Fréttir

40 ára afmælishóf EFLU

13.5.2013

Á dögunum héldum við upp á 40 ára afmæli EFLU verkfræðistofu með veglegu samkvæmi í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Höfðabakka 9. Vel var mætt en þegar mest lét voru um 700 gestir í húsinu.
  • 40 ára afmæli EFLU
Á afmælishátíðinni voru frumkvöðlar stofnfyrirtækjanna heiðraðir fyrir þátt sinn í stofnun fyrirtækisins en saga EFLU hófst árið 1973 með stofnun Verkfræðistofu Suðurlands á Selfossi. Síðan urðu aðrir fyrirrennarar EFLU til hver af öðrum, Verkfræðistofa Norðurlands árið 1974, Línuhönnun árið 1979, AFL árið 1987 og Raftæknistofan (RTS) árið 1988. Árið 2008 varð EFLA verkfræðistofa til við samruna félaganna.
Fleiri myndir frá hófinu má finna á fésbókarsíðu EFLU.

afmaeli 3

afmaeli 4

afmaeli 5