Fréttir


Fréttir: 2019

Fyrirsagnalisti

30.12.2019 : Úthlutun úr Samfélagssjóði

samfélagssjóður

EFLA hefur úthlutað úr Samfélagssjóði og hlutu átta verkefni styrk að þessu sinni. Sjóðurinn veitir úthlutun tvisvar sinnum á ári og var þetta seinni úthlutun ársins. 


Lesa meira

20.12.2019 : Gleðilega hátíð

Jólakveðja Ísland 2019
EFLA sendir viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól. Við þökkum ánægjulegt samstarf og samvinnu á árinu sem er að líða.  Lesa meira

19.12.2019 : Áfangaskýrsla um nýtt leiðanet Strætó

Strætó

Strætó hefur kynnt fyrstu hugmyndir að nýju leiðaneti. EFLA veitti ráðgjöf við við verkefnastýringu, stefnumótun verkefnisins, kortagerð ásamt því að sinna gerð áfangaskýrslu.

Lesa meira

19.12.2019 : Starfsstöð á Vesturlandi

EFLA á Vesturlandi

EFLA hefur opnað skrifstofu á Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri í Borgarfirði. Starfsstöðvar EFLU eru því orðnar ellefu talsins og er opnunin liður í því að veita öfluga þjónustu á Vesturlandi. 

Lesa meira

5.12.2019 : Burðarþolshönnun útsýnispalls á Bolafjalli

Bolafjall - útsýnispallur

EFLA sá um burðarþolshönnun á 60 metra löngum útsýnispalli sem fyrirhugað er að reisa á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík. Aðstæður á staðnum eru afar krefjandi og mikil áskorun fyrir hönnuði sem þurftu að taka tillit til mikilla vinda og erfiðra vinnuaðstæðna. Lögð er rík áhersla á að halda svæðinu að mestu ósnortnu að framkvæmdum loknum.

Lesa meira

3.12.2019 : Granni 2020 tekinn í notkun hjá Hafnarfjarðarbæ

Undirskrift Granna við Hafnarfjörð

Hafnarfjörður leggur mikla áherslu á stafræna þjónustu og miðlun fyrir íbúa bæjarins og aðra hagsmunaaðila. Sem lið í því ferli hefur bæjarvefsjáin og landupplýsingakerfið Granni verið tekið í notkun. EFLA sér um rekstur Granna og hefur síðustu mánuði unnið að nýrri og stórendurbættri bæjarvefsjá sem nú hefur litið dagsins ljós.

Lesa meira

29.11.2019 : EFLA hlýtur Loftslagsviðurkenningu 2019

Loftslagsvidurkenning 2019

Á árlegum loftslagsfundi Reykjavíkurborgar og Festu var tilkynnt að EFLA væri handhafi Loftslagsviðurkenningar 2019. Verðlaununum er ætlað að vekja jákvæða athygli á því sem vel er gert í loftslagsmálum og vera hvatning til annarra.

Lesa meira

28.11.2019 : Matarspor vekur eftirtekt

Helga Jóhanna á Hringbraut

Nýr þjónustuvefur EFLU, Matarspor, sem reiknar kolefnisspor máltíða hefur vakið mikla athygli og starfsfólk verið ötult að kynna þjónustuna. Um er að ræða fyrsta kolefnisreikni máltíða hérlendis.

Lesa meira

22.11.2019 : Undirritun rammasamnings

Landsnet og EFLA

EFLA undirritaði í gær rammasamning um verkfræðiráðgjöf við Landsnet. Samningurinn snýr að kaupum á þjónustu ráðgjafa er varða verkhönnun, útboðshönnun og verkeftirlit við uppbyggingu og endurnýjun á flutningsmannvirkjum Landsnets.

Lesa meira

19.11.2019 : Kvenleiðtogar hittast í Reykjavík

Leaders of women 2017

Alþjóðasamtökin, Woman Political Leaders, halda árlegt heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu 18.-20. nóvember. EFLA er einn af bakhjörlum ráðstefnunnar.

