Fréttir


Fréttir: janúar 2019

Fyrirsagnalisti

30.1.2019 : Landark sameinast EFLU

Landark

Hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækið Landark hefur sameinast EFLU verkfræðistofu. Landark hefur frá árinu 1983 starfað á sviði landslags- og skipulagsmála og hafa fyrirtækin átt í góðu samstarfi um langt skeið. 

Lesa meira

24.1.2019 : Meistaraverkefni um varmaendurvinnslukerfi í álveri

Leó Blær

Starfsmaður EFLU, hinn nýútskrifaði vélaverkfræðingur Leó Blær Haraldsson, vann áhugavert lokaverkefni sem hefur vakið töluverða athygli. Í verkefninu er skoðaður sá möguleiki að nýta varmann í útblástursgösum Fjarðaáls til þess að hita upp vatn sem hægt væri að nýta til húshitunar á Reyðarfirði. 

Lesa meira

22.1.2019 : Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps

Aðalskipulag Kjósarhrepps

EFLA hefur undanfarið unnið að endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps 2015-2027. Í því er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, íbúðar- og sumarhúsabyggð, ýmiss konar atvinnusvæði, verndar­svæði o.fl. 

Lesa meira

14.1.2019 : Formleg opnun Vaðlaheiðarganga

Laugardaginn 12. janúar fór fram formleg opnun Vaðlaheiðarganga, vegganga milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. EFLA í samstarfi við GeoTek var eftirlitsaðili með framkvæmdunum. Að auki sá EFLA um hönnun rafbúnaðar í göngunum og vega utan ganga.

Lesa meira

11.1.2019 : Endurskoðun aðalskipulags Flóahrepps

Aðalskipulag Flóahrepps

EFLA hefur undanfarið unnið að endurskoðun aðalskipulags Flóahrepps 2017-2029. Í því er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, sumarhúsabyggð, ýmiss konar atvinnusvæði, verndar­svæði o.fl. 

Lesa meira