Fréttir


Fréttir: maí 2019

Fyrirsagnalisti

31.5.2019 : Fimm orkuerindi EFLU á Fagþingi rafmagns

Fagþing Samorku - EFLA tekur þátt með fimm erindi og kynningarbás

EFLA var áberandi á Fagþingi rafmagns sem Samorka stóð að og var starfsfólk okkar með fimm erindi. Ráðstefnan er haldin á þriggja ára fresti og tekur á því helsta sem viðkemur starfsemi orku- og veitufyrirtækja.

Lesa meira

28.5.2019 : Framúrskarandi lýsingarhönnun verðlaunuð

Raufarhólshellir

Alþjóðleg lýsingarverðlaunahátíð, LDA - Ligthing Design Awards, fór fram í London síðastliðinn fimmtudag. Dótturfélag EFLU, KSLD | EFLA, sérhæfir sig í lýsingarhönnun tók á móti tveimur viðurkenningum á hátíðinni. Annars vegar fyrir lýsingarhönnun í Raufarhólshelli og þá var Natalie Redford, lýsingarhönnuður hjá KSLD | EFLU, sæmd nafnbótinni "40under40".

Lesa meira

24.5.2019 : Stelpur og tækni heimsækja EFLU

Stelpur og tækni til EFLU

EFLA styður við bakið á framtakinu Stelpur og tækni og tók á móti stelpum í fyrirtækið á Norðurlandi og í Reykjavík. Þær fengu innsýn í starfsemina og sögðu konur hjá EFLU frá reynslu sinni af tækni- og verkfræðinámi. 

Lesa meira

22.5.2019 : Tvær vinningstillögur um vistvæna uppbyggingu lóða

C40 competition

Vinningstillögur í alþjóðlegri hönnunarsamkeppni um endurbætt og umhverfisvænna borgarskipulag voru tilkynntar í dag. EFLA, ásamt samstarfsaðilum, átti tvær vinningstillögur fyrir lóðir í Ártúni og Lágmúla.

Lesa meira

20.5.2019 : Samfélagsskýrsla EFLU er komin út

Samfelagsskyrsla forsida

Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2018 hefur verið gefin út en í skýrslunni er gerð grein fyrir samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins í verkum, framtíðarsýn og stefnu. Þetta er í fjórða sinn sem samfélagsskýrsla EFLU kemur út en fyrirtækið er aðili að Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Lesa meira

20.5.2019 : Sáttmáli hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra

Sáttmáli hjólreiðafólks og atvinnubílstjóra

EFLA lætur sig umferðaröryggi varða og var í vinnuhóp sem útbjó hjólasáttmála um gagnkvæman skilning atvinnubílstjóra og hjólreiðafólks í umferðinni.

Lesa meira

15.5.2019 : Nýr búnaður notaður til umferðargreiningar

Umferðarljós

Síðastliðið haust fékk EFLA nýjan búnað til að gera ítarlegar greiningar á umferð. Búnaðurinn var notaður í rannsókn þar sem umferð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar var skoðuð. Meðal þess sem kom fram var að 24 af hverjum 10.000 bílum reyndust aka gegn rauðu ljósi. 

Lesa meira

13.5.2019 : Ný lágvarmavirkjun tekin í gagnið

Varmaorka-1

Á Flúðum hefur nýjasta lághita jarðvarmavirkjun landsins verið tekin í notkun. Í virkjuninni er notast við nýja tækni við nýtingu lághita til framleiðslu rafmagns. EFLA sá um ráðgjöf og hönnun lagna og dæla fyrir öll kerfi virkjunarinnar.

Lesa meira

9.5.2019 : Varmaendurvinnsla rædd hjá EFLU

Dokkufundur hjá EFLU

Áhugaverður fræðslufundur fór fram hjá EFLU síðastliðinn fimmtudaginn þegar gestir frá Dokkunni komu í heimsókn. Viðfangsefnið var varmaendurvinnslukerfi í Fjarðaáli sem getur nýst við húshitun.

Lesa meira

4.5.2019 : Vel sótt EFLU-þing

Sylgja og Haukur á EFLU-þingi

Málefni tengd fasteignum og rakaskemmdum voru rædd á EFLU-þingi sem fór fram fimmtudaginn 2. maí. Umfjöllunarefnin voru sýnataka í húsnæðum vegna rakaskemmda og úrræði í tengslum við ágreiningsmál vegna fasteignagalla.

Lesa meira