Fréttir


Fréttir: 2023

Fyrirsagnalisti

26.5.2023 : Skilvirk þurrkun á timbri

EFLA hlaut styrk frá Loftslagssjóði fyrir verkefnið Þurrkun á timbri með jarðvarma. Verkefnið var unnið með hópi aðila frá Skógræktinni, Fjölinni timburvinnslu ehf., Límtré-Vírneti og Trétækniráðgjöf slf. 

Lesa meira

25.5.2023 : Samtal um nýsköpun í Elliðaárstöð

Reynir Sævarsson, fyrirliði nýsköpunar og þróunar hjá EFLU, tekur þátt í umræðum á viðburði Orkuveitu Reykjavíkur sem er hluti af dagskrá Nýsköpunarviku, Iceland Innovation Week. Viðburðurinn verður í dag, fimmtudaginn 25. maí, í Elliðaárstöð og hefst kl. 12.

Lesa meira

24.5.2023 : Ísgöngin til umfjöllunar erlendis

Reynir Sævarsson, fyrirliði viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, og Hallgrímur Örn Arngrímsson, fyrrum starfsmaður EFLU og nú viðskiptastjóri á samgöngu- og umverfissviði Verkís, skrifuðu nýverið saman grein um gerð ísganganna í Langjökli sem formlega opnuð voru í júní 2015.

Lesa meira

10.5.2023 : EFLA á Degi stafrænnar mannvirkjagerðar

Fulltrúar EFLU eru þátttakendur á ráðstefnunni og sýningunni Dagur stafrænnar mannvirkjagerðar sem fram fer í Silfurbergi, Hörpu fimmudaginn 11. maí.

Lesa meira

4.5.2023 : Fulltrúar EFLU á Fagþingi Samorku

Nokkrir fulltrúar frá EFLU eru með erindi á Fagþingi Samorku í hita-, vatns- og fráveitum sem haldið er á Selfossi dagana 3. - 5. maí. Alls verða 70 fyrirlestrar á fagþinginu og er áætlað að um 220 gestir verði á svæðinu.

Lesa meira

27.4.2023 : EFLA styrkir Kvennaathvarfið

Kvennaathvarfinu var í dag veittur styrkur úr Samfélagssjóði EFLU. Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, afhenti Lindu Dröfn Gunnarsdóttur, framkvæmdastýru Kvennaathvarfsins styrkinn, fjórar milljónir króna, á aðalfundi athvarfsins. 

Lesa meira

3.4.2023 : Opnunartími EFLU um páskana

L4-web

Opnunartími skrifstofu EFLU helst óbreyttur í kringum páskana.

Lesa meira

28.3.2023 : Þjóðhagslegur kostnaður raforkuskerðinga síðasta árs

EFLA vann nýlega að greiningu fyrir Landsnet á umfangi skerðingar á raforku veturinn 2021-2022 og þeim þjóðhagslega kostnaði sem skerðingarnar höfðu í för með sér. 

Lesa meira

27.3.2023 : Þjóðgarðsmiðstöð vígð á Hellissandi

EFLA er einn af þeim aðilum sem komu að hönnun á þjóðgarðsmiðstöð Snæfellsjökulsþjóðgarðs á Hellissandi sem var vígð föstudaginn 24. mars.

Lesa meira

24.3.2023 : Konur í orkumálum í heimsókn

Konur í orkumálum mættu í heimsókn í EFLU í síðustu viku þar sem haldnar voru áhugaverðar kynningar og sköpuðust skemmtilegar umræður.

Lesa meira

23.2.2023 : Fjórir styrkir úr Aski

askur-uthlutun-2023

Fjögur verkefni frá starfsfólki EFLU fengu styrki úr Aski – mannvirkjasjóði en alls skiptu 39 verkefni með sér 95 milljónum króna sem var úthlutað að þessu sinni. Styrkirnir eru veittir til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

Lesa meira

20.2.2023 : EFLA eina fyrirtækið sem uppfyllti gæðakröfur

EFLA fékk nýverið stóran ráðgjafasamning fyrir Svenska kraftnät í Svíþjóð sem fellst í því að hanna nýjar mastratýpur fyrir raforkuflutningskerfið þar í landi. Fleiri sænskar verkfræðistofur buðu í verkefnið en EFLA var eina fyrirtækið sem uppfyllti þær miklu gæðakröfur sem Svenska kraftnät setti fram.

Lesa meira

13.2.2023 : Sæmundur kynnti skýrslu á Viðskiptaþingi

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU og formaður orku-, umhverfis- og sjálfbærnihóps Viðskiptaráðs, kynnti skýrslu hópsins á Viðskiptaþingi 9. febrúar sl.

Lesa meira

10.2.2023 : Vök Baths fær Steinsteypuverðlaunin

Vök Baths fengu í dag Steinsteypuverðlaunin 2023, en verðlaunin voru veitt á Steinsteypudeginum sem haldinn var á Grand Hótel í dag. 

Lesa meira

8.2.2023 : EFLA á árlegum Steinsteypudegi

EFLA á Steinsteypudeginum 2021

EFLA verður á Steinsteypudeginum sem haldinn verður á Grand Hótel föstudaginn 10. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð sem er haldin af Steinsteypufélaginu. 

Lesa meira

3.2.2023 : EFLA á Framadögum 2023

EFLA verður á Framadögum sem verða haldnir í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð fyrir ungt fólk til að kynna sér fyrirtæki og starfsmöguleika, hvort sem er til framtíðar eða vegna sumarstarfa.

Lesa meira

1.2.2023 : Niðurstaða vinnustofu að brýn þörf sé á breytingum

Hringras-02

Ísland stendur nágrannaþjóðum að baki þegar kemur að innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði og brýn þörf er fyrir breytingar. Þetta er skýr niðurstaða Vinnustofu Hringborðs Hringrásar um innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði sem fór fram í Grósku þann 19. janúar.

Lesa meira

31.1.2023 : Hvað gerist þegar vindinn lægir?

Kiddi_Kolla_800_600_2

Landsvirkjun heldur opinn fund um aflstöðu raforkukerfisins og áhrif á þróun vindorku. Fundurinn verður haldinn á Reykjavík Natura Hotel fimmtudaginn 2. febrúar kl. 9:00. Þar verður fjallað um stöðu mála í raforkukerfinu og þær áskoranir sem á því steðja.

Lesa meira

13.1.2023 : Rafrænar upplýsingar um vegabréf

vegabref

Teymi hugbúnaðarlausna á iðnaðarsviði EFLU tók þátt í að þróa lausn sem gerir landsmönnum kleift að nálgast upplýsingar um vegabréfið sitt og barna í sinni forsjá. Lausnin má finna undir skírteini inni á „mínum síðum“ á Island.is. Hlutverk EFLU er að halda utan um Skilríkjaskrá og miðla upplýsingum til vefs island.is og taka við skráningum þaðan.

Lesa meira

3.1.2023 : Styrkir sem nýtast víða í samfélaginu

Samfélagssjóður EFLU styrkti nokkur verkefni í haustúthlutun sjóðsins fyrir árið 2022. Við fengum fulltrúa þeirra til að segja frá þeim verkefnum sem hafa verið unnin á árinu 2022 og hvernig styrkurinn muni nýtast á nýju ári.

Lesa meira