Fréttir


Fréttir: desember 2023

Fyrirsagnalisti

31.12.2023 : Annáll 2023 | Afmæli, árangur og orka

kvennafri
Innan veggja EFLU er ávallt handagangur í öskjunni. Vissulega snýst mest allt um verkefnin sem starfsfólk EFLU vinnur fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila. Stökum sinnum þarf þó að sinna öðrum hlutum og hneppa öðrum hnöppum. Lesa meira

29.12.2023 : Annáll 2023 | Viðurkenningar, vistferilsgreining og viljayfirlýsing

Eftir vel unnin verk er vel þegið að fá klapp á bakið sem hvetur okkar fólk til áframhaldandi góðra verka. Starfsfólk EFLU tók á móti nokkrum viðurkenningum fyrir verk sín á þessu ári auk þess sem verkefni þar sem EFLA var á meðal þátttakanda voru verðlaunuð.

Lesa meira

28.12.2023 : Annáll 2023 | Kynningar, konur og kennarar

Sem fyrr var töluvert mikið um heimsóknir á þessu ári. Bæði þar sem starfsfólk EFLU kíkti í heimsókn til annarra og þar sem aðrir litu við hjá starfsfólki EFLU víða um heim.

Lesa meira

26.12.2023 : Annáll 2023 | Hitaveita, hafnir og Hringrásarveggur

Við viljum alltaf taka þátt í samtali og tækifærin til að eiga í samtali um mikilvæg málefni eru víða. Starfsfólk EFLU tók þátt í fjölmörgum ráðstefnum, málþingum og fundum á árinu. 

Lesa meira

25.12.2023 : EFLA hefur lokið við gerð þrívíddarmódels frá Grindavík

Myndmælingateymi EFLU hefur fullklárað þrívíddarmódel af Grindavík sem það vann fyrir Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Módelin er hægt er að sjá hér að neðan með því að smella á View in 3D

Lesa meira

24.12.2023 : Hátíðarkveðja frá starfsfólki EFLU

Við sendum viðskiptavinum okkar, samstarfsaðila og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðilega hátíð um leið og við þökkum fyrir samskiptin og samstarfið á árinu sem er að líða.

Lesa meira

23.12.2023 : Annáll 2023 | Fjölmiðlar, fyrirbæri og fræðsla

Fjölmiðlar leita reglulega til starfsfólks EFLU til að fá sérfræðiálit þess á fjölbreyttum málefnum og í ár var engin undantekning. Þeir komu ekki að tómum kofanum þar því starfsfólk EFLU hefur gríðarlega mikla og fjölbreytta þekkingu sem það vill gjarnan deila með öðrum.

Lesa meira

22.12.2023 : Annáll 2023 | Kraftur, kór og klukk

group photo

EFLA er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki sem reynir stöðugt að láta gott af sér leiða. Samfélagssjóður er starfræktur innan EFLU og stjórn hans hefur það hlutverk að velja árlega þau verkefni sem skal styrkja. Þess utan tekur fyrirtækið þátt í verkefnum og herferðum hjá þeim sem sinna mikilvægum störfum innan samfélagsins.

Lesa meira

21.12.2023 : Opnunartími EFLU um hátíðarnar

L4-web

Opnunartími á skrifstofum EFLU á Íslandi mun breytast örlítið um hátíðarnar.

Lesa meira

20.12.2023 : Annáll 2023 | Verkefni, vefmyndavél og vegabréf

Á hverju ári sinnir starfsfólk EFLU þúsundum verkefna, bæði litlum og stórum. Langflest eru þess eðlis að ekki gefst færi á að fjalla sérstaklega um þau opinberlega, en öll eiga það þó sameiginlegt að vera mikilvæg á sinn hátt.  

Lesa meira

13.12.2023 : Hringrásarveggurinn á stofnfundi Hringvangs

front3-hringrasarveggur

Í dag, miðvikudag 13. desember, fer fram stofnfundur Hringvangs. Þar mun Elín Þórólfsdóttir arkitekt og umhverfis- og auðlindafræðingur á samfélagssviði EFLU kynna Hringrásarvegginn sem er samstarfsverkefni EFLU, Basalt arkitekta og Jáverks.

Lesa meira

11.12.2023 : Sérfræðingar EFLU að störfum í Grindavík

grindavik-sprungur

Sérfræðingar EFLU á sviði myndmælinga hafa verið að störfum í Grindavík síðastliðnar vikur til að fá sem nákvæmasta mynd af ástandi fasteigna og mannvirkja bæjarins í kjölfar þeirra alvarlegu jarðhræringa sem hófust á svæðinu þann 10. nóvember síðastliðinn. 

Lesa meira

1.12.2023 : Úthlutun úr Samfélagssjóði 2023

group photo

Í gær, fimmtudaginn 30. nóvember, voru styrkir úr Samfélagssjóði EFLU afhentir. Í ár voru veittir sex styrkir úr sjóðnum. Verkefnin voru af fjölbreyttum toga og flokkuðust til góðgerðar- og félagsmála, menntamála, íþrótta- og æskulýðsmála og menningu og lista. 

Lesa meira