Fréttir


Fréttir: 2023

Fyrirsagnalisti

31.12.2023 : Annáll 2023 | Afmæli, árangur og orka

kvennafri
Innan veggja EFLU er ávallt handagangur í öskjunni. Vissulega snýst mest allt um verkefnin sem starfsfólk EFLU vinnur fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila. Stökum sinnum þarf þó að sinna öðrum hlutum og hneppa öðrum hnöppum. Lesa meira

29.12.2023 : Annáll 2023 | Viðurkenningar, vistferilsgreining og viljayfirlýsing

Eftir vel unnin verk er vel þegið að fá klapp á bakið sem hvetur okkar fólk til áframhaldandi góðra verka. Starfsfólk EFLU tók á móti nokkrum viðurkenningum fyrir verk sín á þessu ári auk þess sem verkefni þar sem EFLA var á meðal þátttakanda voru verðlaunuð.

Lesa meira

28.12.2023 : Annáll 2023 | Kynningar, konur og kennarar

Sem fyrr var töluvert mikið um heimsóknir á þessu ári. Bæði þar sem starfsfólk EFLU kíkti í heimsókn til annarra og þar sem aðrir litu við hjá starfsfólki EFLU víða um heim.

Lesa meira

26.12.2023 : Annáll 2023 | Hitaveita, hafnir og Hringrásarveggur

Við viljum alltaf taka þátt í samtali og tækifærin til að eiga í samtali um mikilvæg málefni eru víða. Starfsfólk EFLU tók þátt í fjölmörgum ráðstefnum, málþingum og fundum á árinu. 

Lesa meira

25.12.2023 : EFLA hefur lokið við gerð þrívíddarmódels frá Grindavík

Myndmælingateymi EFLU hefur fullklárað þrívíddarmódel af Grindavík sem það vann fyrir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Módelin er hægt er að sjá hér að neðan með því að smella á View in 3D

Lesa meira

24.12.2023 : Hátíðarkveðja frá starfsfólki EFLU

Við sendum viðskiptavinum okkar, samstarfsaðila og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðilega hátíð um leið og við þökkum fyrir samskiptin og samstarfið á árinu sem er að líða.

Lesa meira

23.12.2023 : Annáll 2023 | Fjölmiðlar, fyrirbæri og fræðsla

Fjölmiðlar leita reglulega til starfsfólks EFLU til að fá sérfræðiálit þess á fjölbreyttum málefnum og í ár var engin undantekning. Þeir komu ekki að tómum kofanum þar því starfsfólk EFLU hefur gríðarlega mikla og fjölbreytta þekkingu sem það vill gjarnan deila með öðrum.

Lesa meira

22.12.2023 : Annáll 2023 | Kraftur, kór og klukk

group photo

EFLA er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem reynir stöðugt að láta gott af sér leiða. Samfélagssjóður er starfræktur innan EFLU og stjórn hans hefur það hlutverk að velja árlega þau verkefni sem skal styrkja. Þess utan tekur fyrirtækið þátt í verkefnum og herferðum hjá þeim sem sinna mikilvægum störfum innan samfélagsins.

Lesa meira

21.12.2023 : Opnunartími EFLU um hátíðarnar

L4-web

Opnunartími á skrifstofum EFLU á Íslandi mun breytast örlítið um hátíðarnar.

Lesa meira

20.12.2023 : Annáll 2023 | Verkefni, vefmyndavél og vegabréf

Á hverju ári sinnir starfsfólk EFLU þúsundum verkefna, bæði litlum og stórum. Langflest eru þess eðlis að ekki gefst færi á að fjalla sérstaklega um þau opinberlega, en öll eiga það þó sameiginlegt að vera mikilvæg á sinn hátt.  

