Fréttir


Fréttir: október 2023

Fyrirsagnalisti

31.10.2023 : Sjávarútvegsráðstefnan 2023

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 fer fram dagana 2. - 3. nóvember í Hörpu, Reykjavík. Helga J. Bjarnadóttir, sviðsstjóri samfélagssvið EFLU, mun halda erindi á ráðstefnunni sem fjallar um loftlagsáhrif matvælaframleiðslu og kolefnisspor mismunandi matvæla.

Lesa meira

27.10.2023 : EFLA framúrskarandi fyrirtæki 14. árið í röð

Í vikunni voru viðurkenningar Creditinfo til framúrskarandi fyrirtækja veitt í Hörpu. EFLA er í hópi framúrskarandi fyrirtækja árið 2023 samkvæmt mati Creditinfo, 14. árið í röð. 

Lesa meira

25.10.2023 : Vel heppnuð málstofa EFLU á Arctic Circle

Alþjóðlega ráðstefnan Arctic Circle eða Hringborð Norðurslóða lauk um helgina í Hörpu, Reykjavík. Þar stóð EFLA stóð fyrir málþinginu „Shipping Toward the Green Future“ sem fjallaði um orkuskipti í höfnum. 

Lesa meira

24.10.2023 : Kvennafrí 24. október

kvennafri

EFLA tekur þátt í kvennafrídeginum 24. október með því að veita kvenkyns starfsfólki frí án launaskerðingar. Við hvetjum allar konur og kvár til að leggja niður störf í heilan dag til að mótmæla kynbundnu misrétti. 

Lesa meira

19.10.2023 : EFLA á Arctic Circle

av

Alþjóðlega ráðstefnan Arctic Circle hófst í dag, 19. október í Hörpu og stendur til laugardags. Fulltrúar EFLU hafa skipulagt málstofuna „Shipping Toward the Green Future“ sem fjallar um orkuskipti í höfnum. 

Lesa meira

13.10.2023 : EFLA hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA

EFLA hlaut í gær viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu á stafrænni ráðstefnu verkefnisins í beinni útsendingu á RÚV. EFLA hlaut viðurkenningu fyrir að vera eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa undirritað viljayfirlýsingu Jafnvægisvogarinnar þess efnis að hafa jafnað kynjahlutfall í framkvæmdarstjórn félagsins. 

Lesa meira

7.10.2023 : Fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu Grensásdeildar

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri viðbyggingu við Grensásdeild Landspítala síðastliðinn fimmtudag. Deildin er endur­hæfingar­deild Land­spítala en þangað koma sjúk­lingar til endur­hæfingar eftir að hafa lokið með­ferð á öðrum deildum spítalans.

Lesa meira

6.10.2023 : Móberg, hjúkrunarheimili í Árborg hlaut Grænu Skófluna

Græna Skóflan var afhent á degi Grænnar Byggðar miðvikudaginn 27. september. Veitt voru verðlaun fyrir hjúkrunarheimilið Móberg á Selfossi sem Framkvæmdarsýslan – Ríkiseignir og samstarfsaðilar(FSRE) standa að. EFLA sá um umhverfisráðgjöf og vistferilsgreiningu (LCA) fyrir bygginguna ásamt BREEAM vottun.  

Lesa meira

2.10.2023 : EFLA virkur þátttakandi í umhverfisvænni mannvirkjaiðnaði

Rafrænt málþing um stöðu vistvænnar innviðauppbyggingar var haldið  á dögunum á vegum norrænna systursamtaka Grænnar byggðar og voru það samtök Grænni byggða frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Íslandi sem stóðu fyrir viðburðinum. Viðburðurinn var haldinn á World Green Building Week 2023, þegar fjölmargir viðburðir í þessum málaflokki áttu sér stað víðsvegar um heiminn.

Lesa meira