Fréttir


Fréttir: 2021

Fyrirsagnalisti

22.12.2021 : Endurbætt útivistarsvæði við Esju

Útivistarsvæði við Esju. EFLA ráðgjöf. Yfirlitsmynd.

Síðastliðin sex ár hefur EFLA unnið með Skógræktarfélagi Reykjavíkur að framkvæmdum varðandi þróun og endurbætur á útivistarsvæðinu við Esjuna, en svæðið er eitt það vinsælasta á höfuðborgarsvæðinu. EFLA sá m.a. um hönnun, ráðgjöf og útfærslu á nýjum göngu- og hjólastígum þar sem öryggis- og aðgengismál voru höfð að leiðarljósi.

Lesa meira

21.12.2021 : Gleðilega hátíð

Gleiðilega hátíð. Jólakort 2021 á íslensku.

EFLA sendir viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um góða og gleðiríka jólahátíð. EFLA þakkar ánægjulegt samstarf og samvinnu á árinu sem er að líða.

Lesa meira

8.12.2021 : Vinningstillaga um nýja brú yfir Fossvog

Fossvogsbrú

EFLA, ásamt BEAM Architects, varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um nýja brú yfir Fossvog. Úrslitin voru kynnt á fundi fyrr í dag en þrjár tillögur komust áfram í lokaumferð samkeppnarinnar.

Lesa meira

6.12.2021 : Þjóðhagslegur kostnaður vegna rafmagnstruflana

Rafmagn í Reykjavík

EFLA vann skýrslu um þjóðhagslegan kostnað vegna rafmagnstruflana í dreifi- og flutningskerfi raforku árið 2020 fyrir Starfshóp um rekstrartruflanir. Áætlaður kostnaður af rafmagnsleysi vegna fyrirvaralaustra truflana er metinn á um 1.928 m.kr eða um 770 kr./kWh.

Lesa meira

2.12.2021 : Samfélagssjóður EFLU styrkir tíu verkefni

Samfélagssjóður EFLU veitir styrk

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt fjárstyrki til tíu samfélagsverkefna. Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Lesa meira

17.11.2021 : Allt um steypu á árlegum Steinsteypudegi

EFLA á Steinsteypudeginum 2021
Árlegur Steinsteypudagur fór fram nýverið og voru fulltrúar EFLU með kynningarbás, fluttu erindi um steypt burðarvirki í Landsbankanum og birtu grein í Sigmáli, tímariti Steinsteypufélagsins.  Lesa meira

17.11.2021 : Stuðningur við Rampa í Reykjavík

EFLA styður við verkefnið Rampar í Reykjavík

EFLA styður við átakið Römpum upp Reykjavík sem er ætlað að auka aðgengi hreyfihamlaðra að hinum ýmsu stöðum um miðborgina. Nýverið var haldinn blaðamannafundur þar sem framtakið var kynnt.

Lesa meira

17.11.2021 : Nýr vatnstankur í Mosfellsbæ

Vatnstankur sem EFLA hannaði í Mosfellsbæ

Nýverið lauk framkvæmdum við byggingu vatnstanks í Úlfarsfellshlíðum í Mosfellsbæ. EFLA kom að öllum áföngum verkefnisins og sá m.a. um forathugun, verkhönnun og landmótun.

Lesa meira

16.11.2021 : Nýir drónar bætast í flotann

Nýr EFLU-dróni

Tveir nýir drónar hafa bæst við í flugflota EFLU. Drónarnir eru af gerðinni DJI Matrice 300 RTK og gera EFLU kleift að bjóða enn fjölbreyttari þjónustuleiðir í tengslum við öflun gagna með drónum.

Lesa meira

13.11.2021 : Róbótar sem vinna við hlið starfsfólks

Akraborg

EFLA, í samstarfi við PERUZA, hefur unnið að hönnun og virkni á liðsinnisróbótum (e. cobot) í framleiðslufyrirtækinu Akraborg. Róbótarnir koma til með að tvöfalda afkastagetu pökkunarlínunnar og létta á líkamlegu álagi á starfsfólk.

