Fréttir: 2018 (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

4.9.2018 : Starfstækifæri kynnt á Austurlandi

EFLA Austurland

Á Egilsstöðum var um helgina haldin náms- og atvinnulífssýningin Að heiman og heim. EFLA tók þátt í sýningunni en markmið hennar var að kynna fyrir ungu fólki fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri á Austurlandi. 

Lesa meira

31.8.2018 : Stórbætt Listasafn opnað

Listasafnið á Akureyri

Listasafnið á Akureyri var opnað laugardaginn 25. ágúst eftir stækkun og heilmiklar endurbætur á húsnæðinu. Sýningarsölum var fjölgað, kaffihús tekið til starfa og safnabúð opnuð.

Lesa meira

29.8.2018 : Sýndarveruleiki á Vísindasetri Akureyrarvöku

Vísindasetur Akureyrarvöku - EFLA

Vísindasetur var haldið í Hofi í tengslum við Akureyrarvöku sem fór fram síðastliðna helgi. EFLA hefur tekið þátt í Vísindasetrinu síðustu fjögur ár og er einn af aðalstyrktaraðilum þess. Á kynningarbásnum var sýndarveruleiki EFLU kynntur til leiks og gestum boðið að keyra um í þrívídd í Landmannalaugum.

Lesa meira

27.8.2018 : Rammasamningur við Isavia

Rammasamningur Isavia

Síðastliðinn föstudag, 24. ágúst, undirritaði EFLA ásamt hlutdeildarfélögum í AVRO Design Group rammasamning við Isavia í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir við Keflavíkurflugvöll. 

Lesa meira

27.8.2018 : Sumarstarfsfólkið kvatt

Hluti af sumarstarfsfólki EFLU 2018

Á hverju sumri ræður EFLA til sín efnilega og kraftmikla háskólanemendur. Að jafnaði  eru ráðnir um 40 sumarstarfsmenn til starfa á flestum sviðum og starfsstöðvum fyrirtækisins. 

Lesa meira

24.8.2018 : Samkomubrú vígð á Akureyri

Samkomubrú

Fimmtudaginn 23. ágúst var vígð ný göngubrú við Drottningarbraut á Akureyri og hlaut hún nafnið Samkomubrú. Göngubrúin setur sterkan svip á bæinn og verður án efa eitt af kennileitum bæjarins.

Lesa meira

13.8.2018 : Árlegt golfmót EFLU

Golfmót EFLU

Golfmót viðskiptavina EFLU fór fram síðastliðinn föstudag, 10. ágúst, en mótið hefur verið haldið árlega síðan 2012. Veðrið var með ágætasta móti og aðstæður á vellinum góðar.

Lesa meira

3.8.2018 : Vistvottunarkerfi samgangna metið

Samgöngumannvirki

EFLA hlaut styrk frá rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar til að leggja mat á hvaða vistvottunarkerfi gæti hentað til að meta innviði Vegagerðarinnar; vegi, brýr og hafnir. Skoðuð voru 25 kerfi út frá ákveðnum viðmiðum og var vottunarkerfi BREEAM/CEEAQAL metið það hentugasta.

Lesa meira

2.8.2018 : Garðyrkju- og umhverfisstjórn rædd á alþjóðlegri ráðstefnu

Magnús Bjarklind

Alþjóðleg ráðstefna, Parks and Nature Congress, fer fram í Hörpu 15.–17. ágúst næstkomandi. Magnús Bjarklind, starfsmaður EFLU, verður með erindi á föstudeginum um skrúðgarðyrkju. 

Lesa meira

31.7.2018 : Samstarfssamningur við Fiix um viðhaldsstjórnunarkerfi

fiix-samningurinn-is

EFLA hefur gert samstarfssamning við hugbúnaðarfyrirtækið Fiix Inc. frá Kanada. Samstarfið felur í sér að EFLA getur veitt viðskiptavinum sínum afar notendavæna hugbúnaðarlausn Fiix til að halda utan um öll verkefni sem snúa að viðhaldsstjórnun fasteigna, vélbúnaðar og tækja.

