Fréttir


Fréttir: janúar 2020

Fyrirsagnalisti

29.1.2020 : Samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog

EFLA - brúarhönnun

Teymi EFLU og Studio Granda hefur verið valið sem eitt af sex teymum sem taka þátt í samkeppni um hönnun brúar yfir Fossvog, milli Reykjavíkurflugvallar og Kársness. Brúin mun þjóna almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum og gegna lykilhlutverki í 1. áfanga Borgarlínu. 

Lesa meira

22.1.2020 : Hönnunarleiðbeiningar fyrir hjólreiðar

Grensásvegur

Gefnar hafa verið út nýjar hönnunarleiðbeiningar um þróun samgöngukerfa fyrir hjólreiðar. EFLA, í samstarfi við samráðshóp, sá um gerð hönnunarleiðbeininga sem eru gefnar út af samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og Vegagerðinni.

Lesa meira

15.1.2020 : Aksturshraði í hringtorgum

Hraði á hringtorgum | EFLA

EFLA vann rannsóknarverkefni þar sem skoðað var samspil hönnunar hringtorga og umferðarhraða í þéttbýli og dreifbýli. Helstu niðurstöður sýna að hraði við inn- og útkeyrslur hringtorga í þéttbýli er meiri en æskilegt er. Hringtorg í dreifbýli draga almennt séð úr umferðarhraða en hönnun á slíkum hringtorgum er síður æskileg í þéttbýli.

Lesa meira

8.1.2020 : Hvatningarverðlaun í þágu umhverfismála

Samtök Grænkera á Íslandi veitti EFLU hvatningarverðlaun fyrir frábært starf á sviði umhverfismála. Viðurkenningin er tilkomin vegna Matarspors, þjónustuvefs EFLU, sem reiknar kolefnisspor matvæla.

Lesa meira