Lesa meira

13.12.2023 : Hringrásarveggurinn á stofnfundi Hringvangs

front3-hringrasarveggur

Í dag, miðvikudag 13. desember, fer fram stofnfundur Hringvangs. Þar mun Elín Þórólfsdóttir arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur á samfélagssviði EFLU kynna Hringrásarvegginn sem er samstarfsverkefni EFLU, Basalt arkitekta og Jáverks.

Lesa meira

11.12.2023 : Sérfræðingar EFLU að störfum í Grindavík

grindavik-sprungur

Sérfræðingar EFLU á sviði myndmælinga hafa verið að störfum í Grindavík síðastliðnar vikur til að fá sem nákvæmasta mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja bæjarins í kjölfar þeirra alvarlegu jarðhræringa sem hófust á svæðinu þann 10. nóvember síðastliðinn. 

Lesa meira

1.12.2023 : Úthlutun úr Samfélagssjóði 2023

group photo

Í gær, fimmtudaginn 30. nóvember, voru styrkir úr Samfélagssjóði EFLU afhentir. Í ár voru veittir sex styrkir úr sjóðnum. Verkefnin voru af fjölbreyttum toga og flokkuðust til góðgerðar- og félagsmála, menntamála, íþrótta- og æskulýðsmála og menningu og lista. 

Lesa meira

30.11.2023 : Málþing EFLU um orkuskipti í höfnum

Í tilefni af 50 ára afmæli EFLU á árinu buðum við hagaðilum á málþing um orkuskipti í höfnum síðastliðinn þriðjudag 28. nóvember. Málþingið, sem bar titilinn Siglum í átt að grænni framtíð, fór fram í höfuðstöðvum EFLU að Lynghálsi 4 en var jafnframt streymt á starfsstöðvar okkar á Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði

Lesa meira

31.10.2023 : Sjávarútvegsráðstefnan 2023

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 fer fram dagana 2. - 3. nóvember í Hörpu, Reykjavík. Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssvið EFLU, mun halda erindi á ráðstefnunni sem fjallar um loftlagsáhrif matvælaframleiðslu og kolefnisspor mismunandi matvæla.

Lesa meira

27.10.2023 : EFLA framúrskarandi fyrirtæki 14. árið í röð

Í vikunni voru viðurkenningar Creditinfo til framúrskarandi fyrirtækja veitt í Hörpu. EFLA er í hópi framúrskarandi fyrirtækja árið 2023 samkvæmt mati Creditinfo, 14. árið í röð. 

Lesa meira

25.10.2023 : Vel heppnuð málstofa EFLU á Arctic Circle

Alþjóðlega ráðstefnan Arctic Circle eða Hringborð Norðurslóða lauk um helgina í Hörpu, Reykjavík. Þar stóð EFLA stóð fyrir málþinginu „Shipping Toward the Green Future“ sem fjallaði um orkuskipti í höfnum. 

Lesa meira

24.10.2023 : Kvennafrí 24. október

kvennafri

EFLA tekur þátt í kvennafrídeginum 24. október með því að veita kvenkyns starfsfólki frí án launaskerðingar. Við hvetjum allar konur og kvár til að leggja niður störf í heilan dag til að mótmæla kynbundnu misrétti. 

Lesa meira

19.10.2023 : EFLA á Arctic Circle

av

Alþjóðlega ráðstefnan Arctic Circle hófst í dag, 19. október í Hörpu og stendur til laugardags. Fulltrúar EFLU hafa skipulagt málstofuna „Shipping Toward the Green Future“ sem fjallar um orkuskipti í höfnum. 

Lesa meira

13.10.2023 : EFLA hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

EFLA hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu á stafrænni ráðstefnu verkefnisins í beinni útsendingu á RÚV. EFLA hlaut viðurkenningu fyrir að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa undirritað viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar þess efnis að hafa jafnað kynjahlutfall í framkvæmdarstjórn félagsins. 

