóð sem veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna í samfélaginu. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. október næstkomandi. 

Lesa meira

1.10.2018 : Aðalskipulag Rangárþings ytra

Rangárþing ytra
Rangárþing ytra hefur unnið að endurskoðun aðalskipulags fyrir tímabilið 2016-2028 og hefur EFLA verið ráðgjafi sveitarfélagsins í þeirri vinnu. Lesa meira