Lesa meira

12.11.2019 : Skipulagsgögn sveitarfélaga gerð stafræn

Gréta Hlín Sveins

Á árlegri ráðstefnu um skipulagsmál sveitarfélaga hélt fulltrúi EFLU erindi 
sem fjallaði um stafrænt skipulag svæðis- og aðalskipulagsáætlana. 

Lesa meira

8.11.2019 : Innlendir orkugjafar fyrir íslenska skipaflotann

Skipaflotinn

Orkuskipti skipaflotans er eitt af stóru málunum í þeirri viðleitni að auka hlut innlendra endurnýjanlega orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. EFLA tekur þátt í málstofu á Sjávarútvegsráðstefnunni þar sem fjallað verður um orkuskipti skipaflotans með því að nota innlent eldsneyti.

Lesa meira

7.11.2019 : Samfélags- og samgönguverkefni kynnt á ráðstefnu

EFLA-og-Vegagerdin-web

Rannsóknir og nýsköpun gegna mikilvægu hlutverki hjá EFLU og meðal þess sem hefur verið unnið er að eru rannsóknaverkefni sem hlutu styrk úr rannsóknasjóði Vegagerðarinnar.

Lesa meira

2.11.2019 : Kolefnisreiknir fyrir íslensk heimili

Kolefnisreiknir EFLU og OR

EFLA og Orkuveita Reykjavíkur hafa opnað kolefnisreikni fyrir einstaklinga sem tekur mið af íslenskum aðstæðum. Þar geta allir fundið út sitt kolefnisspor og fengið ráðleggingar um hvernig hægt er að draga úr því.

Lesa meira

1.11.2019 : Neyðarkall björgunarsveitanna

Neyðarkall Björgunarsveitanna

EFLA styður við bakið á öflugu og mikilvægu starfi björgunarsveitanna, slysavarnardeilda og Landsbjargar með kaupum á Neyðarkallinum.

Lesa meira

30.10.2019 : Tilnefning til Fjöreggs 2019

EFLA fær tilnefningu til Fjöreggs 2019

Matarspor EFLU, sem sýnir kolefnisspor máltíða, hlaut tilnefningu til Fjöreggs MNÍ sem var veitt í gær á Matvæladeginum 2019.

Lesa meira

29.10.2019 : Forvarnir vegna rakavandamála

Forvarnir og rakaöryggi hjá EFLU

EFLA leggur mikla áherslu á að efla forvarnir í tengslum við rakavandamál bygginga. Til að miðla þekkingu og skapa umræðugrundvöll heimsótti starfsfólk EFLU Tækniskólann og byggingarfulltrúa á Selfossi.

Lesa meira

24.10.2019 : Erindi á alþjóðlegri ráðstefnu um hitaveitu

EFLA á SDEC 2019

EFLA verður á ráðstefnunni „Sustainble District Energy Conference“ sem fer fram 23.-25. október. Ráðstefnunni er ætlað að vera samstarfsvettvangur Evrópuþjóða í rannsóknum og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum.

Lesa meira

23.10.2019 : Samningur um endurskoðun aðalskipulags

EFLA semur við sveitarfélög um aðalskipulag

EFLA hefur nýlega gert samkomulag við fjögur sveitarfélög á Suður- og Vesturlandi um endurskoðun aðalskipulags. Þetta eru sveitarfélögin Árborg, Hvalfjarðarsveit, Rangárþing eystra og Ásahreppur.

Lesa meira

18.10.2019 : Kolefnisjöfnun vegna starfsemi

EFLA og Kolviður undirrita samkomulag um kolefnisjöfnun.

Þriðja árið í röð gerir EFLA samning við Kolvið um að kolefnisjafna þá losun gróðurhúsalofttegunda sem starfsemi EFLU veldur.

Lesa meira

17.10.2019 : EFLA tók þátt í Hydro

EFLA is at Hydro 2019

Í vikunni fór fram Hydro 2019, alþjóðleg ráðstefna um vatnsaflsvirkjanir og stíflur, í Porto, Portúgal. EFLA ásamt íslenskum samstarfsaðilum voru með sameiginlegan kynningarbás til að kynna sérfræðiþekkingu hópsins á sviði vatnsaflsvirkjana.

