Fréttir


Fréttir: 2019 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

27.2.2019 : Vistferilsgreining á raforkuflutningskerfi Landsnets

Raforka

EFLA hefur greint umhverfisáhrif flutningskerfis raforku á Íslandi með aðferðafræði vistferilsgreiningar. Greiningin var unnin fyrir Landsnet og er byggð á öllum flutningsmannvirkjum fyrirtækisins; loftlínum, jarðstrengjum og tengivirkjum. Niðurstöður sýna meðal annars að kolefnisspor íslenska raforkuflutningskerfisins er 0,9 g COígildi á hverja flutta kWst. Af þessum 0,9 grömmum er tæplega helmingur tilkomin vegna framleiðslu á orku sem tapast í flutningskerfinu.

Lesa meira

21.2.2019 : Hönnun og gerð útboðsgagna fyrir nýja hitaveitu RARIK á Hornafirði

Hitaveita í Hornafirði

Nýlega gengu EFLA og RARIK frá samningi um hönnun og gerð útboðsgagna fyrir ákveðna þætti nýrrar hitaveitu RARIK á Hornafirði. Meginhlutverk EFLU verður hönnun og val vélabúnaðar, hitaveitugeymis og stöðvarhúss við Hoffell og dælustöðvar við Stapa.

Lesa meira

18.2.2019 : Bláa Lónið hlýtur Steinsteypuverðlaunin

Steinsteypuverðlaunin 2019

Steinsteypuverðlaunin í ár voru veitt fyrir frumlega og vandaða notkun á steinsteypu í nýju hóteli og heilsulind Bláa Lónsins. EFLA ásamt Basalt Arkitektum sáu um hönnun og útlit steinsteypu í mannvirkinu og Jáverk sá um framkvæmdina.

Lesa meira

13.2.2019 : Erindi um hátækni á UTmessunni

Þorsteinn Helgi Steinarsson

Vel sótt UTmessa fór fram síðustu helgi í Hörpu. Á föstudeginum var haldin ráðstefna fyrir fagfólk í upplýsingatækni og hélt Þorsteinn Helgi Steinarsson hjá EFLU erindi um hátækni á tímum stafrænnar byltingar. 

Lesa meira

4.2.2019 : Varanlegar göngugötur í Reykjavík

Ráðhúsið

Reykjavíkurborg kallaði eftir samtali við íbúa og fagaðila til að ræða útfærslur og hönnun göngugatna. Eva Þrastardóttir, skipulagsfræðingur hjá EFLU, hélt erindi um það sem hafa ber í huga við breytingu blandaðra verslunargatna í göngugötur.

Lesa meira

1.2.2019 : Nýtt sjúkrahótel með hæsta skor vistvottunar á Íslandi

Sjúkrahótel LSP

Sjúkrahótel Landspítalans við Hringbraut var afhent formlega fimmtudaginn 31. janúar. EFLA kom að byggingu sjúkrahótelsins með fjölbreyttum hætti og sá m.a. um ráðgjöf vegna umhverfisvottunar samkvæmt BREEAM. Byggingin fékk hæstu einkunn í vistvottun sem hús hefur fengið hingað til hér á landi.

Lesa meira

30.1.2019 : Landark sameinast EFLU

Landark

Hönnunar- og ráðgjafarfyrirtækið Landark hefur sameinast EFLU verkfræðistofu. Landark hefur frá árinu 1983 starfað á sviði landslags- og skipulagsmála og hafa fyrirtækin átt í góðu samstarfi um langt skeið. 

Lesa meira

24.1.2019 : Meistaraverkefni um varmaendurvinnslukerfi í álveri

Leó Blær

Starfsmaður EFLU, hinn nýútskrifaði vélaverkfræðingur Leó Blær Haraldsson, vann áhugavert lokaverkefni sem hefur vakið töluverða athygli. Í verkefninu er skoðaður sá möguleiki að nýta varmann í útblástursgösum Fjarðaáls til þess að hita upp vatn sem hægt væri að nýta til húshitunar á Reyðarfirði. 

Lesa meira

22.1.2019 : Endurskoðun aðalskipulags Kjósarhrepps

Aðalskipulag Kjósarhrepps

EFLA hefur undanfarið unnið að endurskoðun Aðalskipulags Kjósarhrepps 2015-2027. Í því er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, íbúðar- og sumarhúsabyggð, ýmiss konar atvinnusvæði, verndar­svæði o.fl. 

Lesa meira

14.1.2019 : Formleg opnun Vaðlaheiðarganga

Laugardaginn 12. janúar fór fram formleg opnun Vaðlaheiðarganga, vegganga milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals. EFLA í samstarfi við GeoTek var eftirlitsaðili með framkvæmdunum. Að auki sá EFLA um hönnun rafbúnaðar í göngunum og vega utan ganga.

Lesa meira

11.1.2019 : Endurskoðun aðalskipulags Flóahrepps

Aðalskipulag Flóahrepps

EFLA hefur undanfarið unnið að endurskoðun aðalskipulags Flóahrepps 2017-2029. Í því er mörkuð stefna sveitarstjórnar um landnotkun til fram­tíðar og tekin frá svæði fyrir samgöngu- og þjón­ustu­kerfi, veitur, sumarhúsabyggð, ýmiss konar atvinnusvæði, verndar­svæði o.fl. 

Lesa meira
Síða 3 af 3