Fréttir


Fréttir: 2020

Fyrirsagnalisti

23.12.2020 : Náttúruhamfarirnar á Seyðisfirði

Náttúruhamfarir á Seyðisfirði

Aurskriðurnar sem féllu á Seyðisfjörð hafa valdið gríðarmiklu tjóni eins og sést í þrívíðu myndbandi sem EFLA hefur tekið saman fyrir Múlaþing og Veðurstofuna. Þar sést svæðið fyrir og eftir hamfarirnar.

Lesa meira

21.12.2020 : Gleðilega hátíð

jóla 2020

Við sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum hugheilar óskir um góða og gleðiríka jólahátíð.

Lesa meira

14.12.2020 : Uppbygging á miðbæjarskipulagi Akureyrar

Nýr miðbær Akureyrar

Akureyrarbær hefur tilkynnt tillögur að breytingum á miðbæjarskipulagi. EFLA, ásamt samstarfsaðilum, hefur sinnt ráðgjöf um skipulagsmál í verkefninu. 

Lesa meira

14.12.2020 : EFLA hlýtur nýsköpunarstyrk frá framleiðanda Fortnite

EFLA hlýtur nýsköpunarstyrk frá Epic Games

Bandaríski tölvuleikjarisinn Epic Games sem framleiðir meðal annars hinn vinsæla fjölspilunarleik Fornite hefur veitt EFLU nýsköpunarstyrk til að þróa rauntímahermi. 

Lesa meira

10.12.2020 : Verkhönnun nýrrar brúar í Noregi

Brú í Guðbrandsdal í Noregi

Ný brú á E6 veginum við bæinn Selsverket, u.þ.b. miðja vegu milli Osló og Þrándheims var opnuð formlega nú í desember. EFLA sá um verkhönnun brúarinnar fyrir norsku vegagerðina Statens vegvesen.

Lesa meira

9.12.2020 : EFLA þátttakandi í innviðauppbyggingu í Svíþjóð

Mastur i Svithjod

Nýverið samdi Svenska kraftnät við EFLU um þróun og hönnun á nýjum tvírása 400 kV mastrategundum sem eru hluti af uppbyggingarverkefni til næstu 20 ára.

Lesa meira

8.12.2020 : Samfélagssjóður EFLU veitir styrki til átta verkefna

Styrkhafar úr Samfélagssjóði EFLU 2020

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt styrki til átta uppbyggjandi og jákvæðra verkefna sem nýtast samfélaginu. 

Lesa meira

3.12.2020 : EFLA fær hæstu einkunn í stórum rammasamningi í Noregi

Ragnar Jónsson

Statnett, sem á og rekur flutningskerfi raforku í Noregi, hefur endurnýjað samninga sína við EFLU. Um er að ræða rammasamning fyrir ráðgjöf og hönnun en EFLA hlaut langhæstu matseinkunn þeirra sem buðu í verkefnið.

Lesa meira

27.11.2020 : Rannsóknarverkefni | Ný álmöstur

Ný hönnun álmastra í Noregi.

EFLA ásamt samstarfsaðilum í Noregi hafa unnið að þróun nýrrar mastratýpu úr áli fyrir 420 kV flutningskerfið þarlendis. Markmiðið er m.a. að auka öryggi, stytta byggingartíma og ekki síst minnka neikvæð umhverfisáhrif mastranna yfir líftímann.

Lesa meira

26.11.2020 : Verkfræðihönnun fjölbýlishúsa við Elliðabraut

Verkfræðihönnun var í höndum EFLU

Við Elliðabraut 12-22 í Norðlingaholti hafa risið sex ný og glæsileg fjölbýlishús. EFLA sá um verkfræðihönnun húsanna en sérstök áhersla var lögð á vandaða hljóðvist og loftgæði í byggingunum.

Lesa meira

18.11.2020 : Gagnvirk kort og stafræn miðlun

EFLA setur fram gögn á stafrænt form

EFLA vinnur með sveitarfélögum að skipulagsmálum og í slíkri vinnu er mikið lagt upp úr samtali og samráði við íbúa og aðra hagsmunaaðila. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu hafa óhefðbundnari leiðir verið farnar til að kynna verkefni með fjarfundum, gagnvirkum kortum og stafrænni miðlun.