Lesa meira

15.10.2019 : Uppbygging í Finnafirði ásamt Jafnvægisás ferðamála kynnt á Arctic Cirle

EFLA á Arctic Circle 2019

EFLA er einn af bakhjörlum Arctic Circle ráðstefnunnar sem fram fór 10.-12. október í Hörpu. EFLA tók virkan þátt í ráðstefnunni og sá um skipulagningu tveggja málstofa ásamt því að bjóða gestum í fyrirtækjaheimsókn.

Lesa meira

15.10.2019 : Kevan Shaw lýsingarhönnuður hlýtur heiðursverðlaun

Kevan Shaw hlytur heidursverdlaun

Nýverið hlaut Kevan Shaw, hjá KSLD | EFLU, heiðursverðlaun LIT Lifetime Achievement Award fyrir framlag sitt til lýsingarhönnunar í gegnum tíðina.

Lesa meira

11.10.2019 : Ánægja með matjurtakassa við Hlíðabæ

Matjurtakassar hjá Hlíðabæ fengu úthlutað úr Samfélagssjóð EFLU.

Eitt af þeim fjölmörgu verkefnum sem Samfélagssjóður EFLU hefur lagt lið við er uppsetning matjurtakassa fyrir skjólstæðinga Hlíðabæjar.

Lesa meira

9.10.2019 : Drónar vöktu athygli á Tæknidegi

EFLA tók þátt í Tæknidegi fjölskyldunnar.

EFLA tók þátt í Tæknidegi fjölskyldunnar sem fór fram í Neskaupstað um síðustu helgi. Gestir sem heimsóttu kynningarbás EFLU fræddust um verkefni sem hafa verið unnin með drónum.

Lesa meira

8.10.2019 : Tækniþróun í sjávarútvegi

EFLA á Sjávarútvegssýningunni

EFLA tók þátt í Sjávarútvegssýningunni og kynnti til sögunnar ný verkefni tengd sjávarútvegi og fiskeldi. Meðal þess sem vakti sérstaka athygli var nýsköpunarverkefni um nýja aðferð við eldi þorsks í neðansjávarbúrum þar sem átan er lokkuð í búrið með ljósgjafa.

Lesa meira

4.10.2019 : Niðurstöður loftgæðamælinga á kísilveri kynntar

PCC Bakki

EFLA hefur umsjón með eftirliti tveggja umhverfisvöktunarstöðva sem staðsettar eru á Bakka við Húsavík. Niðurstöður vöktunar fyrir árið 2018 gáfu til kynna að mengun frá kísilveri PCC á Bakka væri afar lítil og loftgæði sögð góð.

Lesa meira

3.10.2019 : Auglýst eftir umsóknum í Samfélagssjóð EFLU

Samfélagssjóður EFLU 2019

Samfélagssjóður EFLU veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. október næstkomandi.

Lesa meira

2.10.2019 : Matskerfi til að meta álag ferðamanna á Íslandi

Ferðamenn

Haustið 2017 hófst umfangsmikið verkefni, Jafnvægisás ferðamála, þar sem lagt er mat á álag á íslenskt samfélag, efnahag, innviði og umhverfi vegna fjölda ferðamanna á Íslandi. EFLA stýrði verkefninu ásamt Stjórnstöð ferðamála og vann greiningarvinnu og skýrslugerð í samstarfi við TRC Tourism frá Nýja Sjálandi og RTS frá Bandaríkjunum. Jafnvægisásinn er viðamikið og mikilvægt stjórntæki sem segir til um það hvar ferðamál á Íslandi standa með tilliti til sjálfbærrar nýtingar.

Lesa meira

30.9.2019 : Sigurvegarar Plastaþons

Sigurvegarar Plastaþon

Plastaþon, hugmyndasamkeppni, til að vinna að lausnum á plastvandanum fór fram í fyrsta sinn í ár. Lára Kristín Þorvaldsdóttir, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, var í sigurliði keppninnar með hugmyndina „Beljur í búð“.

Lesa meira

25.9.2019 : Afdráttarlaus afstaða á málstofu um vistvæna steypu

Steinsteypufélagið og EFLA héldu málstofu

Í gær buðu Steinsteypufélag Íslands og EFLA til málstofu um vistvæna steypu. Málstofan var afar vel sótt og ljóst að mikill áhugi var á málefninu enda hefur eftirspurn eftir umhverfisvænni steypu aukist mikið.