Lesa meira

23.7.2018 : Fyrsta áfanga við smíði göngu­brúar yfir Breiðholtsbraut lokið

Forsida_breidholtsbraut

Framkvæmdum við smíði nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut miðar vel áfram. Um helgina fór fram uppsteypa brúarinnar og lauk þar með 1. áfanga verksins.

Lesa meira

20.7.2018 : Smíði nýrrar brúar við Ullevaal í Noregi

Ulleval forsida IS

Um þessar mundir er vinna í fullum gangi við smíði á stálvirki nýrrar göngu- og hjólabrúar sem mun rísa við Ullevaal í Osló. 

Lesa meira

11.7.2018 : EFLA gefur út skýrsluna Orkuverð á Íslandi

throun_orkuverds

EFLA fylgist náið með orkunotkun og þróun orkuverðs og gefur nú út í annað sinn skýrslu um þróun orkuverðs, en hún kom fyrst út í október 2016.

Lesa meira

28.6.2018 : Ný tækni við að nýta lághitajarðvarma

Á Flúðum er verið að reisa nýja lághita jarðvarmavirkjun. Í virkjuninni er notast við nýja tækni við nýtingu lághita til framleiðslu rafmagns. EFLA er aðalráðgjafi í sambandi við nýtinguna á jarðvarmanum og hönnun á lagnakerfi virkjunarinnar. 

Lesa meira

28.6.2018 : Votlendissjóður tekur til starfa

Votlendissjóður tók formlega til starfa 30. apríl síðastliðinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurheimt votlendis og draga þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Lesa meira

26.6.2018 : Hálfnuð með Dýrafjarðargöng

dyrafjardargong

Dýrafjarðargöng munu liggja á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar á Vestfjörðum. Þau munu koma í stað núverandi vegar yfir Hrafnseyrarheiði og rjúfa þannig vetrareinangrun norðanverðs Arnarfjarðar. Vestfjarðavegur mun í framhaldinu styttast um 27,4 km. 

Lesa meira

20.6.2018 : Vorúthlutun Samfélagssjóðs EFLU

styrkur

Samfélagssjóður EFLU veitti sína tólftu úthlutun í dag. Að þessu sinni bárust 65 umsóknir í alla flokka og hlutu 9 verkefni styrk. Umsóknir voru metnar út frá markmiðum sjóðsins, markmiðum EFLU og áherslum nefndarinnar.

Lesa meira

18.6.2018 : EFLA með erindi á Umhverfismatsdeginum

seljalandsfoss

Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, var haldinn þann 7. júní.  Meðal fyrirlesara var Ólafur Árnason, fagstjóri skipulagsmála hjá EFLU, og flutti hann erindi um landslag og ásýnd. 

Lesa meira

16.6.2018 : Framtíðarfræði rædd hjá EFLU

Stjórnvísi hjá EFLU

Stjórnvísi hélt vel sóttan fund um framtíðarfræði hjá EFLU þann 14. júní. Á fundinum fjallaði Andrew Curry, sérfræðingur um framtíðarfræði, um aðferð sem nefnist Three Horizon.

Lesa meira

15.6.2018 : Nýjar brýr í Drammen

Drammen tillaga

EFLA hefur í samstarfi við þrjár arkitektastofur útfært tillögur að tveim nýjum brúm yfir Drammenselva í Drammen í Noregi. Um er að ræða endurnýjun á Bybrua, sögufrægri vegbrú sem tengir meginsvæðin í miðborg Drammen, og nýja göngubrú neðan hennar. 

Lesa meira

13.6.2018 : Bygging hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri

Hreinsistöð á Akureyri

Norðurorka skrifaði nýverið undir samning við verktakafyrirtækið SS Byggir um byggingu hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri. EFLA hefur verið Norðurorku til halds og traust í þessu verkefni og sá um alla verkfræðihönnun, þ.e. hönnun á húsbyggingu, vélbúnaði og útrás. 

Lesa meira

12.6.2018 : Fráveitulausn á Mývatni hlýtur viðurkenningu

Mývatn

Umbótaáætlun Skútustaðahrepps á sviði fráveitumála hlaut viðurkenningu á ráðstefnu um nýsköpun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu. EFLA vann að hönnun fráveitulausnarinnar sem felst í söfnun og brottakstri svartvatns ásamt nýtingu þess.