Lesa meira

7.10.2023 : Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Grensásdeildar

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala síðastliðinn fimmtudag. Deildin er endur­hæfingar­deild Land­spítala en þangað koma sjúk­lingar til endur­hæfingar eftir að hafa lokið með­ferð á öðrum deildum spítalans.

Lesa meira

6.10.2023 : Móberg, hjúkrunarheimili í Árborg hlaut Grænu Skófluna

Græna Skóflan var afhent á degi Grænnar Byggðar miðvikudaginn 27. september. Veitt voru verðlaun fyrir hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi sem Framkvæmdarsýslan – Ríkiseignir og samstarfsaðilar(FSRE) standa að. EFLA sá um umhverfisráðgjöf og vistferilsgreiningu (LCA) fyrir bygginguna ásamt BREEAM vottun.  

Lesa meira

2.10.2023 : EFLA virkur þátttakandi í umhverfisvænni mannvirkjaiðnaði

Rafrænt málþing um stöðu vistvænnar innviðauppbyggingar var haldið  á dögunum á vegum norrænna systursamtaka Grænnar byggðar og voru það samtök Grænni byggða frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi sem stóðu fyrir viðburðinum. Viðburðurinn var haldinn á World Green Building Week 2023, þegar fjölmargir viðburðir í þessum málaflokki áttu sér stað víðsvegar um heiminn.

Lesa meira

27.9.2023 : Sex nýsköpunarverkefni EFLU hlutu styrk

EFLA hlaut styrki fyrir sex nýsköpunar -og rannsóknarverkefnum frá Nýsköpunarsjóði námsmanna á liðnu sumri. Átta sumarstarfsmenn unnu að verkefnunum ásamt sérfræðingum EFLU. 

Lesa meira

22.9.2023 : Heimsókn HÍ til EFLU

Í tilefni af 50 ára afmæli EFLU, var kennurum og stjórnendum frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands boðið á morgunfund á Lynghálsi 4 síðastliðinn þriðjudag 19. september. Tilgangur fundarins var að ræða samstarfið milli Háskólans og EFLU, hvernig mætti auka það enn frekar og eins að skoða þarfir atvinnulífsins og fyrirtækja á borð við EFLU til framtíðar með tilliti til menntunar. 

Lesa meira

14.9.2023 : World Geothermal Congress 2023

Alþjóðlega jarðvarmaráðstefnan World Geothermal Congress, WCG, fer fram í Peking í Kína dagana 15. – 17. september næst komandi. EFLA tekur þátt í ráðstefnunni ásamt fleiri íslenskum fyrirtækjum á sviði jarðarvarma í gegnum samstarfsvettvanginn Grænvang eða Green by Iceland. 

Lesa meira

1.9.2023 : Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum

Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóð EFLU og er umsóknarfrestur til og með 15. september. Samfélagssjóðurinn veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu.

Lesa meira

30.8.2023 : Hreyfiafl vistvænnar þróunar í mannvirkjagerð

Sérfræðingar EFLU tóku þátt í stöðufundi um vistvæna þróun í mannvirkjagerð á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð. Fundurinn fór fram í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll þriðjudaginn 22. ágúst síðastliðinn, ári eftir útgáfu Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð.  

Lesa meira

17.8.2023 : Málþing um náttúru og hönnun mannvirkja

Í dag, fimmtudaginn 17. ágúst, klukkan 13:00 - 16:30, fer fram málþing í fyrirlestrarsal Grósku á vegum Félags íslenskra landslagsarkitekta (FÍLA) sem ber yfirskriftina Náttúra og hönnun – hvernig fær náttúran aukinn sess í mannvirkjagerð? 

Lesa meira

21.7.2023 : Sérfræðingar EFLU koma að mælingum við nýjar gosstöðvar

litlihrutur

Read the story in English here.


Þann 16. júlí fór hópur vísindamanna, ásamt sérfræðingum frá verkfræðistofunni EFLU að gosstöðvunum við Litla Hrút.