Lesa meira

12.11.2021 : Jarðstrengur í Vopnafjarðarlínu 1 tekinn í rekstur

Jardstrengir-EFLA-2

Landsnet hefur tekið í notkun níu km langan jarðstreng yfir Hellisheiði eystri fyrir Vopnafjarðarlínu 1. EFLA sá m.a. um verkhönnun, útboðsgögn og sinnti verkeftirliti.

Lesa meira

7.11.2021 : Samgönguverkefni EFLU kynnt á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

Nýverið hélt Vegagerðin sína árlegu rannsóknaráðstefnu og þar kynnti starfsfólk EFLU stöðu verkefna sem hafa fengið styrk úr rannsóknasjóð. 

Lesa meira

4.11.2021 : Vel sótt EFLU-þing um hringrásarhagkerfi

EFLU þing

Húsfyllir var á EFLU-þingi, þann 28. október, þegar um 90 fulltrúar atvinnulífs og hins opinbera ræddu mikilvægi hringrásarhugsunar. Eftir ráðstefnuna var haldin vinnustofa með fræðimönnum frá DTU um sex áherslur í átt að hringrásarhagkerfi.

Lesa meira

29.10.2021 : Kröflulína 3 spennusett

Kröflulína 3 - EFLA

Lengsta háspennulína sem Landsnet hefur byggt, Kröflulína 3, var spennusett nýverið. Um er að ræða 122 km langa háspennulínu, með 328 möstrum, sem liggur um þrjú sveitarfélög. EFLA tók þátt í verkefninu með margvíslegum hætti og sá meðal annars um verk- og útboðshönnun.

Lesa meira

26.10.2021 : Ný raforkuspá er komin út

Rafmagn Hafnarfjordur

Orkustofnun hefur gefið út nýja raforkuspá fyrir 2021-2060 og koma sérfræðingar EFLU á sviði orkumálaráðgjafar að gerð skýrslunnar.

Lesa meira

20.10.2021 : EFLA er framúrskarandi frá upphafi

EFLA er framúrskarandi

EFLA er í hópi framúrskarandi fyrirtækja árið 2021 samkvæmt mati Creditinfo. EFLA hefur hlotið þessa viðurkenningu 12 ár í röð og er jafnframt eitt af 61 fyrirtækjum sem hefur verið á listanum frá upphafi. 

Lesa meira

19.10.2021 : Góður árangur í lækkun kolefnisspors

oli og helga

Hjá EFLU er unnið að rúmlega 3.000 verkefnum árlega og mikil áhersla er lögð á að veita ráðgjöf sem hefur jákvæðari umhverfisleg áhrif, sérstaklega hvað varðar loftslagsmál. 

Lesa meira

18.10.2021 : Orkuskipti framundan í Sundahöfn

Eimskip hafnarsvæði

Rafvæðing hafna er á fullu stími og nú styttist í að flutningsskip Eimskips verði landtengd við rafmagn. EFLA hefur unnið þétt við hlið Eimskips til að verkefnið verði að veruleika.

Lesa meira

14.10.2021 : EFLA tekur þátt í Arctic Circle

Arctic Circle og EFLA

Alþjóðlega ráðstefnan Arctic Circle fer fram í Hörpu 14-17 október og tekur EFLA þátt í ráðstefnunni. Fulltrúar EFLU hafa skipulagt málstofu á laugardaginn um beislun vindorku og framleiðslu rafeldsneytis á norðlægum slóðum. 

Lesa meira

11.10.2021 : Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum

Samfélagssjóður EFLU 2021

Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóð EFLU og er umsóknarfrestur til og með 18. október næstkomandi. Samfélagssjóðurinn veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu.