Lesa meira

8.6.2018 : Fjölmennt á EFLU-þingi á Akureyri

Fimmtudaginn 7. júní fór fram EFLU-þing í Hofi á Akureyri og var fjallað um áhrif innivistar í byggingum á líðan fólks. Málþingið var afar vel sótt og voru um 80 gestir samankomnir. Starfsmenn EFLU sem starfa við ráðgjöf á sviðinu fluttu erindi og sköpuðust áhugaverðar umræður um málefnið meðal fundargesta. 

Lesa meira

30.5.2018 : Endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar

Aðalskipulag Bláskógabyggðar

EFLA hefur undanfarið unnið að endurskoðun aðalskipulags Bláskógabyggðar 2015-2027. Í því er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, íbúðabyggð, sumarhúsabyggð, ýmiss konar atvinnusvæði, verndar­svæði o.fl. 

Lesa meira

29.5.2018 : Verðlaun í hugmyndasamkeppni um varmaorku

Hugmyndasamkeppni varmaorka

Nýverið stóðu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Orka náttúrunnar fyrir hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi. EFLA verkfræðistofa með Hafstein Helgason, sviðsstjóra viðskiptaþróunar, í forsvari sendi inn tillögu í samkeppnina sem vann til verðlauna. 

Lesa meira

23.5.2018 : Samfélagsskýrsla EFLU 2017 er komin út

Samfélagsskýrsla EFLU 2017_nytt

EFLA hefur gefið út sína þriðju skýrslu um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins. Í skýrslunni er leitast við að taka saman á einum stað helstu áherslur fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð á árinu 2017. 

Lesa meira

18.5.2018 : EFLU-þing á Akureyri: Hvernig líður okkur í byggingum?

EFLU-þing Akureyri

Þann 7. júní fer fram EFLU-þing á Akureyri og verður fjallað um áhrif innivistar á heilnæmi bygginga og líðan fólks. Staðreyndin er að við verjum að jafnaði 90% af tíma okkar innandyra og því skiptir miklu máli fyrir heilsu og vellíðan að innivistin sé góð.

Lesa meira

16.5.2018 : Málefni veitufyrirtækja rædd á Fagþingi Samorku

Fagþing Samorku

Fagþing Samorku um málefni veitufyrirtækja, þ.e. hita- vatns- og fráveitna, verður haldið 23.-25. maí í Hveragerði. Starfsfólk EFLU á sviði veitumála sækir ráðstefnuna og flytja þar fjögur erindi. 

Lesa meira

11.5.2018 : Seinni vélasamstæða Þeistareykjavirkjunar gangsett

Þeistareykir

Framkvæmdum við nýjustu jarðvarmavirkjun Landsvirkjunar, Þeistareykjavirkjun, er að ljúka og eru báðar 45 MWe vélasamstæður virkjunarinnar komnar í rekstur. EFLA kom að verkefninu og sá m.a. um framkvæmdaeftirlit með byggingu stöðvarhúss, lagningu gufuveitu og forritun stjórnkerfis.

Lesa meira

11.5.2018 : Göngubrú í Noregi komið fyrir

Nygardsbroen Bergen

Þann 3. maí var ný stálbrú hífð á sinn stað við Nygårdstangen í Bergen eftir að hafa verið flutt í heilu lagi með skipi frá Póllandi þar sem hún var smíðuð. Brúin sem er 72 m löng göngu- og hjólabrú vegur 155 tonn. 

Lesa meira

9.5.2018 : Tilnefning til Norrænu lýsingarverðlaunanna

Raufarhólshellir

Lýsingarhönnun EFLU í Raufarhólshelli hefur verið tilnefnd til Norrænu lýsingarverðlaunanna en tvö íslensk lýsingarverkefni hlutu tilnefningu. Hitt verkefnið er lýsingarhönnun í Lava eldfjallamiðstöð á Hvolsvelli. Á bak við Norrænu lýsingarverðlaunin, Nordisk Lyspris, standa samtök ljóstæknifélaga á Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. 

