Fréttir


Fréttir: mars 2024

Fyrirsagnalisti

18.3.2024 : EFLA hlaut Íslensku vefverðlaunin

Nýr alþjóðlegur vefur EFLU, EFLA-engineers.com, hlaut Íslensku vefverðlaunin síðastliðinn föstudag sem Fyrirtækjavefur ársins í flokki stórra fyrirtækja. 

Lesa meira

13.3.2024 : Nýr vefur EFLU tilnefndur til verðlauna

Nýr alþjóðlegur vefur EFLU, efla-engineers.com, sem opnaður var í október á liðnu ári hefur verið tilnefndur til Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2023. Vefurinn er tilnefndur í flokki Fyrirtækjavefja fyrir stór fyrirtæki.

Lesa meira

12.3.2024 : Viðskiptavinaboð á Norðurlandi

Efla-bod-akureyri-11

EFLA bauð viðskiptavinum og samstarfsaðilum í gleðskap í Ketilhúsinu á Akureyri í liðinni viku. Starfsfólk EFLU Norðurlandi var á svæðinu ásamt stórum hluta af framkvæmdastjórn fyrirtækisins, þ.á.m. svæðisstjórum, sviðsstjórum og framkvæmdastjóra.

Lesa meira

8.3.2024 : EFLA og First Water semja um hönnunarráðgjöf

EFLA hefur gert samning við First Water um ýmsa hönnunarráðgjöf vegna nýbyggingar á lóð fyrirtækisins við Þorlákshöfn. Um er að ræða vinnsluhús og seiðeldisstöð. First Water, sem áður hét Landeldi, vinnur að uppbyggingu sjálfbærs laxeldis á landi. EFLA sá um hönnun aðveitustöðvar og hefur einnig séð um ýmsa sértæka ráðgjöf á undanförnum árum.

Lesa meira

8.3.2024 : EFLA kom að gerð nýrra nafnskírteina

Útgáfa á nýjum nafnskírteinum er hafin hjá Þjóðskrá Íslands. Teymi hugbúnaðarlausna hjá EFLU þróaði viðbætur við Skilríkjaskrá Þjóðskrár Íslands sem auk hinna nýju nafnskírteina heldur utan um útgáfu vegabréfa og dvalarleyfiskorta.

Lesa meira