Lesa meira

19.7.2023 : Hönnun á nýju húsnæði Landsbankans frábær samkvæmt BREEAM-umhverfisstaðlinum

EFLA sá um alla verkfræðihönnun og sjálfbærniráðgjöf ásamt því að útvega sérfræðing í BREEAM matsmannshutverk við hönnun nýs húsnæðis Landsbankans við Reykjastræti 6 í Reykjavík.

Lesa meira

27.6.2023 : EFLA styrkir Ljósið

EFLA mun styrkja Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda, í leit félagsins að nýju húsnæði. Félagið stendur nú fyrir söfnun fyrir þessu nýja húsnæði sem kallast Klukk, þú ert´ann og hefur verið áberandi á samfélags- og ljósvakamiðlum að undanförnu. 

Lesa meira

23.6.2023 : EFLA á Nor-Shipping 2023

Majid-nor-shipping-2023-1

Dr. Majid Eskafi, sérfræðingur í hafnarverkfræði hjá EFLU, tók þátt í Nor-Shipping 2023 sem haldin var í Lillestrøm í Noregi snemma í júní. 

Lesa meira

16.6.2023 : EFLA tók þátt í málþingi í Póllandi

Birta Kristín Helgadóttir, sviðsstjóri á orkusviði EFLU, og Piotr Gburczyk, framkvæmdastjóri ISPOL dótturfyrirtækis EFLU í Póllandi, voru meðal þátttakenda í málþingi um orkumál sem haldið var í íslenska sendiráðinu í Varsjá í Póllandi miðvikudaginn 14. júní.

Lesa meira

12.6.2023 : Stærsta verkefni EFLU í Svíþjóð til þessa

EFLA hefur landað sínu stærsta verkefni í Svíþjóð til þessa en umsvif fyrirtækisins þar í landi hafa aukist gríðarlega síðustu ár. 

Lesa meira

9.6.2023 : EFLA tekur þátt í ráðstefnu í Þýskalandi

Birta Kristín Helgadóttir, sviðsstjóri á orkusviði EFLU, mun taka þátt í ráðstefnunni Þýskaland og Ísland um hreina orku – Germany-Iceland Clean Energy Summit.

Lesa meira

5.6.2023 : Sjálfbærni- og ársskýrsla EFLU 2022

Sjálfbærni- og ársskýrsla EFLU fyrir árið 2022 er komin út. Í henni er farið yfir árangur fyrirtækisins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar auk tölulegra upplýsinga um rekstur fyrirtækisins. Hægt er að skoða vefsvæði skýrslunnar og á rafrænu formi.

Lesa meira

26.5.2023 : Skilvirk þurrkun á timbri

EFLA hlaut styrk frá Loftslagssjóði fyrir verkefnið Þurrkun á timbri með jarðvarma. Verkefnið var unnið með hópi aðila frá Skógræktinni, Fjölinni timburvinnslu ehf., Límtré-Vírneti og Trétækniráðgjöf slf. 

Lesa meira

25.5.2023 : Samtal um nýsköpun í Elliðaárstöð

Reynir Sævarsson, fyrirliði nýsköpunar og þróunar hjá EFLU, tekur þátt í umræðum á viðburði Orkuveitu Reykjavíkur sem er hluti af dagskrá Nýsköpunarviku, Iceland Innovation Week. Viðburðurinn verður í dag, fimmtudaginn 25. maí, í Elliðaárstöð og hefst kl. 12.

Lesa meira

24.5.2023 : Ísgöngin til umfjöllunar erlendis

Reynir Sævarsson, fyrirliði viðskiptaþróunar og nýsköpunar hjá EFLU, og Hallgrímur Örn Arngrímsson, fyrrum starfsmaður EFLU og nú viðskiptastjóri á samgöngu- og umverfissviði Verkís, skrifuðu nýverið saman grein um gerð ísganganna í Langjökli sem formlega opnuð voru í júní 2015.

Lesa meira
Síða 1 af 2