Fréttir


Fréttir: júlí 2019

Fyrirsagnalisti

27.7.2019 : Náttúrulaugar Vök Baths opna

Vök Baths

Við Urriðavatn, rétt fyrir utan Egilsstaði hefur nýr baðstaður, Vök Baths, verið opnaður. Aðal kennimerki staðarins eru heitar náttúrulaugar sem fljóta við bakka vatnsins, en þar má einnig finna laugarbar, köld úðagöng og veitingastað í glæsilegu mannvirki í fallegu umhverfi. EFLA sá um alla verkfræðihönnun baðstaðarins. 

Lesa meira

19.7.2019 : Margverðlaunað hótel Bláa lónsins

Bláa Lónið

Rúmt ár er síðan Bláa Lónið opnaði glæsilegt hótel og upplifunarsvæði, The Retreat at Blue Lagoon Iceland. Staðurinn hefur vakið mikla eftirtekt fyrir vandaða hönnun og hlotið fjölmörg verðlaun fyrir hönnun, þjónustu og útlit. EFLA hefur átt í góðu samstarfi við Bláa lónið um langt skeið og sá meðal annars um verkfræðihönnun í verkefninu.

Lesa meira

18.7.2019 : Árétting EFLU vegna umræðu í hverfishópi á Facebook

Leiksvæði

EFLA vill koma á framfæri eftirfarandi áréttingu vegna umræðu sem fór af stað í spjallþræði hverfishóps á Facebook um myndatökur starfsmanns á leikvelli í hverfinu. 

Lesa meira

12.7.2019 : Miklir möguleikar á notkun vetnis sem orkubera

Stefán og Jón Heiðar á þróunarsviði EFLU

Orkuskiptin eru eitt af stóru hagsmunamálum sem þjóðir heimsins standa frammi fyrir. Þannig er stefnt að aukinni notkun endurnýjanlegrar orku sem hefur jákvæð áhrif á loftslagsmál og losun gróðurhúsalofttegunda. EFLA hefur fylgst vel með þeirri þróun og tekið þátt í umræðunni um orkuskiptin. Eitt af því sem hefur verið skoðað sérstaklega eru möguleikar vetnis sem orkubera, en mikill meðbyr er í alþjóðasamfélaginu að nýta vetni sem eldsneyti.

Lesa meira

11.7.2019 : Fulltrúi frá EFLU á ráðherrafundi Sameinuðu þjóðanna

Sigurður Thorlacius

Staða Íslands gagnvart innleiðingu heimsmarkmiða verður kynnt á ráðherrafundi hjá Sameinuðu þjóðunum sem fer fram í New York í næstu viku. Sigurður Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, verður einn af fulltrúum íslenskra ungmenna á ráðstefnunni.

Lesa meira

10.7.2019 : Endurbætur hafnar á Varmárskóla eftir úttekt EFLU

Heildarúttekt EFLU í Varmárskóla

EFLA verkfræðistofa mun sinna ráðgjafar- og eftirlitshlutverki fyrir Mosfellsbæ við endurbætur og viðhaldsaðgerðir á húsnæði Varmárskóla. EFLA framkvæmdi heildarúttekt í apríl og maí 2019 en samkvæmt viðhaldsáætlun Mosfellsbæjar var kominn tími á viðhald og úrbætur. Framkvæmdir eru nú þegar hafnar aðeins tveimur vikum eftir að niðurstaða heildarúttektar liggur fyrir þar sem loftgæði og vellíðan notenda er höfð í fyrirrúmi.

Lesa meira

9.7.2019 : Greining á þolmörkum Silfru liggur fyrir

köfun í Silfru

Gestum sem stunda köfun og yfirborðsköfun í Silfru hefur fjölgað mikið undanfarin ár, eða úr rúmlega 19 þúsund í um 62 þúsund milli áranna 2014 og 2018. Nýverið vann EFLA að mati á þolmörkum Silfru fyrir Þingvallanefnd vegna fjölda gesta.

Lesa meira

8.7.2019 : EFLA fær jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun hjá EFLU

EFLA hefur fengið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Vottunin er mikilvægt skref í að uppfylla markmið um jafnréttis- og jafnlaunastefnu fyrirtækisins. 

Lesa meira

2.7.2019 : Hljóðgjöf og hávaðadreifing frá bifreiðum rannsakað

Rannsóknarverkefni EFLU - hljóðgjafar í bílum

EFLA vinnur að rannsóknarverkefni þar sem skoðað er hvaða áhrif mismunandi aflgjafar frá bifreiðum kunna að hafa á hljóðstig í umhverfinu. Í vikunni fór athugunin fram og bauð HEKLA þrjár bifreiðar að láni til verkefnisins. 

Lesa meira