Lesa meira

24.9.2019 : Þrjú erindi á ráðstefnu um hjólreiðar

Starfsfólk EFLU hélt erindi á hjólaráðstefnu

Síðastliðinn föstudag fór fram ráðstefnan Hjólum til framtíðar. Starfsfólk EFLU á sviði hjólreiða og samgangna tóku þátt og héldu þrjú erindi á ráðstefnunni. 

Lesa meira

20.9.2019 : Framúrskarandi rekstur frá upphafi

EFLA framúrskarandi fyrirtæki

EFLA verkfræðistofa er í hópi framúrskarandi fyrirtækja 2019 samkvæmt mati Creditinfo. Þetta er í tíunda sinn sem EFLA fær viðurkenningu þess efnis og hefur fyrirtækið verið á lista framúrskarandi fyrirtækja frá upphafi. 

Lesa meira

18.9.2019 : Matarspor, sem reiknar kolefnisspor máltíða, opnar

Matarspor EFLU

EFLA hefur opnað nýjan vef, Matarspor, sem reiknar út og sýnir kolefnisspor máltíða á myndrænan og upplýsandi hátt. Formleg opnun Matarspors fór fram í dag hjá Orkuveitu Reykjavíkur sem jafnframt er fyrsta fyrirtækið sem tekur vefinn í notkun. 

Lesa meira

12.9.2019 : Hugarflugsherbergið Skínandi

Hugarflugsdagur hjá EFLU og Skínandi opnaður

EFLA leggur mikla áherslu á nýsköpun og þróun í allri sinni starfsemi. Sem liður í þeirri vegferð hefur sérstakt hugarflugsherbergi, Skínandi, verið tekið í notkun. Herbergið er hugsað sem vettvangur til að þróa hugmyndir í hvetjandi umhverfi.

Lesa meira

4.9.2019 : Gæðastimpill á sviði iðnstýringar

Rockwell Automation - EFLA

EFLA og Rockwell Automation hafa skrifað undir samning sem staðfestir að EFLA hefur þekkingu og færni til að nota hugbúnaðarlausnir og vélbúnað frá fyrirtækinu. Samningurinn er því gæðastimpill söluaðilans og staðfesting á að EFLA veiti vottaðar lausnir frá Rockwell í verkefnum sínum.

Lesa meira

3.9.2019 : Erindi á ráðstefnu um brúarhönnun

Breiðholtsbrú

EFLA tekur þátt í ráðstefnu alþjóðasamtaka brúar- og burðarþolsverkfræðinga, IABSE, sem fer fram í New York í vikunni. Þar flytur Magnús Arason, byggingarverkfræðingur, erindi um tvö ný verkefni sem EFLA hefur unnið að, Breiðholtsbrú í Reykjavík og Ullevaalbrú í Osló.

Lesa meira

29.8.2019 : Framúrskarandi á sviði umhverfismála

Sigurður Loftur Thorlacius

Sigurður Loftur Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, hefur verið tilnefndur til verðlaunanna „Framúrskarandi ungir Íslendingar“. Verðlaunin eru veitt árlega af JCI á Íslandi og eru hvatningarverðlaun til ungs fólks sem lætur til sín taka í krefjandi og athyglisverðum verkefnum.

Lesa meira

22.8.2019 : Straumi hleypt á Straum

Nýr krani hjá Eimskip

Eimskip hefur tekið í notkun nýjan gámakrana sem hefur fengið nafnið Straumur. Kraninn er af stærstu gerð, um 90 metra hár, og mun afkastameiri en eldri kranar. EFLA sá um hönnun rafdreifingar fyrir löndunarkranann, lýsingu svæðisins og fjarskipti.

Lesa meira

21.8.2019 : Golfmót á Korpunni

Sigurvegarar á golfmóti EFLU

Síðastliðinn föstudag, 16. ágúst, fór fram árlegt golfmót viðskiptavina EFLU á Korpúlfsstaðavelli. Þátttaka var með besta móti og tóku 92 golfarar þátt í mótinu.

Lesa meira
Síða 1 af 3