Lesa meira

11.10.2021 : Deilibílar í þremur sveitarfélögum

Deilibíll í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarbær, Akureyrarbær og Garðabær eru þátttakendur í tilraunaverkefni um deilibíla sem leitt er af EFLU í samstarfi við Zipcar deilibílaleigu. Verkefnið hlaut styrk úr rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar og verður til reynslu næstu sex mánuði.

Lesa meira

1.10.2021 : EFLU-þing: Hringrásarhagkerfið. Miðlum reynslunni til árangurs

EFLU-þing
Þann 28. október fer fram EFLU-þing um hringrásarhagkerfið. Um er að ræða annars vegar ráðstefnu og hins vegar vinnustofu með því markmiði að fjalla um og styðja við þá sem eru að innleiða hringrásarhugsun í sinni starfsemi. Lesa meira

28.9.2021 : Eldsneytisspá Orkustofnunar er komin út

olíutankar

Ný eldsneytisspá orkuspárnefndar fyrir 2021-2060 hefur verið gefin út. Starfsfólk EFLU er í starfshóp nefndarinnar og kemur að útgáfu skýrslunnar.

Lesa meira

16.9.2021 : Sendiráðsfulltrúar í heimsókn

Sendiráð Íslands í Noregi kom í heimsókn til EFLU

EFLA í Noregi fékk til sín góða gesti þegar fulltrúar sendiráðs Íslands komu við á skrifstofuna í Osló. Tilgangurinn var að kynnast starfseminni og skoða möguleikana á að styrkja viðskiptatengsl milli landanna enn frekar. 

Lesa meira

14.9.2021 : Ráðstefna um bundin slitlög

Elín Ríta
Vegagerðin heldur ráðstefnu þar sem fjallað verður um klæðingar og malbik á vegum. Fulltrúi EFLU heldur erindi á ráðstefnunni og segir frá niðurstöðum rannsóknarverkefnis um endingu malbikaðra slitlaga.  Lesa meira

9.9.2021 : Verkfræðihönnun salernishúsa við Dettifoss

Salernishús við Vatnajökul

Ný salernishús hafa verið tekin í notkun við Dettifoss í Vatnajökulsþjóðgarði. EFLA sá um verkfræðihönnun og útfærslu salernislausna en á svæðinu er hvorki vatn né rafmagn og þarfnaðist verkefnið því töluverðrar útsjónarsemi.

Lesa meira

7.9.2021 : Græn tímamót í sjávarútvegi

Landtenging SVN - ráðgjöf EFLA

Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar á Norðfirði voru tengd landtengingu í síðustu viku og þar með var fyrsta skrefið stigið í átt að umhverfisvænum orkugjafa. EFLA hefur átt í farsælu samstarfi við sjávarútvegsfyrirtækið í þessu verkefni. 

Lesa meira

6.9.2021 : Námskeið í PLS-Cadd

Námskeið hjá EFLU - PLS

EFLA, sem er viðurkenndur umboðsaðili fyrir Power Line Systems (PLS) hugbúnaðarlínuna, býður upp á margvísleg námskeið, tæknilega aðstoð og þjónustu varðandi PLS hugbúnaðinn. Næsta námskeið í PLS-CADD hefst 13. september og fer fram á netinu. 

Lesa meira

27.8.2021 : Golfmót viðskiptavina EFLU

Golfmót EFLU 2021

Síðastliðinn föstudag fór fram golfmót viðskiptavina EFLU. Það voru 92 kylfingar sem tóku þátt í mótinu sem fór fram við frábærar aðstæður á Grafarholtsvelli.

Lesa meira

24.8.2021 : Samfélagssjóður styrkir vegglistaverk á Flateyri

Jean Larson. Flatbirds

Á Flateyri hafa verið töfruð fram frumleg og eftirtektarverð vegglistaverk á húsveggjum bygginga víðsvegar um þorpið. Verkefnið hlaut styrk úr samfélagssjóði EFLU síðastliðið haust.