Lesa meira

9.5.2018 : Stelpur í tækni

Stelpur í tækni - heimsókn til EFLU

Þann 3. maí síðastliðinn tók EFLA á móti hóp ungra stúlkna úr 9. bekk í Rimaskóla í tengslum við verkefnið „Stelpur og tækni“. Verkefnið er á vegum Háskólans í Reykjavík, Ský og Samtaka iðnaðarins. Stelpum er boðið í háskólann og tæknifyrirtæki með það að markmiði að  vekja áhuga þeirra á þeim ýmsu möguleikum sem eru fyrir hendi í tækninámi og störfum.

Lesa meira

1.5.2018 : Viðurkenning fyrir lagnaverk

20180429_Lofsvert-Lagnaverk

EFLA hefur hlotið viðurkenninguna „Lofsvert lagnaverk 2017“ fyrir hönnun á lagna- og loftræsikerfi í höfuðstöðvum Marel í Garðabæ. Það er Lagnafélag Íslands sem veitir árlega viðurkenningar fyrir vel unnið lagnaverk. 

Lesa meira

30.4.2018 : Sjálfakandi bíll kemur til landsins

Rafbíll

Fyrsti sjálfakandi bíllinn á Íslandi verður frumsýndur á Snjallborgarráðstefnu Reykjavíkur fimmtudaginn 3.maí. EFLA hefur staðið að undirbúningi komu bílsins í samstarfi við Heklu, Smyril Line og Autonomous Mobility.

Lesa meira

27.4.2018 : Smávirkjunarkostir í Eyjafirði

Virkjunarkostir í Eyjafirði

Mánudaginn 23. apríl kynnti EFLA skýrslu sem var unnin fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar um smávirkjunarkosti í Eyjafirði. Kynningin var haldin í Hofi og mættu um 60 manns, þ.á.m. sveitastjórnarmenn, virkjunaraðilar, aðilar frá orkufyrirtækjum og aðrir áhugasamir um virkjanir. 

Lesa meira

24.4.2018 : EFLA tekur þátt í alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu

EFLA is at IGC

Alþjóðleg ráðstefna og sýning um jarðhita, Iceland Geothermal Conference, fer fram í Hörpu dagana 24. – 26. apríl. Ráðstefnan er haldin af Íslenska jarðhitaklasanum sem EFLA er hluti af. Þetta er í fjórða skiptið sem ráðstefnan fer fram og að þessu sinni er áherslan sett á umræðuna um viðskiptaumhverfið og þær áskoranir sem fylgja því að þróa jarðhitatengd verkefni. 

Lesa meira

13.4.2018 : Hljóðvistarráðstefna í Reykjavík

Hljóðráðgjöf EFLU

Ráðstefna BNAM, Baltic-Nordic Acoustics Meeting, um hljóðvistarmál fer fram 15.-18. apríl í Hörpu og hana sækja fagaðilar, nemendur og sérfræðingar á breiðu sviði hljóðtengdra málefna. Starfsmenn EFLU á sviði hljóðvistar taka þátt í ráðstefnunni og flytja erindi ásamt því að vera með kynningarbás.

Lesa meira

9.4.2018 : Norðurorka tekur nýtt skjákerfi í notkun

skjákerfi Norðurorku

EFLA hefur undanfarin misseri verið ráðgjafi Norðurorku, orku- og veitufyrirtækis á Akureyri, varðandi þróun og uppsetningu á nýju skjákerfi sem ætlað er að leysa eldra kerfi af hólmi.

Lesa meira

5.4.2018 : Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum

Samfélagssjóður EFLU 2018
EFLA veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu og stuðla að fjölbreyttu mannlífi. Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóðinn og tekið er á móti umsóknum til 22. apríl næstkomandi.  Lesa meira

4.4.2018 : EFLA með tvö erindi á Degi verkfræðinnar

Brú í Hafnarfirði - EFLA

Föstudaginn 6. apríl, verður Dagur verkfræðinnar haldinn á Hilton Reykjavík Nordica. Markmiðið með deginum er að kynna verkfræðina, spennandi störf og verkefni á sviðinu ásamt því að efla tengsl og samheldni innan greinarinnar. Starfsfólk EFLU tekur virkan þátt í deginum og flytja tveir starfsmenn okkar erindi.

Lesa meira
Síða 2 af 3