Fréttir


Fréttir: september 2022

Fyrirsagnalisti

30.9.2022 : Samvinna skiptir miklu máli

anna-snjolaug-sumar

„Þau hafa tekið mjög vel á móti mér og hafa ávallt verið tilbúin að hjálpa mér þegar ég hef verið í vafa og svara öllum þeim spurningum sem ég hef haft, greinilegt að hér ríkir mjög góður vinnuandi,“ segir Anna Snjólaug Valgeirsdóttir sem var hluti af hópi sumarstarfsfólks EFLU.

Lesa meira

26.9.2022 : Mikil ánægja með Sjávarútveg 2022

sjavarutvegur-2022-bas

EFLA var þátttakandi á sýningunni Sjávarútvegur 2022 sem haldin var í Laugardalshöll í liðinni viku. Fjöldi fólks heimsótti bás EFLU alla þrjá dagana sem sýningin stóð yfir.

Lesa meira

23.9.2022 : Gefur góða reynslu fyrir framtíðarstörf

atli-gudjonsson-sumar

„Mjög vel hefur gengið að vinna að þessum verkefnum, starfsfólk hefur tekið vel á móti mér og hjálpað við að komast af stað,” segir Atli Guðjónsson sem var hluti af sumarstarfsfólki EFLU í sumar. Atli er 31 árs Reykvíkingur með B.Sc gráðu í orku- og umhverfistæknifræði.

Lesa meira

21.9.2022 : EFLA tekur þátt í sýningunni Sjávarútvegur 2022

1920_1080_skjamyndth_cmyk

Fulltrúar EFLU verða á sýningunni Sjávarútvegur 2022 sem hefst í Laugardalshöllinni í dag og verður í gangi fram á föstudag. EFLA er með stærðarinnar bás á besta stað á sýningarsvæðinu og bjóðum við áhugasömum að kíkja við og ræða við sérfræðinga EFLU.

Lesa meira

16.9.2022 : Innsýn inn í atvinnulífið á Íslandi

sumarstarf-vilhjalmur

„Það hefur gengið vel að mestu leyti að takast á við þessi verkefni. Þau eru ólík í eðli sínu og hafa veitt innsýn inn í mismunandi hluta fagsviðsins. Það tók tíma að koma sér inn í þau og kynna sér fræðin bakvið ýmsa hluta en reynsla úr háskólanum hefur komið að góðum notum,“ segir Vilhjálmur Jónsson, einn af sumarstarfsfólki EFLU.

Lesa meira

9.9.2022 : Reynsla sem hefur mótað áhugasviðið

Sara-kolo-web

„Mér hefur tekist ágætlega að vinna öll verkefnin. Þau hafa verið mis krefjandi en alltaf jafn skemmtileg og fjölbreytt,” segir Sara Kolodziejczyk, 23 ára sumarstarfsmaður EFLU á Egilsstöðum. Sumarið var hennar þriðja hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

5.9.2022 : Útsýnispallur á Bolafjalli formlega vígður

Útsýnispallurinn á Bolafjalli var formlega vígður fimmtudaginn 1. september að viðstaddri ríkisstjórn Íslands og öðrum gestum. Það var Pétur Vigfússon, íbúi í Bolungarvík, sem klippti á borðann og formlega opnaði útsýnispallinn. Bolafjall er afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna á norðanverðum Vestfjörðum og frá fjallinu er stórbrotið útsýni.

Lesa meira

3.9.2022 : Hef gaman af mannlega þættinum

egill-milan

„Það hefur almennt séð gengið ágætlega,“ segir Egill Milan Gunnarsson sem starfaði sem sumarstarfsmaður hjá EFLU í sumar. „Það kom oft fyrir að ég festist í hinum ýmsu verkefnum og á köflum var erfitt að læra á forritin sem ég þurfti að nota, en það var létt að fá aðstoð og ég er nokkuð sáttur með það sem ég hef skilað af mér fram að þessu,“ bætir þessi 24 ára Reykvíkingur við.

Lesa meira