Lesa meira

23.8.2021 : Sumarstarfsfólk EFLU

Sumarstarfsfolk EFLU 2021
EFLA leggur mikla áherslu á góð tengsl við háskólasamfélagið og á hverju ári eru efnilegir nemar ráðnir til starfa. Í sumar voru 20 aðilar sem bættust í hóp starfsmanna EFLU. Þau sinntu sinntu fjölbreyttum verkefnum á flestum sviðum ásamt þremur áhugaverðum nýsköpunarverkefnum. Lesa meira

16.8.2021 : Róbóti sem léttir verkin

Róbóti í MS

EFLA hefur lokið við hönnun, smíði og uppsetningu á endurbættu róbótakerfi fyrir MS á Selfossi. Hlutverk róbótans er m.a. að sækja og stafla kössum á vörubretti.

Lesa meira

9.8.2021 : Þola jarðstrengir álag frá hraunflæðinu?

Fagradalsfjall - eldgos - verkefni EFLU

Um þessar mundir fer fram athugun við gosstöðvarnar til að kanna hversu mikið álag jarðstrengir þola af hita og áhlaupi frá hraunflæðinu. Tilgangurinn er að draga lærdóm af tilrauninni sem gæti nýst við sambærilegar aðstæður.

Lesa meira

4.8.2021 : Tvö störf laus til umsóknar

Laus störf hjá EFLU

EFLA leitar að tveimur liðsfélögum, annars vegar raflagnahönnuði og hins vegar tækniteiknara. Um er að ræða störf á iðnaðarsviði í fagteymi raf- og fjarskipta.

Lesa meira

21.7.2021 : Verkefnastjóri í skipulagsmálum

Við leitum að verkefnisstjóra í skipulagsmálum.

Vilt þú taka þátt í mótun samfélagsins? EFLA leitar að öflugum verkefnisstjóra í skipulagsmálum á samfélagssvið fyrirtækisins.

Lesa meira

14.7.2021 : Hólasandslína 3 tekur á sig mynd

Möstur Hólasandslínu. Mynd: Mannvit.

Möstur Hólasandslínu 3 rísa nú á Hólasandi á Norðurlandi. Línan er hluti af nýrri byggðalínu Landsnets og annaðist EFLA útboðs- og verkhönnun á bæði loftlínu og 10 km jarðstreng, þeim lengsta á landinu. 

Lesa meira

8.7.2021 : EFLA vinnur að undirbúningi framtíðarhúsnæðis Tækniskólans

Tækniskólinn

Staðsetning nýs Tækniskóla hefur verið staðfest af stjórnvöldum, Hafnarfjarðarbæ og Tækniskólanum og mun rísa við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. EFLA vann valkostagreiningu fyrir framtíðarhúsnæði skólans í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið KPMG.

Lesa meira

6.7.2021 : EFLA kaupir Tækniþjónustu Vestfjarða

Sæmundur Sæmundsson og Samúel Orri Stefánsson

EFLA og Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. hafa undirritað samning um að EFLA kaupi allt hlutfé Tækniþjónustunnar. Sameiningin mun styrkja áherslu EFLU á nærþjónustu á landsbyggðinni. 

Lesa meira

25.6.2021 : Ný skýrsla um loftslagsávinning endurnýtingar steinsteypu

Hjólastígur í Reykjavík

EFLA vann að rannsóknarskýrslu fyrir Vegagerðina um ávinning af endurnýtingu steypuúrgangs sem fyllingarefni í vegbyggingu. 

Lesa meira

24.6.2021 : Ný viðbygging á Keflavíkurflugvelli

Hafnar eru framkvæmdir vegna byggingar á 20.000 fermetra viðbyggingar við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. EFLA tekur þátt í hönnunarstjórn og sinnir margvíslegri verkfræðiráðgjöf vegna viðbyggingarinnar.

Lesa meira
Síða 1 af 2