Fréttir


Fréttir: janúar 2024

Fyrirsagnalisti

31.1.2024 : EFLA á Framadögum 2024

EFLA tekur þátt á Framadögum sem verða haldnir í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 1. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð fyrir ungt fólk til að kynna sér fyrirtæki og starfsmöguleika, hvort sem er til framtíðar eða vegna sumarstarfa.

Lesa meira

18.1.2024 : Öruggt og þægilegt vinnuumhverfi

„Ég er að vinna að Rannís nýsköpunarverkefni sem tengist úrgangsmálum á Íslandi með einum gömlum skólafélaga úr HÍ. Við erum að rannsaka lausn á sorpvandamáli Íslands,” segir Benedikt Guðbrandsson, 23 ára Árbæingur, sem var í hópi sumarstarfsfólks EFLU árið 2023.

Lesa meira

15.1.2024 : Starfsfólk EFLU birtir grein í virtu bandarísku tímariti

USA grein

Majid Eskafi og Björgvin Brynjarsson, sérfræðingar hjá EFLU, birtu nýlega grein í bandaríska tímaritinu American Society of Civil Engineers Journal of Waterway, Port, Coastal and Ocean Engineering. Tímaritið er það virtasta á sínu sviði í Bandaríkjunum. Greinina skrifuðu þeir í samstarfi við Sigurð Sigurðarson og Kjartan Elíasson, verkfræðinga hjá Vegagerðinni.

Lesa meira

12.1.2024 : „Ég eignaðist góða vini”

„Eftir því sem leið á sumarið jókst áhuginn minn á frekara námi. Ég er strax farin að líta í kringum mig,” segir Árna Benediktsdóttir, 23 ára Reykvíkingur sem var hluti sumarstarfsfólks EFLU sumarið 2023.

Lesa meira

10.1.2024 : Tækifæri í alvöru verkefnum

„Þetta var virkilega spennandi tími og allir af vilja gerðir til að hjálpa mér að komast inn í verkefnin af krafti,” segir Haukur Friðriksson, umhverfis- og byggingarverkfræðingur, sem var hluti af hópi sumarstarfsfólks EFLU sumarið 2023.

Lesa meira

9.1.2024 : EFLA eykur þjónustu á Vesturlandi

EFLA á Vesturlandi

EFLA heldur áfram að bæta þjónustu sína á landsbyggðinni með starfsstöð á Vesturlandi sem var formlega opnuð um áramót. Orri Jónsson, starfsmaður EFLU á Hvanneyri, verður svæðisstjóri á Vesturlandi. Fyrir er EFLA með starfstöðvar í Reykjanesbæ, á Suðurlandi, Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum.

Lesa meira

6.1.2024 : Vinnustaðurinn er mjög skemmtilegur

„Síðan ég byrjaði hjá EFLU hef ég verið að sinna alls konar verkefnum og fengið dýrmæta reynslu á stuttum tíma,“ segir hin 24 ára Tinna Arnarsdóttir, byggingarverkfræðingur hjá EFLU, sem var hluti af hópi sumarstarfsfólks EFLU sumarið 2023. Eftir sumarið var Tinna ráðin í fullt starf hjá fyrirtækinu og starfar nú hjá EFLU Norðurlandi.

Lesa meira

4.1.2024 : Styrkur til Glatvarma á Bakka

EFLA tekur þátt í verkefninu Glatvarmi á Bakka sem nýverið fékk úthlutaðan styrk úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra. 

Lesa meira