Fréttir


Fréttir: nóvember 2018

Fyrirsagnalisti

30.11.2018 : EFLA tilnefnd til loftslagsviðurkenningar

Tilnefning til EFLU

Á árlegum loftslagsfundi hlaut EFLA tilnefningu til loftslagsviðurkenningar Festu og Reykjavíkurborgar. Viðurkenningin er veitt þeim fyrirtækjum sem þykja hafa lagt sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og náð eftirtektarverðum árangri í málaflokknum.

Lesa meira

25.11.2018 : Leið EFLU í átt að framúrskarandi samfélagsábyrgð

Samfélagsábyrgð rædd hjá EFLU

Í tilefni viðurkenningar EFLU sem samfélagslega ábyrgt fyrirtæki var tengslafundur Festu haldinn hjá okkur fimmtudaginn 22. nóvember. Sögðum við frá þeirri vegferð sem var farin í átt til samfélagslegrar ábyrgðar í rekstrinum og í verkefnum okkar.

Lesa meira

23.11.2018 : Alþjóðleg ráðstefna kvenleiðtoga

Leaders of women 2017
Heimsþing alþjóðasamtakanna, Woman Political Leaders, Global Forum, (WPL) verður haldið í Hörpu 26. - 28. nóvember næstkomandi. EFLA er einn af bakhjörlum ráðstefnunnar. Lesa meira

23.11.2018 : Samgöngu- og skipulagsmál rædd

Sigurður og Bryndís

EFLA hefur unnið með sveitarfélögum og fyrirtækjum í því að marka stefnu varðandi skipulagsmál og samgöngumál. Í verkefnunum er mikil áhersla lögð á að veita umhverfisvænni lausnir. Starfsmenn EFLU, Bryndís Friðriksdóttir og Sigurður Grímsson, fóru yfir málið með blaðamanni á dögunum.

Lesa meira

19.11.2018 : Skosk lýsingarhönnunarstofa verður dótturfyrirtæki EFLU

EFLA verkfræðistofa tilkynnir sameiningu lýsingarhönnunarstofunnar KSLD við EFLU. Stofan er vel þekkt innan fagsins og státar af fjölmörgum verðlaunuðum verkefnum, í Bretlandi og á alþjóðavísu. 

Lesa meira

19.11.2018 : EFLA með tvö erindi á haustfundi SATS

reykjavik
Samtök tæknimanna sveitarfélaga, SATS, hélt árlegan haustfund föstudaginn 16. nóvember. Fulltrúar EFLU, Anna Heiður Eydísardóttir frá vatns- og fráveitusviði og Gréta Hlín Sveinsdóttir frá landupplýsingasviði, héldu erindi á fundinum. Lesa meira

15.11.2018 : Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsábyrgð

Framúrskarandi árangur

EFLU verkfræðistofu var veitt viðurkenning CreditInfo yfir framúrskarandi fyrirtæki og hefur verið á þeim lista frá upphafi. Þess utan viðurkenndi Creditinfo sérstaklega tvö fyrirtæki, annars vegar fyrir framúrskarandi nýsköpun og hins vegar fyrir framúrskarandi samfélagslega ábyrgð. EFLA varð í ár fyrir valinu sem framúrskarandi fyrirtæki í samfélagslegri ábyrgð. 

Lesa meira

15.11.2018 : EFLA tekur þátt í Sjávarútvegsráðstefnu

Sjávarútvegur
Árleg Sjávarútvegsráðstefna fór fram í Hörpu 15.-16. nóvember og var EFLA með erindi um aflmeiri landtengingar uppsjávarskipa. Lesa meira

8.11.2018 : Orkumál rædd á morgunverðarfundi

Rafmagn Hafnarfjordur

Farið var yfir stöðu orkumarkaða á Íslandi og erlendis á opnum morgunverðarfundi Landsvirkjunar þann 6. nóvember. Einnig fóru fram pallborðsumræður og tók sviðsstjóri orkusviðs EFLU þátt þeim.

Lesa meira

5.11.2018 : EFLA með fjögur erindi á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar

Samgöngusvið EFLU
Farið var yfir afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs í vegamálum á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar 2. nóvember síðastliðinn. EFLA var með kynningarbás á svæðinu og héldu starfsmenn okkar erindi á ráðstefnunni. Lesa meira

1.11.2018 : Tilnefning til Darc Awards lýsingarverðlauna

Raufarhólshellir

EFLA hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra lýsingarverðlauna, Darc Awards 2018, fyrir hönnun lýsingar í Raufarhólshelli. Tilnefningin er í flokki landslagslýsingar, Best landscape lighting scheme, en 24 önnur alþjóðleg verkefni eru tilnefnd í flokknum.

Lesa meira