Lesa meira

16.11.2020 : Verkfræðihönnun svefnskála

EFL A sá um verkfræðihönnun nýrra svefnskála.

EFLA annast verkfræðihönnun byggingar á svefnskálum fyrir Landhelgisgæsluna sem staðsettir eru á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar. 

Lesa meira

13.11.2020 : Nýtt leiðanet SVA í mótun

EFLA var ráðgjafi varðandi nýtt leiðanet strætisvagna á Akureyri

Unnið er að því að endurskipuleggja leiðanet Strætisvagna Akureyrar með það fyrir augum að bæta þjónustuna og fjölga farþegum. Áhersla er lögð á samráð við íbúa bæjarins til að móta hugmyndir. EFLA ásamt Strætó eru ráðgjafar verkefnsins og starfa í vinnuhópi með starfsfólki Akureyrarbæjar og fulltrúa notenda á Akureyri.

Lesa meira

25.10.2020 : Dýrafjarðargöng opnuð

Dýrafjarðargöng

Dýrafjarðargöng voru opnuð sunnudaginn 25. október með óvenjulegu sniði í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu. EFLA í samstarfi við Geotek, sá um verkumsjón og eftirlit með framkvæmdinni, ásamt Tækniþjónustu Vestfjarða og Pólnum frá Ísafirði.

Lesa meira

19.10.2020 : Aukin áhrif umhverfismála á atvinnulífið

Helga Jóhanna Bjarnadóttir

Vel sóttur rafrænn viðburður var haldinn á vegum faghóps Stjórnvísi um framtíðarfræði og loftslagsmál. Helga J. Bjarnadóttir, hjá EFLU, hélt erindi um áhrif umhverfismála á hagkerfið og framtíðarþróun því tengdu.

Lesa meira

13.10.2020 : Framúrskarandi fyrirtæki frá upphafi

EFLA framúrskarandi fyrirtæki

EFLA er á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2020 samkvæmt mati Creditinfo. Þetta er ellefta árið í röð sem EFLA hlýtur þessa viðurkenningu og er jafnframt eitt af 70 fyrirtækjum sem hafa verið á listanum frá upphafi. 

Lesa meira

7.10.2020 : Samfélagssjóður auglýsir eftir umsóknum

Samfélagssjóður EFLU 2020

Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóð EFLU og er umsóknarfrestur til og með 15. október næstkomandi. 

Lesa meira

6.10.2020 : Samningur um yfirferð séruppdrátta

NLSH og EFLA

EFLA og Nýr Landspítali við Hringbraut (NLSH) hafa skrifað undir samning vegna yfirferðar á séruppdráttum fyrir meðferðarkjarna (spítala). Teikningarnar eru á fimmta þúsund talsins enda verður NLSH ein stærsta bygging landsins. 

Lesa meira

1.9.2020 : Gróðurveggur vekur athygli

Gróðurveggur í Grósku - EFLA

Í nýju húsnæði Grósku í Vatnsmýrinni má sjá nýjan og glæsilegan gróðurvegg sem hefur vakið verðskuldaða athygli. EFLA kom að verkefninu með fjölbreyttum hætti og sá m.a. um forræktun plantna, lagnahönnun og stjórnbúnað.

Lesa meira

27.8.2020 : Sumarstarfsfólk EFLU kvatt

Sumarstarfsfólk EFLU 2020

EFLA leggur metnað í að styðja við háskólasamfélagið, nýsköpun og þróun og ræður efnilega háskólanemendur til starfa á sumrin. Í ár voru ráðnir 12 sumarstarfsmenn sem sinntu fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.

Lesa meira

21.8.2020 : Íshjúpun heyrúlla og nútíma samgöngumáti

Starfsfólk EFLU sem vinnur að nýsköpunarverkefnum

Nýsköpun hefur ávallt verið í hávegum höfð hjá EFLU og starfsfólk hefur unnið að mörgum áhugaverðum nýsköpunar- og rannsóknarverkefnum. Í sumar hafa þrjú metnaðarfull rannsóknarverkefni verið unnin af háskólanemum og meðal viðfangsefna er íshjúpun heyrúlla, sjálfakandi almenningsvagnar og áhrif deiliþjónustu á ferðavenjur. 

Lesa meira

7.7.2020 : Úrvals skrifstofuhúsnæði til leigu

Lynghals4_til_leigu

Við hjá EFLU tökum mið af þörfum okkar fólks og vorið kallaði á breytta vinnutilhögun og aukna fjarvinnu. Það hefur því rýmkað til í nýja skrifstofuhúsnæðinu okkar að Lynghálsi 4 og leitum við að meðleigjanda. 

Lesa meira

6.7.2020 : Verðlaunatillaga um framtíðaruppbyggingu NLFÍ

Verðlaunatillaga EFLU og Arkþing

Tillaga Arkþing-Nordic og EFLU hlaut fyrstu verðlaun í opinni hugmyndasamkeppni um framtíðaruppbyggingu Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands. 

Lesa meira

2.7.2020 : Ný brú yfir Eyjafjarðará

Vesturbrú á Akureyri

Ný brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár var vígð fimmtudaginn 1. júlí og fékk nafnið Vesturbrú. EFLA sá um hönnun brúarinnar og reiðstíga.

Lesa meira

26.6.2020 : Nýr vefur - Samfélagsskýrslu EFLU

Samfélagsskýrsla - vefsvæði

EFLA hefur tekið saman upplýsingar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og birtir þær bæði í prentútgáfu og nú í fyrsta sinn á nýju vefsvæði. Á vefnum má finna upplýsingar um árangur fyrirtækisins sem snúa að umhverfismarkmiðum EFLU og öðrum viðfangsefnum tengdum samfélagsábyrgð.

Lesa meira

25.6.2020 : Meiri notkun endurnýjanlegrar orku

Landsvirkjunundirritun22062020-002

Síðastliðin ár hafa fiskimjölsverksmiðjur hérlendis unnið markvisst að því að gera framleiðsluna umhverfisvænni. EFLA hefur veitt ráðgjöf varðandi verkefnið og meðal þess sem hefur áunnist er aukin rafvæðing verksmiðja og minni notkun á olíu.

Lesa meira

11.6.2020 : Ljósleiðaravæðing í dreifbýli

Ljósleiðari

EFLA sá um ráðgjöf, umsóknir og útboð fyrir Mosfellsbæ til uppbyggingar ljósleiðarakerfis í dreifbýli bæjarins.

Lesa meira

20.5.2020 : EFLA hlýtur Kuðunginn 2019

Kudungurinn

EFLA hlaut í dag Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu Umhverfis- og auðlindaráðuneytis, fyrir framúrskarandi starf í umhverfismálum á síðasta ári. Kuðungurinn er veittur árlega og er viðurkenning á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála.

Lesa meira

8.5.2020 : Verkfræðihönnun Grunnskólans í Hveragerði

Grunnskólinn í Hveragerði

EFLA sá um alla verkfræðihönnun fyrir nýja viðbyggingu við Grunnskólann í Hveragerði. Skóflustunga að viðbyggingunni var tekin á dögunum en gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í júlí 2021.

Lesa meira

8.5.2020 : Stofnleiðir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu

Hjól

EFLA veitir ráðgjöf vegna uppbyggingar á stofnleiðum fyrir hjólreiða á höfuðborgarsvæðinu en ríki og samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu standa að uppbyggingunni. 

Lesa meira

20.4.2020 : Framkvæmdir við Hús íslenskunnar

Hús íslenskra fræða og EFLA

Byggingarframkvæmdum við Hús íslenskunnar miðar vel áfram og um þessar mundir stendur yfir uppsteypa fyrstu hæðar hússins. EFLA er í hlutverki byggingarstjóra í verkefninu og sá um hljóðvistarhönnun, bruna- og öryggishönnun og umhverfisráðgjöf í tengslum við BREEAM.

Lesa meira

7.4.2020 : Aðalskipulag sjö sveitarfélaga í endurskoðun

EFLA vinnur að aðalskipulagsmálum sjö sveitarfélaga

Um þessar mundir vinnur EFLA að endurskoðun aðalskipulags með sjö sveitarfélögum víðsvegar um landið. Slík vinna er umfangsmikil og tekur að jafnaði tvö til þrjú ár. 

Lesa meira

3.4.2020 : Tvöföldun Suðurlandsvegar

Tvöföldun Suðurlandsvegar

Fyrirhugað er að hefja tvöföldun Suðurlandsvegar ásamt því að lengja undirgöng við Krókháls. EFLA sá um alla veghönnun og hönnun undirganga og kemur til með að fylgja verkinu eftir út verktímann.

Lesa meira

18.3.2020 : Leyfisveiting eykur þjónustuframboð

Flugvel

Hlutdeildarfélag EFLU, Aero Design Global, hefur hlotið „Design Organization Approval (DOA) leyfisveitingu frá Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA). Með þessari viðbót við núverandi leyfisveitingar eykst þjónustuframboð fyrirtækisins til muna.

Lesa meira

18.3.2020 : Starfsemi næstu vikna

Reykjavík

Vegna yfirstandandi COVID-19 faraldurs hefur EFLA gripið til margvíslegra ráðstafana sem miða að því að verja heilsu starfsmanna, tryggja eðlilega starfsemi fyrirtækisins og óskerta þjónustu við viðskiptavini. Við fylgjumst með þróuninni frá degi til dags og förum í einu og öllu eftir tilmælum yfirvalda.

Lesa meira

17.3.2020 : Breyttur opnunartími

EFLA Lynghálsi 4

Opnunartími allra starfsstöðva EFLU tekur breytingum frá og með mánudeginum 23. mars og verður núna opið alla virka daga frá kl 8:00-16:00.

Lesa meira

10.3.2020 : Landtenging Norrænu kynnt á málþingi

Norræna á Seyðisfirði

EFLA tók þátt í málþingi um orkuskipti á Austurlandi þar sem fjallað var um vistvænar lausnir í haftengdri starfsemi. Fulltrúi EFLU sagði frá framvindu verkefnis á Seyðisfirði sem miðar að landtengingu Norrænu. 

Lesa meira

14.2.2020 : Kolefnisspor umbúða hjá Ölgerðinni

Ölgerðin - Kolefnisspor umbúða

EFLA reiknaði út kolefnisspor mismunandi tegunda umbúða sem Ölgerðin notar fyrir drykkjarvörur sínar og tók greiningin mið af framleiðslu og flutningi umbúðanna. Helstu niðurstöður, út frá umhverfislegum sjónarmiðum, sýndu að ekki er ákjósanlegt að tappa á drykki erlendis og flytja inn fullar umbúðir. Einnig kom í ljós að hlutfall endurunninna efna í framleiðslu umbúða skiptir verulegu máli hvað kolefnissporið varðar.

Lesa meira

12.2.2020 : Rakaskemmdir og gluggaísetningar umfjöllunarefni lokaverkefna háskólanema

Nemendaverkefni HR

Sérfræðingar EFLU á sviði fasteignaviðhalds voru leiðbeinendur í tveimur lokaverkefnum nemenda í byggingartæknifræði við HR. Annað verkefnið rannsakaði orsakir rakaskemmda í íbúðarhúsnæði og hitt fjallaði um gluggaísetningar hérlendis. 

Lesa meira

10.2.2020 : Verkfræðihönnun í nýrri byggingu Alþingis

Alþingi

Fyrsta skóflustungan að nýrri skrifstofubyggingu Alþingis var tekin á dögunum. Byggingin mun fela í sér byltingu fyrir starfsemi Alþingis. EFLA sér um alla verkfræðihönnun í verkinu.

Lesa meira
Síða 1 af 2